Íslandsmeistarar

Sveigbogi innandyra
2024 Valgerður E. Hjaltested – BF Boginn – Kópavogi
2023 Haraldur Gústafsson – Skaust – Egilstaðir

Sveigbogi utandyra
2023 Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn – Kópavogi

Trissubogi innandyra
2024 Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur – Akureyri
2023 Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði

Trissubogi utandyra
2022 Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn – Kópavogi

Berbogi innandyra
2024 Sveinn Sveinbjörnsson – BF Boginn – Kópavogi
2023 Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði

Berbogi utandyra
2023 Izaar Arnar Þorsteinsson – ÍF Akur – Akureyri

Þessi listi er yfir Íslandsmeistara í kynlausri keppni (unisex – sem sagt keppni óháða kyni, eða Íslandsmeistari allra). Þar sem keppnin er óháð kyni má kalla þá sem sigra „Íslandsmeistara“ og þarf ekki að taka sérstaklega fram „karla, kvenna, unisex“ eða neitt slíkt, þar sem allir Íslendingar hafa tækifæri á því að keppa um þennan Íslandsmeistaratitil.

Viðbót þessa Íslandsmeistaratitils í regluverki BFSÍ tók gildi 5 janúar 2023 og telst því formlegt frá þeim tíma. Keppt var óformlega í kynlausri keppni á Íslandsmeistaramótum fyrir árið 2023.

Viðbót þessa Íslandsmeistaratitils er m.a.:

  • Til þess að gefa körlum og konum tækifæri til þess að keppa á móti hvert öðru formlega.
  • Til þess að koma á móts við einstaklinga sem skráðir eru í þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað) og geta því ekki keppt í „karla“ eða „kvenna flokki.

Mögulegt er að lesa meira um viðbótina og reglubreytingarnar í þessari frétt: