U21 (Junior)
Fæðingarár:    20 ára afmæli á árinu eða yngri
Vegalengd:     18 metrar
Skífustærð:     40 cm
Örvafjöldi:        60

U18 (Cadet)
Fæðingarár:    17 ára afmæli á árinu eða yngri
Vegalengd:     18 metrar
Skífustærð:     60 cm
Örvafjöldi:        60

U16 (Nordic)
Fæðingarár:    15 ára afmæli á árinu eða yngri
Vegalengd:     12 metrar
Skífustærð:     60 cm
Örvafjöldi:        60

U14
Fæðingarár:    13 ára afmæli á árinu eða yngri
Vegalengd:     6 metrar
Skífustærð:     60 cm
Örvafjöldi:        30

Ungmennadeild BFSÍ var sett á fót til að gefa yngra íþróttafólki vettvang til þess að kynnast keppnisfyrirkomulagi í íþróttinni og gefa þeim færi á því að keppa sín á milli um land allt án tilheyrandi ferðakostnaðar. Ekkert þátttökugjald er í ungmennadeildinni.

Íþróttafélög taka þátt með því að halda keppni fyrir sína iðkendur og íþróttafélagið sendir svo skorblöðin til BFSÍ fyrir lok mánaðarins. Félögunum er velkomið að hafa keppnina eins formlega eða óformlega og þeim lystir svo lengi sem öllum reglum er fylgt. 

Aðeins er heimilt fyrir keppanda að taka eitt skor í mánuði eins og væri gert í keppni (semsagt það er ekki heimilt að taka mörg skor og skila því hæsta, eða byrja að taka skor og svo hætta með það og byrja aftur á nýju skori seinna). En heimilt er t.d. að skipta niður hvenær skorið er tekið t.d. 30 örvar á æfingu 1 og 30 örvar á æfingu 2 síðar í mánuðinum (t.d. þar sem að félagið hefur ekki tíma til þess að geta klárað keppnina á þeim tíma sem þeim er úthlutað á sínu svæði), og mismunandi einstaklingar geta tekið skor á mismunandi dögum (t.d. ef að æfingum er skipt niður eftir aldurshópum eða slíkt, eða íþróttamaður kemst ekki á ákveðna æfingu). Ef að íþróttamaður klárar ekki skorið

Ekki er nauðsynlegt að dómari sé viðstaddur til að votta keppnina heldur dugar að fulltrúi félagsins votti skorblöðin (og landsdómari þar sem við á). Ungmennadeildin verður ekki metahæf frá og með árinu 2024. 

Nauðsynlegt er að passa upp á að réttum keppnisháttum sé fylgt og því tilvalinn fyrsti vettvangur fyrir ungmenni að kynnast bogfimi keppni.

Mismunandi er eftir hverjum aldursflokki fyrir sig hver vegalengd, skífustærð og fjöldi örva er. Mögulegt er að sjá á flibbunum efst á síðunni hvaða skotskífustærð og fjarlægð er fyrir hvern aldursflokk. Athugið að fyrir þá sem keppa með trissuboga þá er litla tían notuð.

Umferðirnar eiga að vera tímasettar 120 sekúndur fyrir þrjár örvar. Hægt er að sækja app til að taka tímann t.d. ArtemisLite eða MyTargets Archery.

Mjög mikilvægt er að gæta að þessi atriði passi annars er hætta á að skorblaðið sé ógilt.

Síðast en ekki síst eru skorblöðin. Mikilvægt er að kenna keppendum að fylla skorblöðin rétt út. Fylla á inn skorin í lækkandi röð, skorblaðið á að vera full klárað og útreikningar eiga að vera réttir. Dæmi:   Rétt: 7, 6, 3   |   Rangt: 6, 3, 7

Hér fyrir neðan er að finna skorblöð sem eru sérmerkt deildinni en á þeim er að finna réttar merkingar fyrir hvern aldursflokk.

Á skorblaði þarf að koma fram: Fullt nafn, kennitala, félag, bogaflokkur, aldursflokkur, dagsetning keppni, undirskrift keppanda og undirskrift fulltrúa félagsins (og landsdómara þar sem við á).


U14

30 örvar