Afreksstefna BFSÍ

Afreksstefnu og aðgerðaáætlun Bogfimisambands Íslands er hægt að finna hér.

Afrekstefna BFSÍ – 2021-2029 – Samþykkt á Bogfimiþingi 2023

Aðgerðaáætlun Afreksstarfs BFSÍ 2021-2024

Landsliðsverkefni tölfræði BFSÍ

Árið 2011 og fyrr voru 0 íþróttamenn skráðir í bogfimi í iðkenda tölfræði ÍSÍ. Þó að ýmis íþróttafélög og áhugamenn hafi stundað íþróttina sér til dægrardvalar í áratugi þá var ekkert skipulagt afreksstarf í íþróttinni. Skipulagt afreksstarf í íþróttinni hófst í raun á árunum 2012-2013 og því aðeins haldið utan um tölfræði Íslensks afreksstarfs í bogfimi frá árinu 2013.


Á heildina litið (ef horft er framhjá Covid högginu) er mjög jafn vöxtur búinn að vera í þátttöku Íslands í erlendum bogfimi landsliðsverkefnum síðasta áratug. Svo fylgir fjölgun þeirra sem komast áfram eftir undankeppni móts í að nánast allir komast áfram 2017 og síðar. Fjölgun íþróttafólks sem kemst í úrslit fjölgar frá árinu 2016. Vonum að fjöldi verðlaunahafa fylgi svo því trendi í framtíðinni. (Vert er að geta að 2017 var bogfimi tekin inn sem aukagreina á Smáþjóðaleikum og þar sem erfiðleikastig þess móts er lágt m.v. önnur mót í Evrópu og heiminum, þar sem aðeins 9 minnstu þjóðir í Evrópu keppa þar, var úrslita og verðlaunahafa tala hærri á því ári en venjulega mætti áætla, ef það mót er fjarlægt úr tölfræði er mjög jafn vöxtur á íþróttamönnum sem komast í úrslit og vinna til verðlauna í landsliðsverkefnum á vegum Evrópska- og alþjóðabogfimisambandsins frá árinu 2016)

Covid setti stórt strik í tölfræðina og sýnir því illa vöxtinn á íþróttinni 2020-21. Sveifla var lengi á þátttökufjölda eftir því hvar í heiminum HM/EM voru haldin, þar sem enginn fjárstuðningur var í boði fyrir íþróttafólk áður en BFSÍ var stofnað í desember 2019.

2017 var eina skiptið sem keppt var í bogfimi á Smáþjóðaleikum (eða EM Smáþjóða eins og sum sérsambönd virðast kalla það). Sem útskýrir óvenjulega sveiflu eitt árið þar sem mun fleiri komast í úrslit og vinna til verðlauna en venjulega væri í mótum með þátttöku á heimsvísu.

Áherslum var breytt 2016-17 og meiri áhersla sett á hæfileikamótun og ungmenna landsliðsverkefni. Með því fylgja hærri þátttökutölur og árangur í C landsliðsverkefnum á árunum þar á eftir.

Staða á heims- og Evrópulistum

Til að auðvelda fyrir almennum iðkendum og áhugamönnum að sjá stöðu BFSÍ í heiminum og í Evrópu er hægt að sjá töflurnar hér fyrir neðan. Þær svara á eins einfaldan máta og mögulegt er tveim spurningum: „Hvað er hæsta lið BFSÍ á afrekslistum í heiminum og í Evrópu?“ og „Hvað er hæsti íþróttamaður BFSÍ á afrekslistum í heiminum og Evrópu?“. Þá er aðeins verið að miða við „klassíska“ heims- og Evrópulistann utandyra óháð keppnisgrein.

Samtals eru 42 ranking listar sem heimssambandið heldur utan um. 10 heimslistar og 10 Evrópulistar, 16 World Series heimslistar og 6 World Cup heimslistar (og þá er ekki verið að nefna ranking lista fatlaðra sem eru 22 listar). BFSÍ er með einstaklinga sem eru hærri á þeim listum, en til einföldunar var ákveðið að nota þetta fyrirkomulag fyrir ofan þar sem það passar vel við viðmið í reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ „Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambands, þ.e. hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga“ og „Við mat innan flokksins er sérstaklega horft til möguleika á verðlaunasætum á
ÓL/PL/HM/EM í viðkomandi íþróttagrein og afrekslista viðkomandi íþróttagreinar.

Mismunandi fyrirkomulag er einnig tengt mismunandi heims- og/eða Evrópulistum. (einstaklinga, liða, blandað lið, kyn, keppnisgrein, íþróttagrein, aldursflokkur). Því getur verið erfitt að framsetja efnið á veg sem er auðvelt fyrir almenning að meðtaka.

BFSÍ óskaði eftir því 2022 að heimssambandið ynni að þróun heimslista þjóða og taki tillit til allra heimslista í íþróttinni við sköpun þess lista til þess að gera það auðveldara fyrir almenningi að fylgjast með almennri stöðu þjóða í íþróttinni. En óvíst er hvort að af því verður.

Fjöldi íþróttamanna á heims-/Evrópulistum er mjög breytilegur eftir keppnisgreinum og þar sem öll stig á heimslista fyrnast á 2 árum og þá detta einstaklingar út af heimslista. En er almennt eru lægst um 500 og hæst um 2000 manns á heimslista. Þó er vert að geta að aðeins eru gefin stig á heimslista á alþjóðlegum stórmótum þar sem fjöldi íþróttamanna sem geta tekið þátt er takamarkaður per þjóð.

Unnið verður að frekari samantektar tölfræði í framtíðinni.

Nánari tölfræði um BFSÍ er hægt að finna hér https://bogfimi.is/tolfraedi/