Merki BFSÍ er sama og merki Alþjóða bogfimisambandsins World Archery (WA). WA hefur hvatt undirsambönd sín að nota merkið og nota t.d. öll álfusamböndin (Evrópa, Ameríka, Afríka, Asía og Eyjaálfan) merki sambandsins í dag, ásamt nokkrum tugum landssambanda. Því þótti við hæfi þegar að BFSÍ var stofnað 1. desember 2019 að ganga til liðs við þá hreyfingu frekar en að skapa sérstætt merki fyrir Ísland. Notkun merkisins fer því eftir reglum World Archery um notkun sem hægt er að finna hér: 011_WA_Brand_Guidelines

Ef þörf er á .eps útgáfum af merkinu sendið póst á bogfimi@bogfimi.is og óskið eftir þeim.

Merki BFSÍ

Svört, Blá og Hvít útgáfa af merkinu þar sem ekki er hægt að prenta í lit.

Merki BFSÍ landscape þar sem venjulega merkið hér fyrir ofan kemst ekki fyrir.

Svört, blá og hvít útgáfa af merkinu þar sem ekki er hægt að prenta í lit.

Enska útgáfa merkis BFSÍ í hárri uppausn verður sett inn við fyrsta tækifæri