You are currently viewing Bikarmótaröð BFSÍ mun krýna Íslandsbikarmeistara í bogfimi

Bikarmótaröð BFSÍ mun krýna Íslandsbikarmeistara í bogfimi

BFSÍ mun hefja formlega hald Bikarmótaraðar í haust í bogfimi og titla fyrstu Bikarmeistara árið 2023.

Keppni í Íslandsbikarmótaröðinni verður kynlaus og keppt verður í trissuboga, sveigboga og berboga. Átta efstu í undankeppni hvers móts halda áfram í útsláttarkeppni. Bikarmeistari verður krýndur sá sem er með hæsta skor úr undankeppni samanlagt (m.v. 3 hæstu skor)

Íslandsbikarmótin eru öðruvísi en Íslandsmeistaramótin að því leitinu til að Íslandsmeistaramótið er aðeins eitt mót þar sem allt getur gerst, en Íslandsbikarmótin eru mörg og tekur því mið af heildarframmistöðu keppanda yfir langt tímabil.

Þar sem að kynin eru einnig að keppa á móti hvert öðru eykst samkeppnin og erfiðleika stigið töluvert og alltaf gaman að sjá karla og konur keppa á móti hvert öðru 😉

Ef tækifæri býðst til þess að tengja mótaröðina við Indoor World Series (IWS) mótaröð heimsambandsins þá verður það gert og munu bikarmótin þá gilda til stig á Open Ranking heimslista World Archery. En ekki er komið í ljós hvernig fyrirkomulag verður á IWS mótaröð World Archery á 2022-2023 tímabilinu því gæti komið til einhverra breytinga á bikarmótaröðinni.

Verðlaun í Bikarmótaröðinni verða veitt til þeirra sem:

  • Eru meðal þriggja efstu eftir útsláttarkeppni í hverjum bogaflokki á hverju móti. (gull/silfur/brons)
  • Sem slá sitt persónulega met í mótakerfi BFSÍ. (medalía/pinni)
  • Eru með hæstu þrjú skor samanlagt úr undankeppni móta í mótaröðinni. (Bikar og Íslandsbikarmeistara titill) https://bogfimi.is/islandsbikarmeistarar-kynlaust/

Öll fimm mótin í Bikarmótaröðinni verða haldin í Bogfimisetrinu. Ekki er áætlað að vera með sjónvarpaða útsláttarkeppni á Bikarmótunum í sama formi og er á Íslandsmeistaramótum á þessu tímabili, en líklegt er ef að vel gengur með þátttöku í Bikarmótaröðunum að það bætist við á næsta tímabili.

Mót í Bikarmótaröðinni eru nú þegar komin inn í mótakerfi BFSÍ fyrsta mótið er 17 september og skráning er opin á öll mótin https://mot.bogfimi.is/