Ef þú hefur áhuga á einhverjum af þeim störfum eða stöðum sem eru hér fyrir neðan endilega hafðu samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is

Ef þú ert að skoða þessa síðu og vilt vera með þá viljum við heyra í þér 🙂

Laus störf:

BFSÍ leitar eftir umsóknum framkvæmdastjóra í 80% starf:

Umsóknarfrestur er til 13 Október 2020. Umsóknir sendist á bogfimi@bogfimi.is

Verksvið starfsmanns BFSÍ. 80% starf.

Í stuttu máli að sinna daglegum rekstri sambandsins og framkvæmd verkefna.

Æskilegt er að einstaklingurinn hafi:

 • Góða þekkingu á bogfimi íþróttinni.
 • Góða tölvukunnáttu.
 • Íslensku og ensku mælandi.
 • Frumkvæði.
 • Góða samskipta eiginleika.

Lausar stöður/verkefni:

Viðburðanefnd

Einstaklingar í viðburðanefnd óskast. Enginn reynsla eða þekking nauðsynleg. Gott skap, ábyrgðarsemi og jákvætt viðmót nauðsynlegt.

Kröfur:

 • Að hafa gaman að því að upplifa og læra nýja hluti.
 • Að hafa gaman af að aðstoða aðra.

Meðal verkefna viðburðanefndar eru:

Aðstoða við hald Íslandsmóta

  • Skotstjóri
  • Skipta um skífur
  • Færa skotmörk
  • Grilla
  • Aðstoða við merkingar og uppsetningu á velli
  • Draga örvar úr skotmörkum í úrslitum
  • Hlaupa með örvar til keppenda í úrslitum
  • Aðstoða dómara og skorskráningar starfsfólk
  • Aðgangsstýring á velli

Aðstoða við hald sýninga og kynningaviðburða

  • Halda kynningar fyrir ný félög
  • Aðstoða nýliða við að skjóta boga í fyrsta sinn

Dómarar og þjálfarar

BFSÍ óskar eftir áhugasömum einstaklingum til þess að læra dómgæslu og/eða þjálfun.

Annað

Ef þú hefur einhverjar aðrar hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta bogfimistarf á Íslandi endilega sendu okkur línu.