Iðkenda tölfræði BFSÍ

Nokkuð jafn vöxtur BFSÍ síðasta áratug. 2019 skráði Skotíþróttafélag Ísafjarðar óvart alla sína iðkendur í bogfimi, sem útskýrir óeðlilega hoppið 2019. Ef tekið er tillit til þeirra mistaka þá er vöxturinn búinn að vera mjög jafn milli ára. Fallið 2016 var fyrsta tiltekt í iðkendaskrám hjá Boganum og Freyju sem var svo viðhaldið árlega til að sýna betur rauntölur. Iðkendatölur BF Bogans koma fyrst inn í tölur 2014, en félagið var stofnað 2012 og var í umsóknarferli að ÍSÍ og UMSK upp að þeim punkti sem útskýrir stórt hopp 2014.

Mikil aukning ungmenna þrátt fyrir stutt fall í faraldrinum. Að hluta vegna áherslu BFSÍ á ungmennastarf og að hluta þar sem stærstu aðildarfélög BFSÍ færðu starfsemi sína í Nóra/Sportabler og endurspeglar því betur rauntölur. 2018 breyttust líka áherslur úr því að miða mest á fullorðins starf í það að miða mest á ungmenna starf. Sem hefur skilað góðum árangri.

Mikið fall hefur verið á eldri iðkendum í kórónuveirufaraldrinum. Það er bæði vegna faraldursins og vegna þess áherslur BFSÍ og flestra félaga var að einbeita sér að ungmennastarfi og lágmarka áhrifin þar.

Vert er að geta að BF Boginn er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum með miklum mun og það ætti því ekki að nota það sem staðal til samanburðar við önnur bogfimifélög á Íslandi, sem eru mun nær venjulegum iðkendafjölda félaga á Norðurlöndum. Ef fleiri aðildarfélög BFSÍ tileinka sér aðferðafræði og nálgun BF Bogans að fjölgun iðkenda og starfi félagsins (sem er byggt meira upp eins og íþróttafélag í hópaíþrótt) þá er gífurlega björt framtíð fyrir Bogfimi á Íslandi.

BFSÍ er um 35% af stærð Finnlands og Danmerkur, þrátt fyrir að Ísland sé aðeins um 6% af stærð þeirra landa í íbúatölum.

Það sést en betur á iðkendum eftir höfðatölu að vel er staðið að starfi á Íslandi. Og Norðurlöndin almennt á pari við eða hærri en meðaltölur í Evrópu.

Landsliðsverkefni tölfræði BFSÍ

Árið 2011 og fyrr voru 0 íþróttamenn skráðir í bogfimi í iðkenda tölfræði ÍSÍ. Þó að ýmis íþróttafélög og áhugamenn hafi stundað íþróttina sér til dægrardvalar í áratugi þá var ekkert skipulagt afreksstarf í íþróttinni. Skipulagt afreksstarf í íþróttinni hófst í raun á árunum 2012-2013 og því aðeins haldið utan um tölfræði Íslensks afreksstarfs í bogfimi frá árinu 2013.

Á heildina litið (ef horft er framhjá Covid högginu) er mjög jafn vöxtur búinn að vera í þátttöku Íslands í erlendum landsliðsverkefnum síðasta áratug. Svo hækkar tala þeirra sem komast áfram eftir undankeppni í að nánast allir komast áfram 2017 og síðar. Fjölgun íþróttafólks sem kemst í úrslit fjölgar frá árinu 2016. Vonum að fjöldi verðlaunahafa fylgi svo því trendi í framtíðinni. (Vert er að geta að 2017 var bogfimi tekin inn sem aukagreina á Smáþjóðaleikum og þar sem erfiðleikastig þess móts er lágt m.v. önnur mót í Evrópu og heiminum, þar sem aðeins 9 minnstu þjóðir í Evrópu keppa þar, var úrslita og verðlaunahafa tala hærri á því ári en venjulega, ef það mót er fjarlægt úr tölfræði er mjög jafn vöxtur á íþróttamönnum sem komast í úrslit og vinna til verðlauna í landsliðsverkefnum á vegum Evrópska- og alþjóðabogfimisambandsins frá árinu 2016)

Covid setti stórt strik í tölfræðina og sýnir því illa vöxtinn á íþróttinni 2020-21. Sveifla var lengi á þátttökufjölda eftir því hvar í heiminum HM/EM voru haldin, þar sem enginn fjárstuðningur var í boði fyrir íþróttafólk áður en BFSÍ var stofnað í desember 2019. EM innandyra var aflýst 2020 og 2021 vegna Covid og svo 2023 vegna náttúruhamfara í Tyrklandi (jarðskjálfta). En það var haldið 2022 sem sýnir hoppið í þátttöku. Það verður því langt þar til að þessar tölur munu sína markverða þróun.

