Almennt Innanlands

Tengt tryggingamálum við ástundun/iðkun/keppni í bogfimi íþróttum.

BFSÍ hefur haft samband við tvö tryggingarfélög til þess að fá upplýsingar um tryggingarmál í innanlands í íþróttinni.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem BFSÍ hefur fengið frá tryggingarfélögum þá tryggir BFSÍ sinn búnað og sína starfsmenn. Verktakar tryggja sig sjálfir, hvort sem kemur að ábyrgð eða slysavernd. Eins eru iðkendur og þátttakendur á íþróttamótum á eigin ábyrgð gagnvart tryggingum.

Almennt Erlendis

Varðandi ferðalög erlendis þá á hver og einn að vera með sína ferðatryggingu og sér um að tryggja sinn búnað. Flestir eru með slíkar í gegnum heimilistryggingu eða kreditkortin sín (Ekki þarf að greiða fyrir ferðir með viðkomandi kreditkorti í flestum tilfellum. Lesið viðeigandi tryggingarskilmála til að sjá nánari upplýsingar áður en haldið er í ferð)

Það er á ábyrgð hvers og eins að vera með sínar tryggingar í lagi, s.s. forfallatryggingu, ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu o.s.frv.. Allir ættu að athuga sérstaklega að láta tryggingafélagið sitt vita að um íþróttaferðir hvort sem um æfingar eða keppnisferð er að ræða og spyrjast fyrir um tryggingar.

Evrópska sjúkratryggingakortið er einnig mjög gagnlegt í ferðum og öllum ráðlagt að kíkja á gildistíma á því áður en haldið er í ferð eða sækja um kortið ef viðkomandi er ekki með slíkt þegar.

Viðbótar tryggingar í landsliðsverkefnum

Árið 2022 mun heimssambandið (WA-WorldArchery) gera alþjóðaskírteini („International License“) að skyldu á öllum á alþjóðlegum mótum á vegum WA og heimsálfusambanda þess (WAE-Europe, WAAs-Asia, WAAf-Africa, WAAm-Americas, WAO-Oceania). Þar sem skráning fer fram í gegnum Wareos kerfið (World Archery Registration & Entries Online System).

Þetta á aðeins við um þátttakendur á mótum þar sem skráning fer fram í gegnum Wareos kerfið, semsagt ekki í gegnum Open Wareos kerfið, google forms eða á annan máta (aðeins BFSÍ er með aðgang að og getur skráð þátttakendur í Wareos kerfinu. Open Wareos er opið öllum).

Tryggingar tengdar alþjóðaskírteininu munu taka á helstu tryggingarmálum sem geta komið upp í landsliðsverkefnum. Það á einnig við um kostnað vegna t.d. sóttkví/einangrunar.

Árgjaldið fyrir alþjóðaskírteinið (og tryggingar sem því fylgja) eru 100 Evrur per keppanda sem skráður er af BFSÍ í landsliðsverkefni (í Wareos kerfinu). BFSÍ greiðir þessar tryggingar árlega fyrir hönd keppenda sinna.

Til að gefa stutta samantekt yfir þau mót sem alþjóðaskírteinið nær yfir og ekki yfir:

Dæmi um mót sem tryggingar tengdar alþjóðaskírteininu ná yfir.
HM/EM, heimsbikarmót (World Cup), Evrópubikarmót (European Grand Prix) og öll önnur World Ranking mót
HM/EM ungmenna og Evrópubikarmót ungmenna

Dæmi um mót sem tryggingar tengdar alþjóðaskírteininu ná EKKI yfir.
Indoor World Series, Norðurlandamót (fullorðinna og ungmenna), Ólympíuleikar, Evrópuleikar, öll Öldunga mót (HM/EM/HL/EL) og öll önnur mót þar sem skráning fer fram í gegnum „Open Wareos“ eða í gegnum mótshaldara beint. Tengt tryggingar málum á þessi mót sjá „Almennt“ hluta efst á síðunni. Þetta á einnig við öll innlend mót innan vébanda BFSÍ. (Ólympíuleikar og Evrópuleikar eru ekki mót á vegum BFSÍ heldur ÍSÍ. ÍSÍ sér um tryggingar á mótum á vegum ÍSÍ og því nær alþjóðaskírteini WorldArchery ekki yfir þau mót)

Ítarlegri upplýsingar um skilmála alþjóðaskírteinisins og hvað er innifalið í alþjóðaskírteininu koma síðar þegar BFSÍ fær nákvæmar upplýsingar um samninginn við alþjóðlega tryggingarfélagið sem sér um tryggingarnar. (líklega í mars/apríl 2022 koma nánari upplýsingar en þar til þá eru grófar upplýsingar hér á mynd sem BFSÍ fékk frá WorldArchery á fjarfundi í desember)

Upplýsingafundinum er lokið.

Í glærunum hér er hægt að finna hvað var rætt um á fundinum og í skjalinu hér fyrir neðan er hægt að finna upplýsingar um tryggingunar og hvað hún nær yfir á nokkrum tungumálum.

Upplýsingar um tryggingar sem tengdar eru alþjóðaskírteininu WA_IMSSA_insurance_information

Ef þú hefur spurningar tengt tryggingarmálum í íþróttinni ekki hika við að hafa samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is