Í þjálfun fer BFSÍ eftir viðmiðum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og World Archery (WA)

Þjálfaramenntun BFSÍ sérgreinahluti fer fram af þjálfara kennurum WA. Á þeim námskeiðum BFSÍ er almennt bætt við upplýsingum um Íslenskar bogfimi reglur og aðstæður sem þjálfarar á Íslandi þurfa að þekkja.

BFSÍ stefnir að því að halda þjálfaranámskeið árlega, eftir áhuga og eftirsókn aðildarfélaga hverju sinni. En að námskeið fyrir þjálfarastig 3 þurfi þjálfarar aðildarfélaga að ljúka erlendis hjá WA, þar sem almennt eru færri sem sitja stig 3 námskeiðin (en ef áhugi verður nægilegur á einhverjum tímapunkti mun BFSÍ skoða að halda slíkt á Íslandi)

Þjálfarastig BFSÍ

  • BFSÍ þjálfarastig 1 er kennt af BFSÍ/WA á Íslandi.
  • BFSÍ þjálfarastig 2 er kennt af BFSÍ/WA á Íslandi.
  • BFSÍ þjálfarastig 3 er kennt af WA erlendis.

Lengd námskeiða

  • Stig 1 er um 7 dagar
  • Stig 2 er um 7-9 dagar
  • Stig 3 er um 8-10 dagar
  • Hver dagur á námskeiði er almennt á milli 7-10 klukkustundir.

Kröfur til þess að sitja þjálfaranámskeið

Hér eru samantekt af helstu viðmiðum sem settar eru af WA, ÍSÍ og/eða BFSÍ fyrir hvern hluta þjálfaramenntunar fyrir sig.

Leiðbeinandi (bóklegi hluti BFSÍ/WA þjálfara stig 1)

  • Að vera meðlimur að aðildarfélagi BFSÍ.
  • Að lesa WA Level 1 coaching manual
  • Að skrá sig í skráningu hér eða neðst á síðu á online námskeið.

BFSÍ/WA þjálfara stig 1 verklegi hluti

  • Að hafa lokið þjálfarastigi 1 hjá ÍSÍ
  • Að hafa lokið bóklega hluta þjálfara stigi 1
  • Að vera skráður á námskeiðið af aðildarfélagi BFSÍ sem viðkomandi er meðlimur í.
  • Að hafa lokið viðeigandi námskeiði á vegum World Anti Doping Agency – WADA.
  • Að hafa lokið námsefni sem er sent á skráða þátttakendur nokkrum vikum fyrir námskeið.
  • Að hafa góða kunnáttu á Ensku (þar sem námskeiðið fer fram á Ensku)
  • Að hafa eftirfarandi reynslu:
    • Að hafa æft bogfimi reglubundið í a.m.k. tvö ár og hafa tekið þátt í a.m.k. tveim Íslandsmótum.
    • Eða hafa leiðbeint á námskeiðum/æfingum aðildarfélags í a.m.k. eitt ár eftir að hafa lokið bóklega hluta þjálfara stigs 1.

BFSÍ/WA þjálfara stig 2

  • Að hafa lokið þjálfarastigi 2 hjá ÍSÍ
  • Að vera skráður á námskeiðið af aðildarfélagi BFSÍ sem viðkomandi er meðlimur í.
  • Að hafa lokið viðeigandi námskeiði á vegum World Anti Doping Agency – WADA.
  • Að hafa lokið námsefni sem er sent á skráða þátttakendur nokkrum vikum fyrir námskeið.
  • Að hafa góða kunnáttu á Ensku (þar sem námskeiðið fer fram á Ensku)
  • Að hafa þjálfað hjá aðildarfélagi BFSÍ í a.m.k. eitt ár sem stig 1 þjálfari.

BFSÍ/WA þjálfara stig 3

  • Að ljúka þjálfarastigi 3 hjá ÍSÍ
  • Að vera skráður á námskeiðið af aðildarfélagi BFSÍ sem viðkomandi er aðili að.
  • Að hafa lokið námsefni sem er sent á skráða þátttakendur nokkrum vikum fyrir námskeið.
  • Að hafa góða kunnáttu á Ensku (þar sem námskeiðið fer fram á Ensku)
  • Að hafa þjálfað hjá aðildarfélagi BFSÍ í a.m.k. eitt ár sem stig 2 þjálfari.

(mögulegt er að fá undanþágu frá ákveðnum viðmiðum s.s. reynslu viðmiðum, en meta verður slíkt í hverju tilfelli fyrir sig)

Námsefni fyrir þjálfara

Þjálfara handbækur World Archery eru hugsaðar sem uppfletti bækur af aðferðum, leikjum, o.fl. til að bæta og auka þekkingu þjálfara. Það er ekki gert ráð fyrir því að þeir sem sitji námskeiðið kunni handbækurnar utan að í heild sinni. Margt sem er í handbókunum muntu kannski aldrei nota, annað muntu jafnvel nota á hverri æfingu. En vel vert að kynna sér vel allt efni í þeim.