2017 var eina skiptið sem keppt var í bogfimi á Smáþjóðaleikum (eða EM Smáþjóða eins og sum sérsambönd virðast kalla það). Sem útskýrir óvenjulega sveiflu eitt árið þar sem mun fleiri komast í úrslit og vinna til verðlauna en venjulega væri í mótum með þátttöku á heimsvísu.

Áherslum var breytt 2016-17 og meiri áhersla sett á hæfileikamótun og ungmenna landsliðsverkefni. Með því fylgja hærri þátttökutölur og árangur í C landsliðsverkefnum á árunum þar á eftir.

Staða á heims- og Evrópulistum

Til að auðvelda fyrir almennum iðkendum og áhugamönnum að sjá stöðu BFSÍ í heiminum og í Evrópu er hægt að sjá töflurnar hér fyrir ofan Þær svara á eins einfaldan máta og mögulegt er tveim spurningum: „Hvað er hæsta lið BFSÍ á afrekslistum í heiminum og í Evrópu?“ og „Hvað er hæsti íþróttamaður BFSÍ á afrekslistum í heiminum og Evrópu?“. Þá er aðeins verið að miða við „klassíska“ heims- og Evrópulistann utandyra.

Samtals eru 42 ranking listar sem heimssambandið heldur utan um. 10 heimslistar og 10 Evrópulistar, 16 World Series heimslistar og 6 World Cup heimslistar (og þá er ekki verið að nefna ranking lista fatlaðra sem eru 22 listar). BFSÍ er með einstaklinga sem eru hærri á þeim listum, en til einföldunar var ákveðið að nota þetta fyrirkomulag fyrir ofan.

Mismunandi fyrirkomulag er einnig tengt mismunandi heims- og/eða Evrópulistum. (einstaklinga, liða, blandað lið, kyn, keppnisgrein, íþróttagrein, aldursflokkur). Því getur verið erfitt að framsetja efnið á veg sem er auðvelt fyrir almenning að meðtaka.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á klassíska utandyra heimslistanum á síðustu árum og líklegt að sú þróun haldi áfram í að reyna að búa til einn heimslista hjá WA sem lýsir betur heildar stöðu í íþróttinni

Innlend móta tölfræði BFSÍ

Móta tölfræði var uppfærð áður en síðasta móti ársins 2022 var lokið. Verður uppfært aftur síðast.

Bogfimi er langmest stunduð innandyra á Norðurlöndum. En þó er meiri þátttaka í Víðavangsbogfimi á öðrum Norðurlöndum heldur en utandyra, sú þróun hefur dregist á eftir á Íslandi. Sem telst undaralegt þar sem við höfum átt íþróttafólk sem keppt hefur til verðlauna á Evrópumeistaramótum í víðavangsbogfimi. En erfitt hefur reynst að byggja upp áhuga á víðavangsbogfimi meðal almennra iðkenda.

Þátttakenda tölur voru í hröðum vexti upp að Covid. Nú kemur í ljós hve langan tíma það mun taka að jafna sig eftir faraldurinn. Erfitt er almennt að fá iðkendur til þess að taka þátt í mótum í okkar íþrótt. Flestir sem iðka íþróttina hafa ekki áhuga á því að keppa, og margir keppa ekki þar sem mikill getustigs munur er á milli iðkenda og því vita flestir nánast úrslitin áður en mótin eru haldin.

Samfélagsmiðlar BFSÍ

Ítarlegar fréttaskriftir hafa verið áhersla hjá BFSÍ á síðustu árum. Vel er þó vert að skoða að stytta fréttir og birta þess í stað fleiri fréttir sem eru ekki eins ítarlegar.

Það hefur verið alger sprenging í áhorfi og tímalengd áhorfa á Youtube rásinni Archery TV Iceland á milli ára. Stórt hopp hefur verið í alþjóðlegu áhorfi á rásina, en það er mest á leiki sem birtir eru eftir að mótum lýkur, myndskeið sem eru almennt um 6-10 mínútur.  Ísland er enþá í fyrsta sæti í áhorfi á bein streymi frá innlendum mótum sem er ástæða þess að tímalengd áhorfs er lengra á Ísland en annar staðar. BFSÍ stendur meðal fremstu sérsambanda á Íslandi í þeim málum og gerðarlega séð meðal stórþjóða alþjóðlega. Landsmenn margra landa hafa nálgast Íslendinga til að fá ráð um hvernig þeir geta gert það sama í sínum löndum.