Athugið á þessari síðu er aðeins verið að fjalla um þjónustu sem er í boði fyrir aðildarfélög BFSÍ (semsagt þau íþróttafélög sem eru með bogfimideild og eru aðilar að BFSÍ).

Ef þú ert að leita að bogfimi námskeiði eða æfingum fyrir einstakling hafðu samband við aðildarfélög BFSÍ, þau skipuleggja námskeið/æfingar fyrir almenna iðkendur, sjá lista hér https://bogfimi.is/bogfimifelog/.

Ef þú ert að leita þér að því að prófa íþróttina í fyrsta skipti eða hefur bara áhuga á því að stunda hana til gamans mælum við með að hafa samband við Bogfimisetrið https://bogfimisetrid.is/setrid/. Bogfimisetrið er einn stærsti styrktaraðili Bogfimisambands Íslands og Bogfimisetrið er sérstaklega miðað á grasrótarstarfsemi (algera nýliða) þar sem allir geta komið og kynnst og haft gaman af íþróttinni.

Ef þú ert í stjórn aðildarfélags BFSÍ, eða íþróttafélags sem er að íhuga að byrja með bogfimideild og ganga til liðs við BFSÍ og ert að leita að þjónustu sem er í boði fyrir þitt félag ertu á réttum stað 😉. Það mikilvægasta í startið er alltaf að senda póst á BFSÍ bogfimi@bogfimi.is og biðja um ráðleggingar, sérfræðingarnir okkar aðstoða þig svo með næstu skref. Tilgangur síðunnar er aðeins að gefa dæmi um hvaða þjónusta er í boði fyrir aðildarfélög til að koma starfsemi af stað innan félagsins.

Grunn námskeið fyrir ný félög/deildir

BFSÍ býður upp á grunn námskeiðspakka til að koma nýjum íþróttafélögum af stað í íþróttinni. Mögulegt er að halda námskeiðin í Bogfimisetrinu eða koma í heimabyggð íþróttafélagsins.

 • Helgarnámskeið haldið af BFSÍ um grunninni í íþróttinni
 • Leiðbeinenda námskeið (netnámskeið) fyrir þá sem hyggjast leiðbeina á æfingum félagins
 • Grunnbúnaður til þess að geta komið deild af stað (mjög basic búnaður, tveir bogar, tólf örvar, tvö lítil skotmörk og tveir skotmarkastandar til að geta haldið námskeiðið þar sem enginn búnaður er til þegar. Félagið fjárfestir svo í frekari búnaði sjálft)

Meðal þess sem er kennt á námskeiðinu:

 • Öryggisreglur og umgengni
 • Grunnur um búnað (uppsettning, meðferð/viðhald, stillingar o.sv.frv.)
 • Grunn form og tækni í íþróttinni (hvernig á að skjóta, miða, rétt staða, helstu vandamál sem koma hjá byrjendum o.sv.frv.)
 • Grunnur um mót (skráning á mót, mótareglur, o.sv.frv.)
 • Grunnur um námskeið og æfingar (skipulag og slíkt)

Verð áætlun fyrir slíkt námskeið er 150.000.kr (ef námskeiðið er haldið í heimabyggð er mögulegt að bættist við ferðakostnaður við verðið. Það þarf að meta í hvert skipti fyrir sig.)

Mögulegt er að sækja um styrki hjá ýmsum samtökum til að greiða niður kostnað á námskeiðinu. BFSÍ aðstoðar aðildarfélög sín í að sækja um styrki fyrir námskeiðum (útbreiðslu). Dæmi um samtök sem hægt er að sækja um styrki til eru s.s.:

Í flestum tilfellum eru slík grunn námskeið að kostnaðarlausu þegar að uppi er staðið fyrir ný aðildarfélög með þeim styrkjum og stuðningi sem þeir hafa í boði.

Grunn námskeið (s.s. fyrir minni félög/deildir)

BFSÍ býður upp á viðhalds helgarnámskeið til að styðja við nýleg aðildarfélög, aðildarfélög sem eru fámenn eða aðildarfélög sem eru ekki komin með sinn eigin þjálfara til starfa en sem komið er.

Námskeiðið er miðað á aðildarfélög sem eru búin að koma sér upp aðstöðu og búnaði til að stunda íþróttina. Tilgangur námskeiðsins er að styðja við aðildarfélög sem eru að taka fyrstu skrefin að fjölga iðkenduml, koma reglubundinni starfsemi í gang og finna kandidata sem gætu viljað læra að vera leiðbeinendur/þjálfarar innan félagsins.

Meðal þess sem er kennt á námskeiðinu:

 • Öryggisreglur og umgengni
 • Grunn form og tækni í íþróttinni (hvernig á að skjóta, miða, rétt staða, helstu vandamál sem koma hjá byrjendum o.sv.frv.)
 • Grunnur um búnað (uppsettning, meðferð/viðhald, stillingar o.sv.frv.)
 • Grunnur um mót (skráning á mót, mótareglur, o.sv.frv.)
 • Grunnur um námskeið og æfingar (skipulag og slíkt)

Verð áætlun fyrir slíkt námskeið er 100.000.kr (ef námskeiðið er haldið í heimabyggð er mögulegt að bættist við ferðakostnaður við verðið. Það þarf að meta í hvert skipti fyrir sig.)

Mögulegt er að sækja um styrki hjá ýmsum samtökum til að greiða niður kostnað á námskeiðinu. BFSÍ aðstoðar aðildarfélög sín í að sækja um styrki fyrir námskeiðum (útbreiðslu). Dæmi um samtök sem hægt er að sækja um styrki til eru s.s.:

Í flestum tilfellum eru slík grunn námskeið kostnaðarlítil þegar að uppi er staðið fyrir ný aðildarfélög með þeim styrkjum og stuðningi sem þeir hafa í boði.

Leiðbeinenda námskeið

Leiðbeinenda námskeið er hægt að skrá sig á og taka hvenær sem er ársins á netinu. Námskeiðið er bóklegi hluti þjálfarastigs 1 hjá Alþjóðabogfimisambandinu World Archery. Sjá nánari upplýsingar hér https://bogfimi.is/thjalfaranamskeid/

Hér er hægt að finna drög að mjög grunn bæklingi sem verið er að vinna í að skapa sem ætlaður er til þess að aðstoða nýja aðila í íþróttinni að læra ýmis grunnatriði. (hann er en í vinnslu)  Þú varst að byrja í bogfimi – Bæklingur

Þessi síða er í vinnslu, en betra að hafa eitthvað frekar en ekkert 😉