Fyrsta skrefið í átt að verða dómari er að skrá sig á dómaranámskeið hjá WA/BFSÍ. Skráningu á dómaranámskeiðið er hægt að finna hér. Öllum í aðildarfélögum BFSÍ er frjálst að taka dómara netnámskeiðið, það getur einnig gagnast íþróttamönnum sem vilja læra meira á íþróttina.

Ef þig vantar aðstoð eða frekari upplýsingar ekki hika við að hafa samband við BFSÍ eða aðildarfélagið þitt. Það vantar alltaf fleiri dómara og reglufróða 😊

Hér fyrir neðan er hægt að finna almennar upplýsingar um dómara, menntun og menntunarefni sem dómarar hafa aðgang að.

Landsdómari stig 1 kröfur

Landsdómari stig 2 kröfur

  • Hefur lokið landsdómarastigi 1.
  • Hefur lokið námskeiði og verklegu mati á vegum BFSÍ á skipulags og skorskráningar kerfinu Ianseo. (Sem stendur eru fáir sem leita í það og því er sett upp „1 on 1“ námskeið fyrir það þegar einstaklingar óska eftir því)

Dómarar eru sífellt hvattir til þess að auka þekkingu sína á reglum. Hér er hægt að finna upplýsingar og hlekki á ýmislegt efni sem dómarar þurfa að þekkja.

Eitt af þeim verkefnum sem dómarar eru mest kallaðir í er að dæma örvagildi örva í óvenjulegum aðstæðum. Því þurfa þeir að kunna að gera slíkt í öllum aðstæðum sem upp gætu komið. Hér er  5 skrefa kerfi sem Íslenskur heimsálfudómari bjó til, til þess að skora rétt í öllum tilfellum.

  1. Skora örvagildi margra skífa ef það eru margar skífur (í bókina þína).
  2. Skrifa örvagildin í röð, hæsta til lægsta (í bókina þína).
  3. Hringa utanum lægstu örvagildin (í bókina þína).
  4. Skrifa inn á skorblaðið frá hæsta til lægsta.
  5. Veita refsingar ef einhverjar eru með því að strika yfir hæsta örvagildið á skorblaðinu og skrifa M í staðin. (skotið fyrir eða eftir tíma og slíkt)

Hér fyrir neðan er markmiðið að búa til grunn kennslu myndskeið sem geta hjálpað verðandi og núverandi dómurum til að læra eða rifja upp grunn reglur.