BFSÍ þjálfarar

Á þessari síðu verður hægt að finna upplýsingar um BFSÍ þjálfara, þegar að nýtt þjálfarakerfi verður sett í gang.

Síðan er í vinnslu.

Skilgreiningar:
    • Leiðbeinandi: er einstaklingur sem hefur lokið bogfimi þjálfara námskeiði að hluta eða í heild en hefur ekki lokið/náð prófi fyrir þjálfarastig hjá BFSÍ.
    • BFSÍ þjálfari 1: hefur setið viðeigandi námskeið og náð prófi. Hann er þjálfari byrjenda og barna og er mikilvægasti þjálfarinn sem sér um grunninn á öllu bogfimistarfi. Markmið BFSÍ þjálfara 1 er að kynna nýju fólk fyrir íþróttinni, kenna þeim grunninn og koma þeim upp á það stig að þeir geti tekið þátt í mótum.
    • BFSÍ þjálfari 2: hefur setið viðeigandi námskeið og náð prófi. Hann er þjálfari lengra komina iðkenda og getur séð um hæfileikamótun og tekið þátt sem þjálfari í B landsliðsverkefnum.
    • BFSÍ þjálfari 3: hefur setið viðeigandi námskeið hjá World Archery og náð skriflegu og verklegu prófi hjá BFSÍ. BFSÍ er þjálfari afreksfólks og iðkenda sem æfa sig daglega eða oft á dag.

Þjálfarastig BFSÍ eru samræmd að þjálfarastigum heimssambandsins WA.

Athugið þetta er listi af þjálfurum sem hafa tekið og staðist þjálfara próf BFSÍ.