Þjálfarahandbók WA stig 1 – Coaching_Manual_Level1

Þjálfarahandbók WA stig 2 – Coaching_Manual_Level2

https://worldarchery.sport/sport/education/coaching

Hvernig er valið á þjálfaranámskeið BFSÍ?

Öllum meðlimum aðildarfélaga BFSÍ er velkomið að taka bóklega hluta WA/BFSÍ þjálfarastigs 1. Þeir sem ljúka bóklega hluta WA/BFSÍ þjálfarastigs 1 teljast bogfimi leiðbeinendur en ekki bogfimi þjálfarar.

Markmiðið er að skapa virka þjálfara þar sem þörfin er mest hverju sinni innan vébanda BFSÍ. Aðildarfélög BFSÍ velja hverja þau vilja senda á þjálfaranámskeið WA/BFSÍ sem mæta kröfunum fyrir viðkomandi námskeið. BFSÍ hvetur aðildarfélögin að velja einstaklinga sem eru virkir í starfi aðildarfélagsins, s.s. sem leiðbeinendur eða þjálfarar á æfingum/námskeiðum félagsins, svo að sem mest þekking og reynsla skili sér inn í starf aðildarfélagsins. Ef þú hefur áhuga á þjálfaramenntun hafðu samband við aðildarfélagið þitt til að fá frekari upplýsingar.

Ef til kemur að meiri áhugi er en komast að á ákveðnu þjálfaranámskeiði þá er þeim aðildarfélögum forgangsraðað sem hafa aldrei sent einstakling á þjálfaranámskeið og/eða hafa aðeins einn virkan þjálfara í sínu starfi. Og svo er plássum úthlutað eftir iðkendatölum (semsagt alltaf horft til þess hvar mesta þörfin er hverju sinni). Ef pláss losna á þjálfaranámskeiði með stuttum fyrirvara velur starfsfólk BFSÍ hver fyllir í það pláss sem er á biðlista óháð félagi, áherslan er þá að tryggja að námskeiðið verði full nýtt. Þjálfarar sem hafa þegar lokið þjálfarastigi geta óskað eftir því að sitja sama þjálfarastig aftur og fá að gera það ef það eru laus pláss á námskeiði sem ekki er hægt að fylla með nýjum aðilum.

Hvað kosta þjálfaranámskeið?

Kostnaður hvers þjálfaranámskeiðs er breytilegur þar sem oft er um að ræða erlenda sérfræðinga sem fengnir eru til Íslands til þess að kenna námskeiðin og ferðakostnaður þeirra er mismikill. Einnig eru möguleikar á að BFSÍ geti orðið sér út styrki tengt haldi námskeiðanna sem lækkar verð á þeim. En hér eru gróf viðmið um kostnað námskeiða.

Þjálfarastig 1 bóklegi hluti – 0 til 4.500.kr
Þjálfarastig 1 verklegi hluti – 0 til 50.000.kr
Þjálfarastig 2  – 0 til 60.000.kr
Þjálfarastig 3 – 200.000 til 300.000.kr (m.v. ferðalag erlendis til að ljúka námskeiði).

Er hægt að fá styrki vegna þjálfaramenntunar?

Mörg íþróttafélög, íþróttahéröð og bæjarfélög bjóða upp á styrki vegna þjálfaramenntunar til meðlima íþróttafélaga. Einnig er hægt að sækja um tvisvar á ári í verkefnasjóð ÍSÍ vegna þjálfaramenntunar og UMFÍ veitir einnig styrki vegna þjálfaramenntunar. Hafðu samband við aðildarfélagið þitt til þess að fá aðstoð við og upplýsingar um styrkja umsóknir sem eru í boði á þínu svæði.

Er hægt að fá að sitja þjálfaranámskeið erlendis á vegum WA?

Já. Í raun er lítill munur á ferlinu við að sitja þjálfaranámskeið erlendis hjá WorldArchery (WA) og hjá BFSÍ þar sem þetta er sama kerfi og sömu kröfur. Þjálfarakennarar frá WA kenna þjálfaranámskeið á Íslandi. Einstaklingum sem vilja frekar ferðast erlendis til WA að taka þjálfaranámskeiðin þar hafa möguleika á því. Þetta er t.d. gert mikið í tilfelli þjálfarastigs 3 og getur verið gert fyrir þjálfarastig 1 eða 2 ef langt líður á milli slíkra námskeiða hjá BFSÍ. Til þess að sitja slík námskeið þarf að mæta kröfum fyrir viðkomandi námskeið og leyfisbréf frá BFSÍ um að viðkomandi mæti kröfum og megi sitja viðkomandi námskeið. Mögulegt er að finna námskeið á vegum WA í World Archery Excellence Center hér.

Hvernig byrja ég að læra að þjálfa?

Fyrsta skrefið er að lesa þjálfarahandbók WA stig 1 og taka svo bóklega hluta WA/BFSÍ stig 1 sem mögulegt er að skrá sig í hér fyrir neðan. Því næst að ljúka almenna hluta þjálfarastigs 1 hjá ÍSÍ. Svo að vera í góðum samskiptum við aðildarfélagið sitt um framhaldsmenntun og styðja við það í vexti og útbreiðslu bogfimi íþrótta 😊