Innandyra Markbogfimi

Lýsing á markbogfimi innandyra á síðu heimssambandsins

Markbogfimi innandyra C landsliðsverkefni með ótakmörkuðum þátttökukvóta (t.d. Indoor World Series):

  • Öllu hlutgengu íþróttafólki sem mæta kröfum viðburðarins er heimil þátttaka í þeim verkefnum.
  • Skráning í slík landsliðsverkefni fer fram í gegnum aðildarfélög BFSÍ.
  • Aðildarfélög skulu útvega þjálfara/liðsstjóra/fararstjóra eftir því sem við á fyrir sitt íþróttafólk í slík landsliðsverkefni.

Íþróttafólk (eða aðildarfélag íþróttafólksins) í slíkum landsliðsverkefnum bera sjálfir allan kostnað af þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum (self funded), en þurfa að skila inn greiðslukvittunum fyrir kostnaði ferðarinnar til BFSÍ.

Ef þig vantar upplýsingar, skýringar eða aðstoð um þetta ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra gummi@bogfimi.is.

Markbogfimi innandyra A/B landsliðsverkefni:

Innandyra landsliðshópur eru þeir íþróttamenn sem áætlaðir eru til keppni í A og/eða B landsliðsverkefnum í markbogfimi innandyra fyrir hönd BFSÍ og/eða eru valdir varamenn í slíkum verkefnum. Íþróttastjóri getur skipt hópnum niður frekar t.d. eftir keppnisgreinum.

Val íþróttafólks í A/B landsliðsverkefni innandyra:

Íþróttastjóri ræður vali íþróttafólks í landsliðsverkefni.

Til þess að vera valinn þarf íþróttamaður að hafa sýnt með atferli og hegðun að hann hafi verið, sé og verði fyrirmyndar fulltrúi fyrir hönd BFSÍ og geti unnið með öðrum þátttakendum í hópum BFSÍ. Íþróttamenn þurfa að vera mjög virkir í þátttöku í þeim mótum sem standa þeim til boða. Íþróttamenn þurfa að sækjast eftir því að vera valdir með því að tilkynna íþróttastjóra um sinn áhuga á þátttöku í A/B landsliðsverkefnum BFSÍ innandyra fyrir lok tímabilsins. Við lok tímabilsins velur Íþróttastjóri í landsliðsverkefni innandyra úr þeim sem hafa lýst yfir áhuga og myndar landsliðshóp BFSÍ innandyra.

Tímabil til þess að ná getustigs viðmiðum er 1 október til 30 september árið áður. Æskilegt er að íþróttamaður hafi náð viðmiðinu a.m.k. tvisvar á tímabilinu á Íslandsmetahæfum mótum. A flokkur samsvarar meðaltali efstu 50% keppenda á EM, B flokkur samsvarar meðaltali allra keppenda á EM, C flokkur eru aðrir sem Íþróttastjóri velur t.d. til að fylla í lið sem hafa ekki náð getustigsviðmiðum A/B.

Innandyra skor A flokkur B flokkur
RM 584 572
RJM 579 568
RW 579 569
RJW 571 558
Innandyra skor A flokkur B flokkur
CM 592 586
CJM 587 581
CW 586 580
CJW 581 575
Innandyra skor A flokkur B flokkur
BM* 534* 503*
BJM* N/A* N/A*
BW* 521* 480*
BJW* N/A* N/A*

* Berbogi er ný keppnisgrein á EM innandyra frá árinu 2021 og því ekki nægileg gögn til staðar að skapa áreiðanleg getustigs viðmið fyrir berboga flokka að svo stöddu (miðað er við síðustu þrjú EM í útreikningum). Íþróttastjóri ræður endanlegri flokkun í berboga. 

Áætluð áherslu A/B landsliðsverkefni BFSÍ í markbogfimi innandyra 2023:

  • Evrópumeistaramót innandyra (Opinn flokkur) (A)
  • Evrópumeistaramót U21 innandyra (B)

BFSÍ áætlar að niðurgreiða að mestu keppnisgjöld, transport, mat og hótel fyrir þátttakendur í áherslu landsliðsverkefnum innandyra 2023 (miðast við tveggja manna herbergi á ódýrasta hóteli í boði frá mótshöldurum), en að þátttakendur þurfi að borga flugin að fullu sjálfir.

Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery, vegna í styrkveitinga frá Afrekssjóði ÍSÍ, o.s.frv..