Heilbrigðisteymi BFSÍ

Í heilbrigðisteymi BFSÍ eru skilgreindir:

 • Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur.
 • Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur
 • Ýmsir sjúkraþjálfarar s.s.:
  • Þórhallur Guðmundsson – Tengiliður Afreksfólks á Norðurlandi og sjúkraþjálfun í völdum landsliðsverkefnum
  • Jure Dobersek (Slóvenía) – Tilfallandi þátttaka í völdum landsliðsverkefnum
  • Samstarf í landsliðsverkefnum við Tyrkneska og Þýska liðið og sjúkraþjálfara þess
 • IMSSA (International Medical & Security Sports Assistance) – Sjúkratryggingar og aðgengi að læknaþjónustu á heimsvísu í landsliðsverkefnum. (sjá nánari um tryggingar hér https://bogfimi.is/tryggingarmal/)

(Ekki er sérstakur skilgreindur sjúkraþjálfari sem sér um allt starf í heilbrigðisteymi, m.a. þar sem þörf íþróttamanna er mismunandi, sérhæfing sjúkraþjálfara er mismunandi og staðsetning afreksmanna um landið gerir þeim oft auðveldara að sækja sér sjúkraþjálfun í heimabyggð. Einnig með því að hafa fleiri til taks eru meiri möguleikar að finna sjúkraþjálfara til að taka þátt í áherslu landsliðsverkefnum BFSÍ þegar þess reynist þörf.)

Íþróttafólk í A/B landsliðsverkefnum BFSÍ stendur til boða að fá þjónustu heilbrigðisteymis BFSÍ niðurgreidda að fullu eða að hluta. Ákvörðun aðkomu BFSÍ að niðurgreiðslu kostnaðar er byggt á mati íþróttastjóra BFSÍ á æfingamagni, keppnisáætlun og þörf hvers íþróttamanns tengt undirbúningi fyrir landsliðsverkefni. En hér fyrir neðan er hægt að finna gróft viðmið:

Viðmið fyrir íþróttamenn sem eru að ná A-viðmiðum:

 • 6-12 tímar á ári hjá íþróttasálfræðingi BFSÍ (viðmið er annan hvern mánuð til mánaðarlega eftir aðstæðum)
 • 12-24 tímar á ári hjá sjúkraþjálfara eða sjúkranuddara (viðmið er einu sinni til tvisvar í mánuði)
 • 1 tími á ári hjá næringarfræðingi BFSÍ

Viðmið fyrir íþróttamenn sem eru að ná B-viðmiðum:

 • 4 tímar á ári hjá íþróttasálfræðingi BFSÍ (viðmið er á 3 mánaða fresti)
 • 6 tímar í mánuði hjá sjúkraþjálfara eða sjúkranuddara í fyrirbyggjandi eftirlit og/eða meðferð (viðmið er annan hvern mánuð)
 • 1 tími á ári hjá næringarfræðingi BFSÍ

Viðmið fyrir aðra íþróttamenn í landsliðsverkefnum:

 • 1 tími á ári hjá íþróttasálfræðingi BFSÍ
 • 1 tími á ári hjá sjúkraþjálfara í fyrirbyggjandi eftirlit

(ATH þetta er viðmið til að gefa dæmi, ekki regla)

Íþróttamönnum í landsliðsverkefnum er ekki skylt að notfæra sér heilbrigðisteymi BFSÍ, en þeir eru hvattir til þess að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu sinni tengt sinni iðkun og keppni. Ef verkir eru til staðar ekki fresta að leita aðstoðar

BFSÍ getur komið að niðurgreiðslu fleiri tíma. Aðkoma BFSÍ að kostnaði tengt viðbótar tímum er metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni í samstarfi við viðkomandi sérfræðing.

Aðkoma BFSÍ að kostnaði annarra sérfræðinga sem eru ekki skilgreindir sérstaklega í heilbrigðisteymi sambandsins er metið af íþróttastjóra BFSÍ hverju sinni. (t.d. vegna slysa/meiðsla eða sérstakra þarfa eða annars)

Íþróttafólk sem áætlað er til þátttöku í landsliðsverkefnum BFSÍ getur bókað tíma með heilbrigðisteymi BFSÍ í gegnum íþróttastjóra BFSÍ.

Í landsliðsverkefnum er oftast leitast til að nota sjúkraþjálfara/heilbrigðisteymi í samstarfi við mótshaldara, heimaþjóð eða samstarfs þjóð, til að eiga við þau mál sem upp geta komið á mótum.

BFSÍ getur einnig boðið af og til upp á fyrirlestra með sérfræðingum t.d. íþróttasálfræðingi eða næringafræðingi. Þegar það er mögulegt er almennum félagsmönnum aðildarfélaga BFSÍ einnig boðin þátttaka í slíkum verkefnum (t.d. netfyrirlestrum).