Val í landsliðshóp 2021

Val í landsliðshóp 2021.

Landslið BFSÍ 2021

 

Oliver Ormar Ingvarsson – BF Boginn
Dagur Örn Fannarsson – BF Boginn
Gummi Guðjónsson – BF Boginn
Sigríður Sigurðardóttir – BF Hrói Höttur
Alfreð Birgisson – Íþróttafélagið Akur
Nói Barkarsson – BF Boginn
Anna María Alfreðsdóttir – Íþróttafélagið Akur
Astrid Daxböck – BF Boginn
Ewa Ploszaj – BF Boginn
Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Berbogi – Víðavangsbogfimi

Áherslu verkefni sem áætluð eru fyrir landslið 2021 eru:

 • EM innandyra í Slóveníu – Febrúar
 • EM utandyra og undankeppni Ólympíuleika í Tyrklandi – Maí
 • HM í Bandaríkjunum – September

Óvíst er hvernig Covid mun hafa áhrif á innlent og alþjóðlegt afreksstarf á árinu 2021, en það þykir ljóst að við munum finna fyrir áhrifum heimsfaraldursins sérstaklega fyrri hluta ársins 2021.

Skipulag verkefna verður því frekar breytilegt eftir því hvernig Covid ástand þróast.

Líklegt þykir að EM innandyra verði aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19 og að það muni einnig hafa áhrif á EM/undankeppni ÓL í Maí. En vonin er sú að bóluefni verið orðið aðgengilegt fyrir HM í September.

Val í ungmennalandsliðshóp 2021 Oliver-Dagur-Marín-Nói-Anna-Eowyn ná viðmiðum

Í samræmi við afreksstefnu og reglugerðir BFSÍ var valið í ungmennalandsliðshóp 2021 í þessum mánuði.

Ungmenna Landslið BFSÍ 2021

Eftirfarandi aðilar náðu viðmiðum og voru valdir í ungmennalandsliðshóp í bogfimi 2021.

Oliver Ormar Ingvarsson – BF Boginn – Sveigbogi U21
Dagur Örn Fannarsson – BF Boginn – Sveigbogi U21
Nói Barkarsson – BF Boginn – Trissubogi U21
Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur – Trissubogi U21
Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn – Sveigbogi U18
Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Trissubogi U18

Áherslu verkefni sem áætluð eru fyrir ungmennalandslið 2021 eru:

 • EM innandyra U21 í Slóveníu – Febrúar
 • Evrópubikar ungmenna U18/U21 í Slóveníu – Maí
 • Evrópubikar ungmenna U18/U21 í Rúmeníu – Ágúst

Óvíst er hvernig Covid mun hafa áhrif á innlent og alþjóðlegt afreksstarf á árinu 2021, en það þykir ljóst að við munum finna fyrir áhrifum heimsfaraldursins sérstaklega fyrri hluta ársins 2021.

Skipulag verkefna verður því frekar breytilegt eftir því hvernig Covid ástand þróast. En áætlað er að hafa 3 æfingarbúðir á árinu stuttu fyrir hvert alþjóðlegaverkefni fyrir sig.

Líklegt þykir að EM innandyra verði aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19 og að það muni einnig hafa áhrif á Evrópubikar ungmenna í Maí. En vonin er sú að bóluefni verið orðið aðgengilegt fyrir Evrópubikar í Ágúst.

Einnig var óskað eftir meðmælum aðildarfélaga í hæfileikamótunarhóp BFSÍ 2021 sem verður tilkynnt síðar.

Ásdís Lilja Hafþórsdóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra BFSÍ

Ásdís hefur formlega störf 01. nóvember 2020 í 80% starfi.

Fyrstu verkefni Ásdísar verða að komast inn í og taka yfir mörg af þeim verkefnum sem formaður og stjórn sambandsins eru með.

Ásdís verður þá að megin tengilið BFSÍ í öllum málum og sér um að framkvæma stefnu og ákvarðanir stjórnar BFSÍ. Hún ætlar sér að bæta samskipti við og á milli aðildarfélaga til muna og mun leggja áherslu á að bæta aðgengi að fræðslu, og þá sérstaklega þjálfaramenntun og dómaramenntun á fyrsta árinu.

