You are currently viewing 8 af 9 Íslandsmeistaratitilum skiptust um hendur á ÍM inni 2024 um helgina

8 af 9 Íslandsmeistaratitilum skiptust um hendur á ÍM inni 2024 um helgina

Íslandsmeistaramótið í markbogfimi innandyra var haldið helgina 2-3 mars í Bogfimisetrinu. Mótið var mjög spennandi og munaði oftar en ekki aðeins einu stigi á því hver tæki sigurinn í flestum úrslitaleikjum mótsins.

Þeir sem unnu Íslandsmeistaratitla á mótinu að þessu sinni eru:

 • Sveigbogaflokki:
  • Ragnar Þór Hafsteinsson – Boginn – Íslandsmeistari karla
  • Valgerður E. Hjaltested – Boginn – Íslandsmeistari kvenna
  • Valgerður E. Hjaltested – Boginn – Íslandsmeistari (óháð kyni)
  • BF Boginn Kópavogur Íslandsmeistari félagsliða
 • Trissubogaflokki:
  • Alfreð Birgisson – Akur – Íslandsmeistari karla
  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur- Íslandsmeistari kvenna
  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur – Íslandsmeistari (óháð kyni)
  • BF Boginn Kópavogur Íslandsmeistari félagsliða
 • Berbogaflokki:
  • Sveinn Sveinbjörnsson – Boginn – Íslandsmeistari karla
  • Guðbjörg Reynisdóttir – Hrói – Íslandsmeistari kvenna
  • Sveinn Sveinbjörnsson – Boginn – Íslandsmeistari (óháð kyni)
  • BF Boginn Kópavogur Íslandsmeistari félagsliða

Einnig var keppt í langboga/hefðbundnum bogum (longbow/traditional á ensku) sem keppa saman, en það er óformleg keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum í markbogfimi þar sem greinin er í þróun á Íslandi og langbogi/hefðbundnir bogar eru aðeins í reglum WA fyrir víðavangsbogfimi og 3D bogfimi en ekki í reglum um markbogfimi að svo stöddu. Því eru ekki veittir formlegir Íslandsmeistaratitlar eða Íslandsmet sem stendur fyrir keppnisgreinina, aðeins verðlaunagripir. En talið er líklegt að BFSÍ bæti þeirri keppnisgrein við í framtíðinni þegar að fyrirkomulag keppnis hefur verið þróað að fullu í greininni og þátttaka í greininni eykst. Hvort svo sem um formlegan titil er að ræða eður ei, þá eru þetta bestu

 • Langbogi/hefðbundnirbogar:
  • Jonas Björk – Akur – Gull karla
  • Jana Arnarsdóttir – Rimmugýgur – Gull kvenna
  • Jonas Björk – Akur – Gull (óháð kyni)
  • ÍF Freyja Reykjavík gull félagsliða

Útlit er fyrir að færri Íslandsmet hafi verið slegin núna en tíðkast hefur á Íslandsmeistaramótum. En Íslandsmet eru takmörkuð þar sem að það er hæsta skor sem einhver hefur skorað í sögu íþróttinnar. Íþróttin hefur verið í gífurlega miklum vexti í fjölda og getustigi á síðasta áratug, og metin eru því alltaf að komast nær og nær hámarksskori sem mögulegt er að skora, og þeim mun hærri sem þau eru þeim mun erfiðara er að slá þau. Íslandsmet sem slegin voru á mótinu:

 • Boginn Kópavogi Sveigboga félagsliðakeppni 1639 metið var áður 1459 stig.
  • Valgerður E. Hjaltested
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
 • Boginn Kópavogi Trissuboga félagsliðakeppni (útsláttur) 221 stig
  • Freyja Dís Benediktsdóttir
  • Ewa Ploszaj
  • Ragnar Smári Jónasson

Við minnum keppendur /félög á að tilkynna Íslandsmet sem þeir slá í gegnum tilkynningarformið á bogfimi.

Vert að nefna að Alfreð Birgisson úr Akur var með hæsta skor mótsins 583 af 600 mögulegum sem er einnig personal best og er aðeins 5 stigum frá því að slá 15 ára gamalt Íslandsmet í trissuboga karla.

Margt áhugavert gerðist á mótinu og ekki mögulegt að komast yfir allt, en mögulegt er að finna ítarlegri fréttir um sigurvegarana á archery.is fréttavefnum en til að taka nokkur skemmtileg dæmi:

 • Mjög jafnt var í mörgum úrslitaleikjunum og oftar en ekki náðist sigurinn með aðeins einu stigi.
 • Aðeins Valgerður E. Hjaltested náði að verja Íslandsmeistaratitili sinn og það var með minnsta mun. Allir hinir 8 Íslandsmeistaratitlar einstaklinga innandyra skiptust um hendur á mótinu, sem sýnir hve mikil samkeppni er í íþróttinni.
 • Sveinn Sveinbjörnsson varð elsti maður sem unnið hefur Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki 79 ára gamall.
 • Guðbjörg, Ragnar, Anna María og Alferð endurheimtu öll titilana sína, en þau unnu öll titlana 2022 en töpuðu þeim 2023 og unnu þá svo aftur núna 2024
 • Akureyringar mættu sterkir inn á ný með stórt lið sem skilaði þeim 3 af 9 Íslandsmeistaratitilum einstaklinga, aðstöðu mál þeirra hafa batnað töluvert og með því fylgir meiri þátttaka.
 • Íþróttafélagið Freyja sem hefur lengi verið óvirkt er að vakna til lífs á ný sem langbogafélag og meirihluti keppenda í langboga
 • Fleiri félög náðu að skipa félagsliðum nú en áður, eftir að BFSÍ breytti félagsliðakeppni frá reglum WA (sem er kynjuð) í lið óháð kyni, m.a. til að koma á móts við lítil félög svo að þau eigi auðveldara með að skipa liðum og svo að kynsegin fólk geti tekið þátt í liðakeppni.
 • Nýr dómari bættist við teymið eftir að Georg Rúnar Elfarsson náði dómaraprófinu um áramótin og hann var í fyrsta verklegri þjálfun og verklegu mati á mótinu og Þórdís Unnur Bjarkadóttir var í þjálfun sem dómari á mótinu.

Mögulegt er að finna úrslit mótsins í mótakerfi BFSÍ og á ianseo.net.

BFSÍ óskar öllum til hamingju með árangurinn.

Íslandsmeistaramót ungmenna verður svo haldið næstu helgi 9-10 mars.