Þessi síða er í vinnslu

Markbogfimi utandyra C landsliðsverkefni ungmenna með ótakmörkuðum þátttökukvóta (t.d. Norðurlandameistaramót ungmenna, Veronicas Cup o.s.frv.):

 • Öllu hlutgengu íþróttafólki sem mæta kröfum viðburðarins er heimil þátttaka í þeim verkefnum.
 • Skráning í slík landsliðsverkefni fer fram í gegnum aðildarfélög BFSÍ.
 • Aðildarfélög skulu útvega þjálfara/liðsstjóra/fararstjóra eftir því sem við á fyrir sitt íþróttafólk í slík landsliðsverkefni.

Ef þig vantar upplýsingar, skýringar eða aðstoð hafðu samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is

Markbogfimi utandyra B landsliðsverkefni ungmenna (t.d. HM/EM ungmenna og Evrópubikarmót ungmenna):

Ungmenna landsliðshópur BFSÍ utandyra eru þeir íþróttamenn sem áætlaðir eru til keppni í U21/U18 B landsliðsverkefnum ungmenna utandyra fyrir hönd BFSÍ á tímabilinu og/eða eru varamenn í slík verkefni.

Val íþróttafólks í B landsliðsverkefni ungmenna utandyra – U21/U18

Íþróttastjóri ræður vali íþróttafólks í landsliðsverkefni.

Til þess að vera valinn þarf íþróttamaður að hafa sýnt með atferli og hegðun að hann hafi verið, sé og verði fyrirmyndar fulltrúi fyrir hönd BFSÍ og geti unnið með öðrum þátttakendum í hópum BFSÍ. Íþróttamenn þurfa að vera mjög virkir í þátttöku í þeim mótum sem standa þeim til boða. Íþróttamenn þurfa að sækjast eftir því að vera valdir með því að tilkynna íþróttastjóra um sinn áhuga á þátttöku í B landsliðsverkefnum ungmenna utandyra fyrir lok tímabilsins. Við lok tímabilsins velur Íþróttastjóri í B landsliðsverkefni ungmenna utandyra úr þeim sem hafa lýst yfir áhuga og myndar ungmenna landsliðshóp BFSÍ utandyra.

Tímabil til þess að ná getustigs viðmiðum er 1 janúar til 30 september árið áður. Æskilegt er að íþróttamaður hafi náð viðmiðinu a.m.k. tvisvar á tímabilinu á Íslandsmetahæfum mótum. A flokkur samsvarar meðaltali efstu 50% keppenda á EM, B flokkur samsvarar meðaltali allra keppenda á EM, C flokkur eru einstaklingar í hæfileikamótunarhóp BFSÍ.

Utandyra skor U21 A flokkur B flokkur
RJM 636 613
RJW 621 588
CJM 685 671
CJW 673 654
Utandyra skor U18 A flokkur B flokkur
RCM 647 621
RCW 631 602
CCM 682 666
CCW 667 646

Meðal skor á síðustu þrem EM í markbogfimi utandyra.

Val íþróttafólks í hæfileikamótunarhóp BFSÍ (C flokkur):
Íþróttastjóri ræður vali íþróttafólks í hæfileikamótunarhóp. Valið er í hópinn í kringum júní/júlí mánaðarmótin á hverju ári (verður mögulega tengt við NUM að einhverju leiti í framtíðinni). Áætlað er að undirbúa það íþróttafólk sem valið er í hæfileikamótunarhóp fyrir B landsliðsverkefni ungmenna á komandi ári með þjálfara frá BFSÍ sem hefur umsjón með íþróttafólkinu.

Íþróttastjóri horfir sérstaklega til þátttöku íþróttamanna í innlendum mótum, C landsliðsverkefnum (s.s. NUM) og einnig til getustigs þróunar íþróttamanna. Að hámarki eru valdir þrír íþróttamenn í hvoru kyni í trissuboga og sveigboga flokkum í verkefnið hvert ár. Aðildarfélög eru hvött til þess hvetja efnilegt áhugasamt íþróttafólk innan sinna raða til þess að taka þátt í sem flestum mótum til að sýna hæfileika sína og áhuga. Aðildarfélög eru einnig hvött til að eiga í góðum samskiptum við Íþróttastjóra BFSÍ og senda inn upplýsingar um efnilegt íþróttafólk innan sinna raða til hans.

