WORLD ARCHERY PERFORMANCE AWARDS

Mögulegt er að sækja um árangursverðlaun WorldArchery með því að smella hér.

Hér er listi af þeim sem hafa náð og sótt um árangursverðlaun WorldArchery

Árangursverðlaun-WorldArchery-2022-09-14

Verðlaunin eru íþróttamönnum að kostnaðarlausu sem vilja sækja um þau (BFSÍ borgar þau fyrir þig), en verðlaunin eru aðeins afhent þeim sem hafa náð viðeigandi skorum. Hver litur af verðlaunum er aðeins afhentur einu sinni (ekki týna þeim). Skorinu þarf að ná á móti sem er skráð hjá World Archery og hæft til heimsmeta. Öll mót BFSÍ eru almennt hæf til heimsmeta (á ekki við ungmennadeild BFSÍ þar sem hún fer ekki eftir reglum WA).

Hægt er að sjá á myndinni hér fyrir neðan helstu vegalengdir og skor í markbogfimi (target archery). Nánari upplýsingar er hægt að finna um verðlaunin í reglubókum heimssambandsins WA