Íslandsmetaskrá og tilkynning

Hér er hægt að finna Íslandsmetaskrá Bogfimi.

Íslandsmetaskrá-bogfimi-04-11-2019 PDF

Íslandsmetaskrá-bogfimi-04-11-2019 EXCEL

Við bættum við Evrópumetum í Íslandsmetaskránna sem viðmið í dálkinn WAE (WorldArcheryEurope). Sá dálkur er aðeins til viðmiðunar og var tekinn úr Evrópumetaskrá í Júlí 2018 og gæti því breyst í framtíðinni.

Íslandsmetaskráin og reglur um mótahald voru nýlega samræmdar meira við reglur WA um heimsmet svo að hægt sé að tilkynna heimsmet og evrópumet þegar þau verða slegin á Íslandi.

Vegna þess að við vorum að samræma okkur við heimssambandið tókum við eftir að ekkert heimsmet var fyrir undankeppni í blandaðri liðakeppni (mixed team) og höfðum því samband við heimssambandið vegna þess að einnig verður keppt í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020. Heimssambandið hélt fund 2 dögum seinna og staðfesti Mixed Team strax sem heimsmet og bætti því við í reglubók sína. Sem er gífurlega óvenjulegt að bylaws séu sett inn svo fljótt. Sjá frétta grein frá heimssambandinu hér https://worldarchery.org/news/159924/mixed-team-qualification-world-records-available-berlin

Hér fyrir neðan er hægt að tilkynna Íslandsmet í Bogfimi