BFSÍ hefur haft samband við tvö tryggingarfélög til þess að fá upplýsingar um tryggingarmál í íþróttinni.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem BFSÍ hefur fengið frá tryggingarfélögum þá tryggir BFSÍ sinn búnað og sína starfsmenn. Verktakar tryggja sig almennt sjálfir, hvort sem kemur að ábyrgð eða slysavernd. Eins eru þátttakendur á íþróttamótum almennt á eigin ábyrgð.

Varðandi ferðalög erlendis þá á hver og einn að vera með sína ferðatryggingu og sér um að tryggja sinn búnað. Flestir eru með slíkar í gegnum kreditkortin sín eða heimilistryggingu. Það er á ábyrgð hvers og eins að vera með sínar tryggingar í lagi, þ.e. ferðasjúkratryggingu og farangurstryggingu. Allir ættu að athuga sérstaklega að láta tryggingafélagið sitt vita að um íþróttaferðir hvort sem um æfingar eða keppnisferð er að ræða.