You are currently viewing Allar reglubreytingar og viðbætur sem BFSÍ lagði fyrir Norðurlandaþing gengu í gegn

Allar reglubreytingar og viðbætur sem BFSÍ lagði fyrir Norðurlandaþing gengu í gegn

Norðurlandaþingið helgina 3-5 mars var óvenju árangursríkt. Gummi Guðjónsson formaður BFSÍ og Valgerður E. Hjaltested starfsmaður BFSÍ sátu þingið fyrir hönd BFSÍ.

Allar breytingar sem formaður BFSÍ lagði fyrir Norðurlandafundinn voru samþykktar með littlum breytingum. Formaður BFSÍ gerði ráð fyrir því að margar af þeim breytingum sem hann lagði til yrði erfitt að ná í gegn, en þær voru allar samþykktar einróma.

Helst sem vert að nefna sem gerðist eða var ákvarðað á Norðurlandaþinginu:

Norðurlandameistaramót (NM) í opnum flokki

Formaður BFSÍ lagði fram reglugerð um að hefja reglubundið hald Norðurlandameistarmóta utandyra í opnum flokki á 4 ára fresti. Reglugerðin var samþykkt með fáum breytingum og tekur gildi 4 mars 2023.

Næsta Norðurlandameistaramót í opnum flokki verður haldið í Noregi 2025, líklega í Larvik. Sem er sami staður og NM ungmenna verður haldið 2023.

Mögulegt er að finna endanlega útgáfu af reglugerðinni sem formaður BFSÍ lagði fyrir þingið hér.

Nordic Outdoor Championships (Senior) – Approved WAN meeting 04.03.2023

NM Ungmenna (NUM) breytingar á fjarlægðum í jafnara erfiðleikastig

Formaður BFSÍ lagði fram tillögu um breytingar á fjarlægðum fyrir ungmennaflokka á NM ungmenna.

Í stuttu máli eru breytingarnar:

  • U18 trissuboga flokkar eru færðir frá 50 metrum á 40 metra
  • U18 sveigboga flokkar eru færðir frá 60 metrum á 50 metra
  • U21 sveigboga flokkar eru færðir frá 70 metrum á 60 metra
  • „U21 WA“ sveigboga flokkum er bætt við á 70 metrum

Tillaga formanns BFSÍ var samþykkt af einróma og allir á þinginu töldu þetta vera mjög jákvæða breytingu fyrir yngra íþróttafólk á Norðurlöndum. Framkvæmdastjóri Sænska sambandsins lagði til viðbótina á WA U21 flokki fyrir sveigboga. Hugsunin á bakvið viðbót WA U21 flokks er að þá hafa öll ungmenni óháð getustigi möguleika á því að keppa á annað hvort Norðurlanda vegalengdum eða vegalengdum heimssambandsins á NM ungmenna í sveigboga.

Reglur um fjarlægðir á NM ungmenna eru því nú nánast þær nákvæmlega sömu og BFSÍ samþykkti breytingar á sínum reglugerðum í janúar á þessu ári fyrir Ísland. Þó er líklegt að U21 sveigboga flokkum á Íslandi verði einnig breytt úr 70 metrum á 60 metra af BFSÍ til að samhæfa við NM ungmenna. Þar sem U21 íþróttafólk á Íslandi hefur næg tækifæri til þess að keppa á 70 metrum á mótum í opnum flokki á Íslandi.

Með þessu nýja fyrirkomulagi eykst erfiðleikastig keppenda á NM ungmenna mun jafnara en áður eftir aldri. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan (sem tekið er úr drögum formanns BFSÍ að breytingunum) þá eykst fjarlægðin um 10 metra per aldursflokk, sem er mun jafnari aukning á erfiðleikastigi eftir aldursflokkum en áður, og því hafa íþróttamenn færi á því að keppa lengur á styttri fjarlægðum áður en þeir þurfa að fara í hærra erfiðleikastig.

Breytingar á fjarlægðum aldursflokka taka gildi þegar í stað og því verður keppt í þessum aldursflokkum og fjarlægðum á NM ungmenna í Larvik Noregi í júlí 2023.

Viðbót Norðurlandameta fyrir NM og NM ungmenna

Þar sem ekki öll Norðurlönd eru með sömu reglur um fjarlægðir og skífustærðir fyrir ungmenni og öldunga í sínum löndum, og veitt eru gífurlega mörg heimsmet fyrir mismunandi form af keppni, væri nánast ómögulegt að setja upp og viðhalda Norðurlandametaskrá fyrir öll met í reglum WA að svo stöddu.

Tillaga formanns BFSÍ var að Norðurlandasambandið (WAN) myndi hefja að halda utan um og veita „mótsmet“ á NM og NM ungmenna, svipað og gert er á Ólympíuleikum með Ólympíumet. Á NM og NM ungmenna eru allar Norðurlandaþjóðir að keppa undir sömu kringumstæðum, skífustærðum og fjarlægðum og hafa þá einnig jöfn tækifæri til þess að slá metin. Því taldi formaður BFSÍ það meira viðeigandi tillögu að byrjun á veitingu Norðurlandameta af Norðurlandasambandinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða og því verða fyrstu Norðurlandamet í sögu sambandsins veitt á NM ungmenna í Larvik 2023, eftir því sem best er vitað.

