Ef þú hefur áhuga á einhverjum af þeim störfum eða stöðum sem eru hér fyrir neðan endilega hafðu samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is

Laus störf:

Þjálfarar í Afreksstarf BFSÍ

BFSÍ leitar eftir umsóknum í eftirfarandi störf í Afreksstarfi BFSÍ. Umsóknafrestur er til 31 maí 2022. Umsóknir sendist á bogfimi@bogfimi.is

  • Þjálfari sem sér um hæfileikamótun og U18 landslið sveigboga 10% starfshlutfall – 12 mánaða samningur (endurnýjun samnings byggt á frammistöðu)
  • Þjálfari sem sér um hæfileikamótun og U18 landslið trissuboga 10% starfshlutfall – 12 mánaða samningur (endurnýjun samnings byggt á frammistöðu)

Verksvið starfsmanns

  • Skipuleggja þjálfun einstaklinga/liða sem þeir hafa umsjón með.
  • Efla eiginleika og getu einstaklinga/liða, s.s. í formi, tækni og þekkingu.
  • Fylgjast með og standa vörð um andlega og líkamlega heilsu þeirra.
  • Að þróa einstaklinga í ungmennalandslið framtíðar
  • Að taka við einstaklingum sem aðildarfélög mæla með í hæfileikamótun (miðast við 13-17 ára aldur) og bæta getustig þeirra.
  • Ef ekki berst nægilegur fjöldi tilnefning frá aðildarfélögum ber starfsmanninum að skapa í samstarfi við aðildafélögin einstaklinga í hæfileikamótun BFSÍ.
  • Starfsmaðurinn mun starfa undir íþróttastjóra.

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

  • Þjálfararéttindi stig 2 (WA/BFSÍ stig 2)
  • Góða samskipta eiginleika.
  • Góða tölvukunnáttu.
  • Íslensku og ensku mælandi.
  • Frumkvæði.