Ásdís mun starfa að mestu heiman frá fyrst um sinn á meðan Covid ástand ríkir í landinu. En BFSÍ hefur óskað eftir skrifstofuaðstöðu í húsnæði ÍSÍ á Engjavegi þegar slík aðstaða verður í boði.

Með þessari ráðningu er búið að manna allar lykil stöður í samræmi við aðgerðir í drögum að heildarstefnu 2020-2021 sem lögð var fyrir formenn aðildarfélaga á formannafundi í mars á þessu ári.

Heildarstefna_BFSI_2020_2021_drög

Íþróttastjóri var ráðinn Guðmundur Örn Guðjónsson í 20% starf um mitt þetta ár til þess að sjá um framkvæmd afreksstarfs í samræmi við afreksstefnu BFSÍ. En stjórn BFSÍ taldi ekki ástæðu til þess að ráða íþróttastjóra í hærra starfshlutfall að svo stöddu sökum áhrifa heimsfaraldurs á alþjóðlegt afreksstarf. Einnig mun Covid ástand líklega hafa mikil áhrif á alþjóðlegt afreksstarf árið 2021.

Verið er að leggja lokahönd á 4 ára heildarstefnu og afreksstefnu sem lögð verður fyrir á bogfimiþingi 2021. Heildarstefnan byggð á fordæmi og gögnum frá heimssambandinu. Stjórn BFSÍ hefur sett sér þá stefnu að leggja ekki alla vinnu við störf sambandsins á sjálfboðaliða. Góður grunnur að vel starfandi sambandi byggist að stórum hluta á lykil starfsmönnum.

Sjálfboðaliðar eru samt öllum íþróttahreyfingum ómissandi og verið er að vinna í því að gera sjálfboðaliðastörf innan BFSÍ meira spennandi.

Tölvupóstsvindl og íþróttafélög

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst BFSÍ í gegnum ÍSÍ um að tölvupóstssvindl hafi aukist umtalsvert og beinist nú í auknum mæli að íþróttahreyfingunni. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu og tapað talsverðu fé.
Embættið sendi ÍSÍ leiðbeinandi upplýsingar vegna málsins sem ÍSÍ áframsendi til sérsambanda og finna má hér:

Upplýsingar og góð ráð gegn tölvupóstssvindli.

Íþróttahreyfingin er hvött til að kynna sér málefnið vandlega og gæta fyllstu varkárni í millifærslum á fé inn á ókunna bankareikninga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að öll svik eða tilraunir til svika séu tilkynnt til lögreglunnar og má finna nánari upplýsingar varðandi slíkar tilkynningar í ofangreindu upplýsingaskjali.

Þess má geta að heildartjón vegna netglæpa sem bitnað hafa á Íslendingum síðustu þrjú árin, nemur um 1,3 milljarði króna.

Hæfleikamótun með Miika Aulio frestað vegna Covid.

Vegna gífurlegrar aukningar á smitum og vöxt Covid-19 hefur æfingarbúðum hæfileikamótunar verið frestað. Óvíst er hvernær það verður hægt að halda þær næst.

Vonin er að ná að gera þetta verkefni á þessu ári, en ef það næst ekki vegna COVID miðum við á næsta ár 🙂

Ekki hefur verið sett nein dagsetning og við bíðum bara að sjá hvernig málin þróast tengt Covid.

Hægt er að sjá meira um hæfileikamótunar verkefnið hér

https://bogfimi.is/2020/09/09/haefleikamotun-med-miika-aulio-fyrrum-finnska-landslidsthjalfaranum/

 

Haustfjarnám þjálfaramenntun almennur hluti ÍSÍ stig 1, 2 og 3

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Ný og efnismikil bók, Þjálffræði, verður nú tekin í notkun í Þjálfaramenntuninni. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 18. september.

Slóð á skráningu á öll stig í haustfjarnám Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á vidar@isi.is

Sjá nánari upplýsingar á isi.is https://isi.is/frettir/frett/2020/09/15/Thjalfaramenntun-ISI-hefst-nk.-manudag/

Haustfjarnám allra stiga 2020-1

Hæfleikamótun með Miika Aulio fyrrum finnska landsliðsþjálfaranum.

