Í heilbrigðisteymi BFSÍ eru:

  • Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur.
  • Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur
  • Ýmsir sjúkraþjálfarar

Ekki er sérstakur skilgreindur sjúkraþjálfari þar sem þörf íþróttamanna er mismunandi og staðsetning afreksmanna um landið gerir þeim auðveldara að sækja sér sjúkraþjálfara í heimabyggð.

Hægt er að bóka tíma hjá heilbrigðisteyminu í gegnum BFSÍ.

Líklegt er að fleiri sérfræðingum verði bætt í teymið í framtíðinni þegar að frekara fjármagn er í boði til þess að auka umgjörð heilbrigðisteymisins.