You are currently viewing Annað Bogfimiþing BFSÍ haldið um helgina

Annað Bogfimiþing BFSÍ haldið um helgina

Annað Bogfimiþing Bogfimisambands Íslands var haldið laugardaginn 11.mars 2023 í íþróttamiðstöðinni í laugardal.

Allt þetta venjulega var á dagsskrá og voru samþykktir ársreikningar, fjárhagsáætlun og kynnt skýrsla stjórnar og slíkt.

Breytingar á lögum BFSÍ voru samþykktar á þinginu. Margar smávægilegar breytingar, lagfæringar á orðalagi og viðbætur voru gerðar á lögunum. Flestar þeirra tengdar góðum stjórnháttum, þó að allar þær breytingartillögur hafi ekki gengið í gegn.

Uppfærð Afreksstefna BFSÍ 2021-2029 var samþykkt á þinginu en í anda er hún sú sama og áður. Ásamt því að kynnt var óbreytt heildarstefna og aðgerðaáætlun afreksstarfs.

Valgreiðslu aðildargjöld voru ákvörðuð í stað lagabreytinga um viðbót félagsgjalda. Sem mun gefa aðildarfélögum meira svigrúm.

Kosningar á þinginu:

  • Guðmundur Örn Guðjónsson var endurkjörinn formaður BFSÍ til 2 ára.
  • Astrid Daxböck og Oliver Ormar Ingvarsson voru kjörin sem meðstjórnendur til 4 ára.
  • Guðbjörg Reynisdóttir, Alfreð Birgisson og Frost Ás Þórðarson voru kjörin sem varamenn. Líklegt er að Frost sé fyrsti kynsegin einstaklingur sem hlotið hefur kjör í stöðu hjá nokkru sérsambandi ÍSÍ, þó að aðeins sé um stöðu varamanns að ræða.
  • Ólafur Gíslason og Haukur Hallsteinsson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga.

Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sat sem gestur og ávarpaði þingið.

Þingggögn þingsins er hægt að finna hér https://bogfimi.is/bogfimithing-2023/