Í heilbrigðisteymi BFSÍ eru skilgreindir:

 • Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur.
 • Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur
 • Ýmsir sjúkraþjálfarar

Ekki er sérstakur skilgreindur sjúkraþjálfari þar sem þörf íþróttamanna er mismunandi, sérhæfing sjúkraþjálfara er mismunandi og staðsetning afreksmanna um landið gerir þeim oft auðveldara að sækja sér sjúkraþjálfun í heimabyggð.

Íþróttafólk sem skilgreint er í hópa BFSÍ árlega (landslið, ungmennalandslið og hæfileikamótun) stendur til boða að fá eftirfarandi þjónustu niðurgreidda:

 • 1 tími á ári hjá íþróttasálfræðingi BFSÍ
  • (BFSÍ getur komið að niðurgreiðslu fleiri tíma. Aðkoma BFSÍ að kostnaði tengt viðbótar tímum er metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni í samstarfi við viðkomandi sérfræðing og íþróttamann)
 • 1 tími á ári hjá næringarfræðingi BFSÍ
  • (BFSÍ getur komið að niðurgreiðslu fleiri tíma. Aðkoma BFSÍ að kostnaði tengt viðbótar tímum er metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni í samstarfi við viðkomandi sérfræðing og íþróttamann)
 • 2 tímar á ári hjá sjúkraþjálfara í almennt fyrirbyggjandi eftirlit
  • (BFSÍ getur komið að niðurgreiðslu fleiri tíma. Aðkoma BFSÍ að kostnaði tengt viðbótar tímum er metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni í samstarfi við viðeigandi sérfræðing og íþróttamann)
 • Sérstök verkefni vegna annarra sérfræðinga sem eru ekki skilgreindir sérstaklega í heilbrigðisteymi sambandsins. Metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni í samstarfi við viðeigandi sérfræðingi og íþróttamanni. (s.s. vegna almennra slysa/meiðsla, vegna landsliðsverkefnum og slíkt)

Mögulegt er að fleiri sérfræðingum verði bætt í teymið í framtíðinni þegar að frekara fjármagn er í boði til þess að auka umgjörð heilbrigðisteymisins.

Í landsliðsverkefnum er leitast til að nota sjúkraþjálfara í samstarfi við mótshaldara, heimaþjóðar eða samstarfs þjóð.

Íþróttafólk í hópum BFSÍ getur bókað tíma hjá heilbrigðisteymi BFSÍ í gegnum íþróttastjóra BFSÍ.

BFSÍ mun einnig bjóða af og til í fyrirlestra eða vinnustofur hjá sérfræðingum s.s. íþróttasálfræðingur eða næringaráðgjafi. Þegar það er mögulegt er almennum félagsmönnum aðildarfélaga BFSÍ boðin þátttaka í slíkum verkefnum (s.s. netfyrirlestrum).