Dómaramenntun

Til að fá dómararéttindi þarf að taka og ná prófinu hér.

Hægt er að bóka einkanámskeið fyrir þá sem vilja læra dómgæslu hjá bogfiminefnd ÍSÍ. Sendið email á bogfimi@bogfimi.is og segjið „Ég vill taka dómaranámskeið“ til að bóka einkanámskeið. Námskeiðið er rúmir 8 klukkutímar kostar 50.000.kr og er kennt eftir samkomulagi milli kennara og nemanda. (oftast 4 tímar á laugardegi og 4 tímar á sunnudegi). Námskeiðin eru haldin í Bogfimisetrinu. Oftast er hægt að sækja um styrki vegna námskeiðsins til íþróttfélagsins, héraðssambandsins eða bæjarfélagsins. Við hjálpum við styrkja umsóknir.

Okkar reynsla hinngað til er að einkanámskeið skila betri árangri og betri dómurum, því erum við ekki með hópanámskeið fyrir dómara lengur.

Dómarar geta einnig menntað sig sjálfir með því að læra reglur Heimssambandsins WA og Bogfimisambandi Íslands WAI og taka prófið á eigin spýtur.

Einnig er hægt að finna góðar upplýsingar í:

Dómarar þurfa að gera ráð fyrir því að þurfa að endurtaka prófið (eða stutt viðhaldspróf) á nokkura ára vegna reglubreytinga.

Þeir sem hafa verið landsdómarar í 2 ár eða lengur og hafa dæmt reglulega á stórmótum innanlands geta sótt um að fara á Heimsálfu dómararnámskeið hjá Evrópusambandinu. Slík námskeið eru venjulega haldin á 2-4 ára fresti. Hvert land má aðeins eiga 9 Heimsálfu dómara og af þeim mega vera 4 Alþjóða dómara.

Stór kostur við að vera alþjóða eða heimsálfu dómari er að allar ferðir til dómgæslu á mótum erlendis eru þeim að kostnaðarlausu.

Hér fyrir neðan er markmiðið að búa til grunn kennslu myndskeið sem geta hjálpað verðandi og núverandi dómurum til að læra eða rifja upp grunn reglur.