Íþróttamenn í hæfileikamótun þurfa m.a. að:

 • mæta skilyrðum um hlutgengi í reglum BFSÍ,
 • eiga allan sinn eigin búnað og vera tilbúnir til þess að uppfæra búnað eftir tilmælum þjálfara BFSÍ,
 • æfa a.m.k. 12 klst í viku (semsagt um 2-3 tíma alla virka daga, en skipulag er aðlagað að hverjum íþróttamanni í hópnum af þjálfara hópsins),
 • taka þátt í landsliðsverkefnum hópsins sem þeir eru valdir í.
 • greiða mánaðarlega æfingagjöld til BFSÍ (áætlað um 25.000.kr á mánuði),
 • fylgja öðrum fyrirmælum þjálfara hópsins.

Áætlað er að íþróttafólk í hópnum keppi í tveim B landsliðsverkefnum árið eftir að valið er í hópinn (Evrópubikarmótum/EM ungmenna). Áætlað er að það verði kostnaðarlítil verkefni fyrir íþróttamenn í hæfileikamótunarhópi. (það er hægt að horfa á það sem svo að búið sé að greiða fyrir stóran hluta kostnaðar tengdum mótunum með greiðslu æfingagjalda til BFSÍ).

Áætluð áherslu B landsliðsverkefni ungmenna BFSÍ í markbogfimi utandyra 2023:

 • Evrópubikarmót Ungmenna (B) – Sion Vallais Sviss
  • Áhersla:
   • Íþróttamenn sem eru að ná A/B viðmiðum U21/U18 og íþróttamenn í hæfileikamótun (C flokkur).
  • Áætlaður heildarkostnaður verkefnis:
   • Um 200.000-250.000.kr (endanleg upphæð liggur fyrir eftir að boðspakki móts er gefin út)
  • Áætlaður þátttökukostnaður:
   • C flokkur (hæfileikamótun)
    • Hlutur BFSÍ: Eftirstöðvar
    • Hlutur íþróttamanns: 75.000.kr
   • B flokkur
    • Hlutur BFSÍ: 50.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
   • A flokkur
    • Hlutur BFSÍ: 50.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
  • Hlutur keppanda í þátttökukostnaði skal þó aldrei vera lægri en 75.000.kr
 • Evrópubikarmót Ungmenna (B) – Catez Slóvenía
  • Áhersla:
   • Íþróttamenn sem eru að ná A/B viðmiðum U21/U18 og íþróttamenn í hæfileikamótun (C flokkur).
  • Áætlaður heildarkostnaður verkefnis:
   • Um 200.000-250.000.kr (endanleg upphæð liggur fyrir eftir að boðspakki móts er gefin út)
  • Áætlaður þátttökukostnaður:
   • C flokkur (hæfileikamótun)
    • Hlutur BFSÍ: Eftirstöðvar
    • Hlutur íþróttamanns: 75.000.kr
   • B flokkur
    • Hlutur BFSÍ: 50.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
   • A flokkur
    • Hlutur BFSÍ: 50.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
  • Hlutur keppanda í þátttökukostnaði skal þó aldrei vera lægri en 75.000.kr
 • Heimsmeistaramót ungmenna (B) – Írland
  • Áhersla:
   • Einstaklingar sem hafa náð A/B viðmiðum U21 eða U18
  • Áætlaður heildarkostnaður verkefnis:
   • Um 250.000.kr (endanleg upphæð liggur fyrir eftir að boðspakki móts er gefin út)
  • Áætlaður þátttökukostnaður:
   • C flokkur (hæfileikamótun)
    • Hlutur BFSÍ: 0.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
   • B flokkur
    • Hlutur BFSÍ: allt að 125.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
   • A flokkur
    • Hlutur BFSÍ: allt að 175.000.kr
    • Hlutur íþróttamanns: Eftirstöðvar
  • Hlutur keppanda í þátttökukostnaði skal þó aldrei vera lægri en 75.000.kr

Aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara og því er þetta áætlun, endanlegt val og flokkun íþróttafólks er ávallt í höndum Íþróttastjóra. Upphæðir eru áætlun og geta breyst án fyrirvara. Tilgangur þess að birta upplýsingarnar hér er að gefa íþróttafólki hugmynd um hvað er horft til við val ferlið og líklegan kostnað svo að þeir geti undirbúið sig fyrir komandi ár. 

A/B/C flokkun tengt niðurgreiðslu gjalda og forgangi í landsliðsverkni er íþróttastjóri með á tilraunastigi í afreksstarfi BFSÍ 2022 og mögulegt er að einhverjar breytingar verði gerðar á ferlinu þegar nær dregur eða á árinu 2023 og meiri reynsla er komin á ferlið (s.s. vegna EM sem haldin eru á árinu 2022 sem gætu breytt viðmiðum og/eða ófyrirsjáanlegra vandkvæða við A/B/C kerfið og/eða einfaldara kerfi uppgvötast). Því eru þetta aðeins áætluð viðmið fyrir keppendur til að nota sér til hliðsjónar.