Stjórn Bogfimisambands Íslands

Guðmundur Örn Guðjónsson

Formaður

Gumma er hægt að kenna að mestu um vöxt bogfimi íþrótta á Íslandi. Gummi er stofnandi fjölmargra íþróttafélaga og fyrirtækja og sinnt fjölmörgum stöðum sem framkvæmdastjóri og formaður. Gummi var sjálfstætt starfandi um árabil áður en hann varð fyrir miklum veikindum. Gummi er einnig margfaldur verðlaunahafi í B og C landsliðsverkefnum ásamt því að vera fyrsti Íslendingur til þess að ná alþjóðlegum dómararéttindum og hæsta þjálfarastigi hjá heimssambandinu. Gummi starfar sem Íþróttastjóri BFSÍ

Haraldur Gústafsson

Varaformaður

Halli er margfaldur Íslandsmeistari, þjálfari og dómari í bogfimi íþróttum. Ásamt því hefur hann unnið til verðlaun á Smáþjóðaleikum og keppt með landsliði á nokkrum HM/EM og öðrum landsliðsverkefnum. Halli er einnig formaður bogfimideildar Skotfélags Austurlands og hefur verið í forsvari fyrir útbreiðslu íþróttarinnar á Austurlandi. Halli varð fyrir miklum veikindum og er öryrki í dag en tekur að sér smá verkefni þegar hann hefur heilsu til.

Albert Ólafsson

Gjaldkeri

Albert er margfaldur Íslandsmeistari og margfaldur heims- og Evrópumethafi. Albert starfar fyrir ríkisendurskoðun þar sem starf hans fellst í að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins, að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Albert er því gífurleg gersemi fyrir BFSÍ að hafa sem gjaldkera og stjórnarmann.

Astrid Daxböck

Meðstjórnandi

Astrid er ein af fáum Íslendingum sem getur státað sig af því að hafa verið í top 90 á heimslista og top 40 á Evrópulista og að hafa unnið til verðlauna á heimslistamóti. Hún er einnig margfaldur Íslandsmeistari, þjálfari og dómari. Astrid lærði fornleifafræði um langt skeið við Hásskóla Íslands og hún starfar í dag sem rekstrarstjóri Bogfimisetursins

Ásdís Lilja Hafþórsdóttir

Ritari

Ásdís komst fyrst í kynni við bogfimi sem starfsmaður í Bogfimisetrinu. Hún er dómari og starfaði sem framkvæmdastjóri BFSÍ í ár.

Varamenn

Oliver Ormar Ingvarsson

Varamaður 1

Alfreð Birgisson

Varamaður 2

Sveinn Stefánsson

Varamaður 3