You are currently viewing Silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Gott gengi var hjá keppendum BFSÍ á Evrópubikarmóti ungmenna í Catez í Slóveníu 1-6 maí þar sem 24 þjóðir með 228 keppendur áttust við á. Hér er mjög stutt samantekt af helstu niðurstöðum Íslands á mótinu.

U21 trissuboga kvenna liðið (Anna, Freyja og Þórdís) stóð sig frábærlega og tók silfurverðlaun á mótinu. Þetta eru fyrstu verðlaun BFSÍ á Evrópubikarmóti ungmenna. Ekki var haldin formleg útsláttarkeppni í trissuboga kvenna U21 og verðlaunin voru því afhent byggt á niðurstöðum úr undankeppni mótsins. Þó var haldin óformleg útsláttarkeppni þar sem öll U18 og U21 kvenna liðin á mótinu kepptu. Þar unnu Íslensku stelpurnar sig upp í gull úrslitaleikinn og mættu þar Ítalska U21 liðinu. Þar tók Ítalía súkkulaði gullið 223-217 og Ísland því í vel verðskulduðu 2 sæti á mótinu bæði formlega og óformlega.

Freyja Dís Benediktsdóttir var án vafa Íslenski leikmaður mótsins. Freyja vann silfur með U21 liðinu og vann sig upp í U21 einstaklings brons úrslitaleikinn. Sýnt var beint frá brons og gull úrslitaleikjum einstaklinga á mótinu og mögulegt er að sjá verðlaunaleik Freyju hér:

Ánægjulegt var að sjá allar trissuboga U21 stelpurnar í 8 manna úrslitum mótsins. Semsagt 3 af 8 voru Íslenskar, tvær voru Ítalskar og svo ein frá Hollandi, Ísreal og Króatíu. Ansi gott fyrir þjóð sem er meðal fimm fámennustu þjóða í Evrópu að skila öllum sínum keppendum í 8 manna úrslit.

Freyja Dís og Ragnar Smári slóu Íslandsmet landsliða á mótinu í blandaðri liðakeppni U21, bæði í undankeppni og útsláttarkeppni. Liðið endaði í 6 sætið á mótinu á milli Ítalíu í fimmta og Þýskalands í sjöunda.

Sex keppendur kepptu fyrir Íslands hönd á Evrópubikarmótinu í Slóveníu. Allir að keppa í trissuboga flokki og allir komust í 8 manna/liða úrslit eða hærra. Hér er listi af Íslensku keppendunum og niðurstaða þeirra á mótinu (miðast við hæstu niðurstöðu óháð keppnisgrein/liða/einstaklings/para):

  • Freyja Dís Benediksdóttir – 2 sæti
  • Anna María Alfreðsdóttir – 2 sæti
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 2 sæti
  • Ragnar Smári Jónasson – 6 sæti
  • Ísar Logi Þorsteinsson – 5 sæti
  • Aríanna Rakel Almarsdóttir – 5 sæti

Árlega eru haldin tvö Evrópubikarmót ungmenna af Evrópska bogfimisambandinu World Archery Europe. Næsta slíkt verður haldið í Sviss í byrjun júní og eru 9 Íslenskir keppendur skráðir til keppni þar.

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Mögulegt er að sjá allar niðurstöður Íslands af Evrópubikarmótinu í heild sinni á myndinni hér fyrir neðan.