Utandyra Markbogfimi Ungmenna

Lýsing á markbogfimi utandyra á síðu World Archery

Markbogfimi utandyra C landsliðsverkefni ungmenna með ótakmörkuðum þátttökukvóta (t.d. Norðurlandameistaramót ungmenna, Veronicas Cup o.s.frv.):

  • Öllu hlutgengu íþróttafólki sem mæta kröfum viðburðarins er heimil þátttaka í þeim verkefnum.
  • Skráning í slík landsliðsverkefni fer fram í gegnum aðildarfélög BFSÍ.
  • Aðildarfélög skulu útvega þjálfara/liðsstjóra/fararstjóra eftir því sem við á fyrir sitt íþróttafólk í slík landsliðsverkefni.

Íþróttafólk (eða aðildarfélag íþróttafólksins) í slíkum landsliðsverkefnum bera sjálfir allan kostnað af þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum (self funded), en þurfa að skila inn greiðslukvittunum fyrir kostnaði ferðarinnar til BFSÍ.

Ef þig vantar upplýsingar, skýringar eða aðstoð um þetta ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra gummi@bogfimi.is.

Markbogfimi utandyra landsliðsverkefni ungmenna með takmörkuðum þátttökukvóta (t.d. HM/EM ungmenna og Evrópubikarmót ungmenna):

Íþróttastjóri ræður vali íþróttafólks í landsliðsverkefni og hópa.

Utandyra ungmenna landsliðshópur eru þeir íþróttamenn sem áætlaðir eru til keppni í landsliðsverkefnum ungmenna með takmörkuðum þátttöku kvóta í markbogfimi utandyra fyrir hönd BFSÍ og/eða eru valdir varamenn í slíkum verkefnum. Íþróttastjóri getur skipt hópnum niður frekar t.d. eftir keppnisgreinum/aldurshópum.

Til þess að vera valinn þarf íþróttamaður að hafa sýnt með atferli og hegðun að hann hafi verið, sé og verði fyrirmyndar fulltrúi fyrir hönd BFSÍ og geti unnið með öðrum þátttakendum í hópum BFSÍ. Íþróttamenn þurfa að vera mjög virkir í þátttöku í þeim mótum sem standa þeim til boða. Íþróttamenn þurfa að sækjast eftir því að vera valdir með því að tilkynna íþróttastjóra um sinn áhuga á þátttöku í landsliðsverkefnum BFSÍ utandyra fyrir lok tímabilsins. Við lok tímabilsins velur Íþróttastjóri í landsliðsverkefni utandyra úr þeim sem hafa lýst yfir áhuga og myndar ungmenna landsliðshóp BFSÍ utandyra.

Tímabil til þess að ná getustigs viðmiðum er 1 janúar til 30 september árið áður en viðkomandi landsliðsverkefni er haldið. Æskilegt er að íþróttamaður hafi náð viðmiðinu a.m.k. tvisvar á tímabilinu á Íslandsmetahæfum mótum. A flokkur samsvarar meðaltali efstu 50% keppenda á EM, B flokkur samsvarar meðaltali allra keppenda á EM, C flokkur samsvarar meðaltali lægstu 50% keppenda á EM.

Utandyra skor U21 A flokkur B flokkur C flokkur
RJM 636 613 590
RJW 621 588 555
CJM 685 671 657
CJW 673 654 634
Utandyra skor U18 A flokkur B flokkur C flokkur
RCM 647 621 594
RCW 631 602 573
CCM 682 666 651
CCW 667 646 624

Áætluð áherslu ungmenna landsliðsverkefni BFSÍ í markbogfimi utandyra 2023:

  • European Youth Cup Leg 1 – Catez Slóvenía
  • European Youth Cup Leg 2 – Sion Vallaiz Sviss

BFSÍ áætlar að niðurgreiða að einhverjum hluta kostnað vegna þátttöku í áherslu landsliðsverkefnum. Áætlað er að þeir sem eru í hærri flokkun fái meiri niðurgreiðslu þátttökukostnaðar.

Hæfileikamótunarhópur BFSÍ

BFSÍ starfrækir einnig hæfileikamótunarhóp þar sem BFSÍ hefur tekið yfir þjálfun íþróttafólksins að öllu leiti frá íþróttafélagi með því markmiði að auka getustig ungmennalandsliða (sambærilegt fyrirkomulag og má finna í erlendum landsliðum). Aldursbilið er 13-17 ára (U18 flokkur). Þeir sem eru í hæfileikamótunarhópi BFSÍ hafa almennt forgang í landsliðsverkefni ungmenna utandyra.

Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery, vegna í styrkveitinga frá Afrekssjóði ÍSÍ, o.s.frv..

Undanþága frá íþróttum í skóla fyrir ungmenni í hæfileikamótun og ungmennalandsliðum

Flestir skólar bjóða upp á möguleika fyrir ungmenni sem eru í landsliðum eða hæfileikamótun sérsambanda að fá að sleppa við eða fá metnar íþróttir í skólum til þess að einbeita sér að sínum íþróttum. M.a. svo að þau ungmenni geti þá einbeitt sér að æfingum í sinni sér íþrótt og/eða svo að ekkert misræmi sé í þjálfun íþróttafólksins og þeim mögulega ofgert. Til þess að fá slíkar undanþágur hafið samband við skrifstofu og/eða íþróttakennara viðkomandi skóla og sendið þær upplýsingar (form eða tengilið) til íþróttastjóra BFSÍ sem skrifar upp á slíkt fyrir BFSÍ.