Aðrar íþróttagreinar: 3D-, Hlaupa- og Annað

Aðrar íþróttagreinar í bogfimi eru t.d. 3D bogfimi, hlaupabogfimi o.s.frv. (semsagt aðrar íþróttir en Markbogfimi innandyra, Markbogfimi utandyra eða Víðavangsbogfimi).

Almennt er lítil ástundun og engin innlend mót öðrum bogfimi íþróttagreinum en markbogfimi (innandyra og utandyra) og víðavangsbogfimi (miðað við stöðu 2022) og því fáar forsendur til þess að meta stöðu íþróttafólks í öðrum íþróttagreinum.

Íþróttastjóri ræður að fullu vali íþróttamanna í slík landsliðsverkefni, byggt á eigin mati, telji hann ástæðu til þess að senda íþróttamenn eða lið yfirhöfuð í slík verkefni. Íþróttafólk sem hefur áhuga á þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum er bent á að hafa samband við Íþróttastjóra BFSÍ. Engir landsliðshópar eru fyrir slík landsliðsverkefni að svo stöddu.

Íþróttamenn sem Íþróttastjóri velur í slík verkefni þurfa að bera meirihluta eða allan kostnað af slíkri þátttöku þar sem þessar íþróttagreinar eru ekki áherslu íþróttagreinar hjá BFSÍ að svo stöddu í samræmi við það sem stendur í afreksstefnu BFSÍ. Þó að mögulegt geti verið að BFSÍ komi að littlum hluta að kostnaði HM/EM, en slíkt þarf að skoða hverju sinni.

Dæmi um slík landsliðsverkefni eru:

  • HM/EM í 3D bogfimi
  • Evrópubikarmót í Hlaupabogfimi

BFSÍ áætlar að þróa í framtíðinni mótahald í slíkum íþróttagreinum á Íslandi en núverandi áhersla er á markbogfimi (innandyra og utandyra) og þróun víðavangsbogfimi.

Ef frekari upplýsinga, skýringar eða aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra BFSÍ gummi@bogfimi.is.

Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery/World Archery Europe, vegna lægri eða hærri styrkveitinga úr Afrekssjóði ÍSÍ, breytingar á reglum BFSÍ, o.s.frv..