Í þjálfun fer BFSÍ eftir viðmiðum Evrópu- (WAE) og heimssambandsins (WA)

Þjálfaramenntun BFSÍ fer fram af þjálfara kennurum WA. Á námskeiðum BFSÍ er bætt við upplýsingum um Íslenskar reglur og aðstæður sem íslenskir þjálfarar þurfa að þekkja.

Ef þú hefur áhuga á þjálfaramenntun hafðu samband við aðildarfélagið þitt eða skráðu áhuga þinn í skráningunni neðst á síðuni.

BFSÍ stefnir að því að halda þjálfaranámskeið stig 1 eða 2 árlega, eftir áhuga og eftirsókn aðildarfélaga hverju sinni. BFSÍ aðstoðar aðildarfélögin við að senda einstaklinga á WA námskeið fyrir þjálfarastig 3 erlendis þegar/ef áhugi er fyrir því.

Þjálfarastig BFSÍ

 • BFSÍ þjálfarastig 1 er kennt af BFSÍ/WA á Íslandi og/eða í fjarmenntun.
 • BFSÍ þjálfarastig 2 er kennt af BFSÍ/WA á Íslandi.
 • BFSÍ þjálfarastig 3 er kennt af WA erlendis.

Lengd námskeiðana er áætlað: Stig 1 er almennt um 7 dagar, stig 2 er um 7-9 dagar og stig 3 er um 8-10 dagar.

Kröfur til þess að sitja þjálfaranámskeið.

Kröfurnar eru settar af WA og ÍSÍ, en hægt er að fá undanþágu frá ákveðnum kröfum þar sem við á s.s. á nýjum svæðum þar sem ekki er möguleiki á því að stunda bogfimiíþróttir o.s.frv. Ef þú hefur áhuga hafðu alltaf samband og sýndu áhuga.

BFSÍ/WA þjálfara stig 1 kröfur

 • Að ljúka þjálfarastigi 1 hjá ÍSÍ
 • Að vera skráður af og í aðildarfélag BFSÍ.
 • Að hafa æft bogfimi reglubundið í a.m.k. 2 ár og hafa tekið þátt í a.m.k. 2 íslandsmetahæfum mótum. Eða hafa leiðbeint á námskeiðum aðildarfélags í a.m.k. 1 ár.
 • Að hafa lokið Alpha námskeiði á vegum WADA.
 • Að hafa lokið námsefni sem er sent á skráða þátttakendur nokkrum vikum fyrir námskeið.

BFSÍ/WA þjálfara stig 2 kröfur

BFSÍ/WA þjálfara stig 3 kröfur

 • Að ljúka þjálfarastigi 3 hjá ÍSÍ
 • Að vera skráður af og í aðildarfélag BFSÍ.
 • Að hafa þjálfað hjá aðildarfélagi BFSÍ í a.m.k. 1 ár sem stig 2 þjálfari.
 • Að hafa lokið námsefni sem er sent á skráða þátttakendur nokkrum vikum fyrir námskeið.

Styrkir vegna þjálfarmenntunar

Mörg íþróttafélög, íþróttahéröð og bæjarfélög bjóða upp á styrki vegna þjálfaramenntunar til íþróttafélaga. Einnig er hægt að sækja um tvisvar á ári í verkefnasjóð ÍSÍ vegna þjálfaramenntunar og UMFÍ veitir einnig styrki vegna þjálfaramenntunar. Hafðu samband við aðildarfélagið þitt til þess að fá aðstoð við og upplýsingar um styrkja umsóknir.

Efni fyrir þjálfara

Þjálfara handbækurnar eru hugsaðar sem uppfletti bækur af aðferðum, leikjum, o.fl. til að bæta og auka þekkingu þjálfara. Það er ekki gert ráð fyrir því að þeir sem sitji námskeiðið kunni handbækurnar utan að í heild sinni. Margt af því sem er í handbókunum muntu aldrei nota, annað muntu jafnvel nota á hverri æfingu.

Þjálfarahandbók WA stig 1 – Coaching_Manual_Level1

Þjálfarahandbók WA stig 2 – Coaching_Manual_Level2

Ef til kemur að meiri áhugi er en komast að á þjálfaranámskeiði þá verður valið á námskeiðið byggt á iðkendafjölda aðildarfélaga (hvert aðildarfélag mun þó hafa að lágmarki möguleika á því að senda einn einstakling hverju sinni).

Þjálfarar sem hafa þegar lokið þjálfarastigi geta óskað eftir því að sitja námskeið aftur og fá það ef það eru laus pláss.