Norðurlandameistaramót ungmenna – NUM

Mótshaldarar NM ungmenna í Larvik kynntu upplýsingar um mótið. Í stuttu máli þá verður endanlegur boðspakki, dagskrá og skráningarform tilbúin og sent á landssamböndin á næstu 10 dögum. BFSÍ kemur þeim upplýsingum svo til aðildarfélaga sinna eins fljótt og mögulegt er eftir að þau berast. En helstu punktar sem vert er fyrir fólk að vita, og upplýsingar sem margir bíða eftir, er að:

  • Undankeppni hefst á föstudagsmorgni og verður ABC og íþróttamönnum verður skipt í 2 „session“ í undankeppni
  • Official practice og búnaðarskoðun er seinni part fimmtudags (þeir sem komast ekki í það geta farið í búnaðarskoðun á föstudags morgni)
  • Gisting sem mótshaldarar bjóða upp á er í skóla í göngu færi frá vellinum en það þarf að koma með eigin dýnur/sængurfatnað/svefnpoka eða svipað. Því líklegra að flestir Íslensku keppendurnir bóki sér hótel á svæðinu frekar.
  • Keppnisvöllurinn er sá sami og á NUM í Noregi 2018
  • Allt óstaðfestar upplýsingar þar til að búið er að leggja lokahönd á gögnin og þau hafa borist til BFSÍ, en fínt að láta vita um það sem var kynnt.

Formaður BFSÍ hafði fyrir rúmu ári síðan lagt til við starfsmenn Norska bogfimisambandsins að þeir myndu streyma NM ungmenna með sama formi og BFSÍ gerir á sínum viðburðum. Og einnig að sýnt verði beint, með „alternate shooting“ formi, frá úrslitaleikjum U21 sveigboga, trissuboga og berboga, til að byrja með, til að auka verðgildi viðburðanna fyrir keppendum og áhorfendum. (Þó að formaður BFSÍ hafi verið búinn að steingleyma þessari tillögu sinni til Norðmanna …). BFSÍ er mest þróaða sérsamband í beinum útsendingum viðburða meðal Norðurlanda og þó víðar væri leitað.

Norska bogfimisambandið er vel búið búnaði til að sjónvarpa viðburðum, þar sem það fjárfesti í miklum búnaði árið 2019, en þeir hafa littla þekkingu á því hvernig á að nota búnaðinn. Norska bogfimisambandið óskaði því eftir aðstoð frá BFSÍ við beinar útsendingar frá NM ungmenna í Noregi í júlí. Formaður BFSÍ bauð því fram aðstoð BFSÍ við beint streymi viðburðarins (þar sem viðbót sjónvarpaðra úrslita á NUM er í raun óbeint honum að kenna og því ekki hægt að komast hjá og allir fundarmenn störðu á hann þar til hann sagði já 😅)

Almenn kynning á bogfimi starfi í hverju Norðurlandi og almennar samræður.

Öll löndin gerðu stutta kynningu á því helsta sem hefur verið í gangi í sínum löndum tengt bogfimi íþróttum á síðasta ári. Það sem var m.a. fjallað um og rætt um í tengslum við þær kynningar voru:

  • Hinsegin málefni og staða þeirra í reglum og fordæmi frá Íslandi tengt trans og kynsegin fólki
  • Uppbygging íþróttafélaga og sérsambanda, og fordæmis Íslands um að reyna að leggja eins mikið og mögulegt er í hendur starfsmanna frekar en sjálfboðaliða, fordæmi sem öll Norðurlöndin voru spennt að fylgja og stuðla að innan sinna sambanda og sinna íþróttafélaga, sérstaklega gagnvart því að þjálfarar fái greidd laun innan félaga fyrir sína vinnu, sem ekki „normið“ á Norðurlöndum.
  • Málefni og fjöldi ungmenna sem eru að stunda íþróttina og þátttaka ungmenna í stjórnarstörfum íþróttafélaga og landssambandsins var í umræðunni.
  • Fjármál landssambanda og þá sérstaklega tengt afreksstarfi var einnig til umræðu.
  • Formaður BFSÍ kynnti tölfræði BFSÍ https://bogfimi.is/tolfraedi/

Svo voru að sjálfsögðu margar aðrar almennar samræður um ýmis konar málefni sem eru ekki sérstaklega fréttnæmar

Umræða um framboð og tillögur fyrir heimsþing í Berlín 2023

Svíþjóð hyggst bjóða fram nokkra einstaklinga í stöður hjá heimssambandinu á heimsþinginu í Berlín á þessu ári. Hin löndin voru ekki búin að ákveða framboð eða höfðu engin framboð í stöður. Norðurlöndin höfðu engar tillögur eða lagabreytingar til að leggja fyrir heimsþingið.

Maturinn á þinginu var extra íþróttamannslegur (Burger King) og Vala fékk að leika sér með hundinn hans Endre.