Til að fá dómararéttindi þarf að taka og ná prófinu hér.

Verið er að vinna að því að búa til fjarnámskeið fyrir dómara á Íslensku sem inniheldur einnig sér íslenskar reglur. Þar til það er komið í gang mun BFSÍ notfæra sér fjarnámskeið á vegum WA.

Einstaklingar sem vilja verða dómarar þurfa að hafa meðmæli síns aðildarfélags til þess að taka námskeiðið og/eða prófið. Námskeiðið kostar 9.000.kr og aðildarfélagið er rukkað um gjaldið.

Einstaklingar geta menntað sig sjálfir með því að læra reglur Heimssambandsins WA og Bogfimisambandi Íslands WAI og taka prófið á eigin spýtur.

Einnig er hægt að finna góðar upplýsingar í:

Dómarar þurfa að gera ráð fyrir því að þurfa að endurtaka prófið (eða stutt viðhaldspróf) 4 ára fresti vegna reglubreytinga.

Stór hluti af því sem dómari gerir er að skora. Hér fyrir neðan er  5 stiga kerfi til að skora alltaf allar örvar rétt.

  1. Skora örvagildi margra skífa ef það eru margar skífur.
  2. Skrifa örvagildin í röð, hæsta til lægsta.
  3. Hringa utanum lægstu örvagildin.
  4. Skrifa inn á skorblaðið frá hæsta til lægsta.
  5. Veita refsingar ef einhverjar eru með því að strika yfir hæsta örvagildið á skorblaðinu og skrifa M í staðin.(skotið fyrir eða eftir tíma og svo framvegis)

Hér fyrir neðan er markmiðið að búa til grunn kennslu myndskeið sem geta hjálpað verðandi og núverandi dómurum til að læra eða rifja upp grunn reglur.