Þetta eru viðmið fyrir lyfjatöku.

  • Notaðu engin lyf nema að höfðu samráði við lækni.
  • Ef þú þarft að nota lyf, skýrðu lækni þínum þá frá því að þú stundir íþróttir, svo hægt sé að taka tillit til þess við lyfjagjöf ef kostur er.
  • Lyf sem bannað er að nota í tengslum við æfingar eða keppni geta verið mismunandi eftir íþróttagreinum.
  • Kynntu þér hvaða lyf eru bönnuð í þinni íþrótt.
  • Gakktu sjálf/ur úr skugga um hvort lyf sem þú þarft að nota séu bönnuð í íþrótt þinni.
  • Gakktu sjálf/ur úr skugga um hvort fæðubótarefni sem þú notar innihaldi efni sem eru bönnuð í íþrótt þinni.
  • Ef bannað efni finnst í líkama þínum telst það lyfjamisnotkun, óháð því hvernig eða í hvaða tilgangi það er þangað komið.
  • Ef bannað efni finnst í líkama þínum berð þú sjálf/ur ábyrgð á því og þarft að taka út refsingu í samræmi við það.

Hægt er að finna góðar upplýsingar um hvaða lyf eru leyfileg eða bönnuð hér:

https://www.globaldro.com/home/index

Hægt er að fletta upp flestum lyfjum með því að leita í öðrum löndum á vefsíðuni. Ef lyfið finnst ekki leitið þá hjá öðru landi eða að virka efninu í lyfinu.

Ef þú þarft að taka lyf sem eru ekki leyfileg af WADA, þá þarftu að sækja um undanþágu frá lyfjanotkuninni (TUE, Therapeutic Use Exemption) hjá lyfjaeftirliti Íslands/ÍSÍ. https://www.antidoping.is/

Hægt er að finna undanþágu umsókn hér https://www.antidoping.is/undanthagur-1

Læknirinn fyllir blaðið út. Upplýsingar um greiningu á sjúkdómnum sem er verið að meðhöndla þarf að fylgja með umsókninni (semsagt niðurstöður úr rannsóknum t.d blóðprufur, vefasýni og svo framvegis, eftir því sem við á í hverju tilfelli).

Hægt er að finna fræðsluefni og upplýsingar fyrir þjálfara á WADA síðuni  https://adel.wada-ama.org/. Einnig er hægt að taka próf og fá vottorð.

Ef þú lendir í vandræðum eða ert með spurningar endilega sendu email á bogfimi@bogfimi.is og við aðstoðum þig eins og við getum.