IANSEO er opið kerfi sem allir geta haft afnot af frítt. http://www.ianseo.net/

Uppsetning kerfisins

  1. Sækið kerfið á ianseo.net. Best er að ná í „windows full installer“
  2. Opnið forritið og veljið slóðina C:// og ýtið á OK (Ef kerfið er ekki möppuni C://ianseo/ þá mun það ekki virka rétt)
  3. Farið í möppuna C://ianseo/ og startið forritinu „xampp-control“
  4. Veljið „Start“ við Apache og MySQL í xampp-control forritinu.
  5. Til hamingju þú hefur sett upp ianseo á tölvuni þinni notaðu google chrome til þess að nota kerfið á slóðinni http://localhost/

Ef þú lendir í vandræðum með uppsetningu kerfisins hafðu samband við starfsfólk BFSÍ til að leita aðstoðar.

Hægt er að horfa á myndskeiðin hér fyrir neðan til að læra á Ianseo, myndskeiðin eru í vinnslu. Þar sem kerfið er í sífelldri þróun verða myndskeið fljótt úrelt.

Hægt er að bóka einkanámskeið fyrir þá sem vilja læra á IANSEO skorkerfið hjá BFSÍ.

Uppsetning móts frá upphafi.