You are currently viewing Freyja Dís Benediktsdóttir í 9 sæti á úrslitamóti World Series U21 2023-2024 tímabilið

Freyja Dís Benediktsdóttir í 9 sæti á úrslitamóti World Series U21 2023-2024 tímabilið

Freyja Dís Benediktsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum (BFB) í Kópavogi náði þeim merka árangri í dag að vera fyrsti Íslendingur sem vinnur þátttökurétt á úrslitamóti World Series heimsmótaraðarinnar í innandyra bogfimi.

Á úrslitamótinu keppa efstu 16 íþróttamenn í heimi á innandyra tímabilinu 2023-2024 um World Series U21 Champion titilinn frá heimssambandinu. Sem er æðsti alþjóðlegi titill í markbogfimi innandyra.

Freyja stóð sig einnig frábærlega í undankeppni mótaraðarinnar þar sem hún endaði í 6 sæti ásamt því að enda í 6 sæti á World Series heimslista U21 eftir 2023-2024 tímabilið.

Freyja lauk keppni í dag eftir að Frönsk stelpa sló Freyju út í 16 manna úrslita leik. Freyja endaði því í 9 sæti á úrslitamóti World Series 2024.

Freyja sagðist vera ánægð með árangurinn.

Ég náði því einhvern veginn að smitast af einhverri pest þegar ég flaug út á mótið í síðustu viku og var að mestu að lifa mótið af á verkjalyfjum.

Miðað við stöðuna þá var í raun lítið meira sem ég gat gert. Ég skaut fínt í fyrri umferð undankeppni og var á pari við þá bestu, en var svo orðin uppgefin í seinni umferðinni og skorið mitt féll mikið þá.

Svo var pestin í raun orðin verri í dag þegar að úrslitamótið var en ég náði að halda mér í OK skori í leiknum í 16 manna úrslitum. En OK skor er ekki nóg til að vinna úrslitamótið.

Ég er samt ekki ósátt við þetta, getur maður verið ósáttur við að vera í 6 sæti á World Series U21 heimslista fyrir tímabilið og enda í topp 10 í heiminum á úrslitamótinu.

BFSÍ óskar Freyju innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslitamóti World Series U21 lýkur í fyrrmálið með gull og brons úrslitaleikjum, þar sem að tvær Franskar stelpur eigast við um gullið og Tyrknesk og Dönsk stelpa eigast við um bronsið.

Frekar er hægt að lesa um árangur Freyju í frétt á archery.is fréttavefnum hér: