Þjálfaramenntun

BFSÍ er að vinna í því að setja upp sitt eigið þjálfaramenntunar kerfi sem er byggt á kerfi heimssambandsins WorldArchery. Þar til þetta kerfi verður virkt (áætlað 2020) munum við notfæra okkur menntunarkerfi heimssambandins WA (sjá neðst á síðu)

Þjálfara menntun fyrir hvert stig saman stendur af 3 pörtum, „Búnaður/stillingar“, „form/tækni“ og „þjálfaranámskeiði“. Námskeiðunum er skipt upp á þennan veg svo að hægt sé að halda hvert námskeið yfir eina helgi. Frekar en að vera með þjálfara námskeið yfir heila viku. Þetta kerfi bíður einnig upp á að iðkenndur sem vilja auka þekkingu sína á formi/tækni eða búnaði/stillingum geta gert það án þess að taka þjálfarahlutann.

Námskeið

Kröfur til að sitja námskeið

Leiðbeinandi Engar opið öllum
Búnaður/stillingar Stig 1 Engar opið öllum
Búnaður/stillingar Stig 2 Hafa lokið Búnaður/stillingar stig 1
Búnaður/stillingar Stig 3 Hafa lokið Búnaður/stillingar stig 2
Form/tækni Stig 1 Engar opið öllum
Form/tækni Stig 2 Hafa lokið Form/tækni stig 1
Form/tækni Stig 3 Hafa lokið Form/tækni stig 2
Þjálfaranámskeið Stig 1 Hafa lokið Búnaður1 og Form1, og verið leiðbeinandi eða keppandi á háu stigi í a.m.k. 2 ár
Þjálfaranámskeið Stig 2 Hafa lokið Búnaður2, Form2 og 2 ára reynsla sem Þjálfari 1
Þjálfaranámskeið Stig 3 Hafa lokið Búnaður3, Form3 og 2 ára reynsla sem Þjálfari 2

Einnig verður boðið upp á námskeið óreglulega fyrir þjálfara um sjaldgæfari hluti bogfimi á Íslandi t.d. vallarbogfimi (field), 3D bogfimi, blindra bogfimi, fatlaðra bogfimi, hlaupa bogfimi, skíða bogfimi o.sv.frv.

Skilgreiningar.

Búnaðar/stillingar námskeið er opið öllum sem vilja safna sér þekkingar á búnaði og stillingum, sama hvort að þeir vilja verða þjálfarar eða ekki (hvert námskeið er 1 helgi)
Form/tækni námskeið er opið öllum sem vilja safna sér þekkingar á formi og tækni sama hvort að þeir vilja verða þjálfarar eða ekki (hvert námskeið er 1 helgi)
Leiðbeinenda námskeið eru opin öllum og eru góð fyrir ný félög, foreldra ofl sem stunda ekki bogfimi eða þekkja ekki mikið til íþróttarinnar en vilja læra inn á íþróttina og t.d. aðstoða þjálfara í félögum eða sín eigin börn. Leiðbeinandi getur aðstoðað fólk sem hefur ekki stundað bogfimi áður að taka fyrstu skrefin í bogfimi.
Þjálfari stig 1 – Þjálfari byrjenda – félagsþjálfari
Þjálfari stig 2 – Þjálfari afreksefna og hæfileikamótun
Þjálfari stig 3 – Þjálfari afreksfólks og afreksefna

Þjálfaranámskeið á vegum heimssambandsins WorldArchery

Hér fyrir neðan er hægt að finna þjálfaranámskeið sem eru í boði hjá heimssambandinu og upplýsingar um þjálfun.

WA level 1 er metið sem Þjálfari 1
WA level 2 er metið sem Þjálfari 2
WA level 3 er metið sem Þjálfari 3

https://worldarchery.org/Coaching

https://extranet.worldarchery.org/documents/index.php/documents/?doc=919

Þjálfaranámskeið hjá World Archery Excellence Center

Ef þú hefur áhuga á að fara á eitthvað af þessum þjálfaranámskeiðum á vegum WA hafðu samband við bogfiminefndina bogfimi@bogfimi.is og hún hjálpar þér við skráningu.

Styrkir vegna þjálfarmenntunar

Einnig bjóða mörg félög og héraðssambönd upp á styrki vegna þjálfaramenntunar til að minnka kostnað við þjálfaramenntun. Og það er hægt að sækja um tvisvar á ári í verkefnasjóð ÍSÍ vegna þjálfaramenntunar. Því má gera ráð fyrir því að slíkar ferðir til menntunar væru þjálfurum kostnaðar littlar. Við getum hjálpað þér um að sækja um styrki. Hafður samband ef þú hefur áhuga bogfimi@bogfimi.is

Efni fyrir þjálfara

Þjálfarahandbók WA stig 1 er mjög löng og við skiptum henni niður í þægilegri einingar fyrir neðan.

Hugsið um þjálfarahandbókina sem uppfletti bók til að læra meira í framtíðinni eftir að vera byrjaður að þjálfa byrjendur.

Þjálfarahandbók WA stig 1 öll bókin- Coaching_Manual_Level1

00-Inngangur-lvl1
01-Grunnur-leiðbeinendur-lvl1
02-Öryggi-lvl1
03-Coaching-philosiphy-lvl1
04-Byrjendanámskeið-lvl1
05-Kennslu-aðferðir-og-ráð-lvl1
06.01-Staða-lvl1
06.02-4-Grip-lvl1
06.05-6-Uppsetning-stöðu-lvl1
06.07-Pre-draw-lvl1
06.08-Dragið-lvl1
06.09-Festupunktar-lvl1
06.10-Expansion-lvl1
06.11-Miða-lvl1
06.12-Slepping-lvl1
06.13-Clearance-lvl1
06.14-15-Fylgja eftir og Öndun-lvl1
07.07-Vandamál-lvl1
08-Gamaldags-bogar-lvl1
09-Búnaður-lvl1
10-Fatlaðir-byrjendur-lvl1
11-Upphitun-lvl1
11-Æfingar-Almennur-Styrkur-lvl1
11-Æfingar-Jafnvægi-lvl1
11-Æfingar-Skot-Styrkur-lvl1
12-Ýmsir-leikir-lvl1

Þjálfarahandbók WA stig 2

Þjálfarahandbók WA stig 2 – Coaching_Manual_Level2