Starfsmenn Bogfimisambands Íslands

Gummi Guðjóns

Íþróttastjóri og starfandi framkvæmdastjóri - 100%

Gummi (Guðmundur) er íþróttastjóri BFSÍ og sér um allt sem kemur að afreksmálum innan BFSÍ, skipulagi, framkvæmd, vali, þjálfun o.s.frv.Gummi er með hæstu þjálfararéttindi innan WA (stig 3) og heimsálfudómari (CJ) Evrópusambandsins. Ásamt því hefur Gummi setið og haldið mörg önnur námskeið tengt þjálfun og dómgæslu á rúmum áratugsferli í íþróttinni. Gummi hefur einnig verið stærsti drifkraftur í uppbyggingu Bogfimiíþrótta á Íslandi síðustu tvo áratugi og var kjörinn formaður BFSÍ 2021.

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested

Móta og fræðslustjóri - 100%

Valgerður sér meðal annars um skipulag og framkvæmd móta BFSÍ, skipulag og framkvæmd útbreiðslu og fræðslumála og skipulag og framkvæmd C landsliðsverkefna með opinni þátttöku í samstarfi við aðildarfélög BFSÍ (t.d. NUM). Valgerður var á íþrótta- og lýðheilsubraut í framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, eftir að hún útskrifaðist úr FMOS hóf Valgerður störf hjá BFSÍ. Valgerður hefur einnig setið nokkur námskeið á vegum heims- og Evrópusambandsins s.s. þjálfaranámskeið, Technical Delegate námskeið o.s.frv.