BFSÍ þjálfarar

Þjálfarastig BFSÍ eru samræmd að þjálfarastigum heimssambandsins WA. (stig 1 BFSÍ námskeið samsvarar stig 1 WA námskeiði o.sv.frv.).

Hér er listi yfir þjálfara sem hafa tekið og staðist þjálfara próf BFSÍ. Síðast uppfært 17.01.2021

BFSÍ Þjálfari 3 Þeir sem hafa lokið prófi stig 3
Nafn Aðildarfélag Réttindi til
Guðmundur Örn Guðjónsson Boginn 2024
BFSÍ Þjálfari 2 Þeir sem hafa lokið prófi stig 2
Nafn Aðildarfélag Réttindi til
4 ára fresti
BFSÍ Þjálfari 1 Þeir sem hafa lokið prófi stig 1
Nafn Aðildarfélag Réttindi til
Astrid Daxböck Boginn 2023
Haraldur Gústafsson Skaust 2023
Indriði Ragnar Grétarsson Tindastóll 2024
Sveinn Stefánsson Hrói Höttur 2024
Ragnar Þór Hafsteinsson Boginn 2024

Skilgreiningar:

    • Leiðbeinandi: er einstaklingur sem hefur lokið bogfimi þjálfara námskeiði að hluta eða í heild en hefur ekki lokið/náð prófi fyrir þjálfarastig hjá BFSÍ. (listinn hér inniheldur ekki leiðbeinendur, aðeins þá sem hafa lokið þjálfaraprófi)
    • BFSÍ þjálfari 1: hefur setið viðeigandi námskeið og náð prófi. Hann er þjálfari byrjenda og barna og er mikilvægasti þjálfarinn sem sér um grunninn á öllu bogfimistarfi hjá íþróttafélögum. Markmið BFSÍ þjálfara 1 er að kynna nýju fólk fyrir íþróttinni, kenna þeim grunninn og koma þeim upp á það stig að þeir geti tekið þátt í mótum.
    • BFSÍ þjálfari 2: hefur setið viðeigandi námskeið og náð prófi. Hann er þjálfari lengra komina iðkenda og getur komið að hæfileikamótun.
    • BFSÍ þjálfari 3: hefur setið WA level 3 námskeið hjá World Archery og náð skriflegu og verklegu prófi hjá BFSÍ. BFSÍ stig 3 er þjálfari afreksfólks og afreksefna sem æfa sig nánast daglega.

Til þess að ljúka þjálfarastigi þarf einnig að taka almennt þjálfara stig hjá ÍSÍ.