Ólympíufarinn Miika Aulio kemur til landsins á vegum BFSÍ og verður með æfingarbúðir fyrir iðkendur sem skilgreindir eru í hæfileikamótun BFSÍ. Miika var einnig yfirþjálfari ólympíska bogfimilandsliðsins í Finnlandi í meira en áratug og hefur því gífurlega mikla reynslu til að miðla. Miika sér um þjálfaramenntun í Finnlandi eins og er.

Áætlað er að halda æfingarbúðirnar 22-26 Október, ef að Covid-19 leyfir.  Eins og staðan er í dag þyrfti Miika að fara í 14 daga sóttkví og því líklegt að fresta gæti þurft ferð hans þar til Covid faraldurinn deyr niður aftur. Skipulagið verður eitthvað í þessa átt (ef af verður).

 • Fimmtudagur (Miika lendir á Íslandi)
 • Föstudagur 17-20
 • Laugardagur 10-18
 • Sunnudagur 10-16
 • Mánudagur (Miika flýgur heim)

Verið er að vinna í dagsskipulagi hvers dags. En þetta mun samanstanda af fyrirlestrum, einkaþjálfun og hópefli. Nánari dagskrá verður birt síðar.

Æfingarbúðirnar eru miðaðar á að hjálpa þeim ungmennum sem eru komin langt að ná lengra. Þeir sem eru skilgreindir í hæfileikamótun eða afreksefni BFSÍ geta tekið þátt að kostnaðarlausu.

Mögulegt er að taka nokkra einstaklinga til viðbótar inn í æfingarbúðirnar á aldrinum 13-19 ára sem eru ekki skilgreindir í hæfileikamótunar hóp BFSÍ gegn gjaldi, 25.000.kr fyrir helgina. En aðeins örfá slík sæti eru í boði. Við munum gefa þeim krökkum sem eru virkir keppendur á Íslandmótum innanhúss og utanhúss forgang á laus sæti og einnig taka mið af getustigi þeirra og aldri. Hægt er að óska eftir að skrá sig með því að senda póst á bogfimi@bogfimi.is

Áætlað er að gera sambærilega viðburði árlega með sérfræðingum, til þess að aðstoða hæfileikarík ungmenni til þess að ná frekari árangri.

Einnig er verið að vinna í að skipuleggja viðburði fyrir fullorðna, en þeir verða líklega ekki fyrr en á næsta ári.

Uppfærðar Covid reglur fyrir bogfimistarf 07.09.2020

Ýmsu hefur verið breytt í reglugerðinni til dæmis til þess að mæta breyttum nálægðarviðmiðum sóttvarnaraðgerða úr 2 metrum í 1 meter.

Covid-19

Hægt er að finna reglugerðina og upplýsingar um sóttvarnarfulltrúa hvers félags á síðu á forsíðu bogfimi.is. Allar upplýsingar verða uppfærðar þar í framtíðinni. Endilega kynnið ykkur efnið.

Haustfjarnám 2020 þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.

Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.- Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020: http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460- 1467 & 863-1399 eða á vidar@isi.is

Haustfjarnám allra stiga 2020

https://isi.is/frettir/frett/2020/09/01/Haustfjarnam-i-Thjalfaramenntun-ISI/

Uppfærðar Covid reglur – Uppfært 28.08.2020

BFSÍ hefur uppfært reglur tengdar ástundun bogfimiíþrótta á meðan á Covid ástandi stendur í samræmi við breytingar sóttvarnaraðgerða og sniðmát frá ÍSÍ.

Hægt er að finna reglugerðina á bogfimi.is undir lög og reglur. BFSÍ mælist til þess að allir lesi reglugerðina sem eru tengdir íþróttinni.

Öllum aðildarfélögum BFSÍ er skylt að fylgja almennum sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Í reglugerð BFSÍ er fjallað nánar um hvað það þýðir og hvernig það er framkvæmt í bogfimi íþrótta starfi sem er nauðsynlegt fyrir öll félög og iðkendur að þekkja til. Sóttvarnarfulltrúi íþróttafélags ber að tryggja að reglunum sé fylgt eftir.

VIÐBÓT 28.08.2020. Búið er að uppfæra reglurnar og nú er leyfilegt að vera með áhorfendur ef farið er eftir reglunum í skjalinu.

Click to access COVID-19-Reglur-BFSI-28082020.pdf