You are currently viewing Mikið að gerast hjá BFSÍ á næstu dögum. Marín á leið á Evrópuleika, met þátttaka á NM ungmenna, 3 keppendur fara á European Master Games, 1 á leið á HM ungmenna, Íslandsmót ungmenna/öldunga/fullorðinna og alþjóðlegt þjálfaranámskeið á vegum heimssambandins/OS á Íslandi

Mikið að gerast hjá BFSÍ á næstu dögum. Marín á leið á Evrópuleika, met þátttaka á NM ungmenna, 3 keppendur fara á European Master Games, 1 á leið á HM ungmenna, Íslandsmót ungmenna/öldunga/fullorðinna og alþjóðlegt þjálfaranámskeið á vegum heimssambandins/OS á Íslandi

Það er ansi mikið á döfinni í bogfimi og hjá BFSÍ um júní/júlí mánaðarmótin. Mjög mörg verkefni og mörg þeirra ofan í hvert öðru eða jafnvel á sama tíma í mismunandi löndum í heiminum.

 • Íslandsmót ungmenna – Hafnarfjörður 18 júni
 • Íslandsmót öldunga – Hafnarfjörður 18 júní
 • Evrópuleikarnir (European Games) – Krakow í Póllandi 20 júní – 30 júní
 • Norðurlandameistaramót Ungmenna (NUM) – Larvik Noregur 29 júní – 3 júlí
 • Heimsmeistaramót ungmenna – Limerick Írland 1 júlí – 9 júlí
 • Evrópuleikar Öldunga – Tampere Finnland 25 júní – 2 júlí
 • World Archery Coaching Seminar Level 2 – Reykjavík Ísland 3 júlí – 12 júlí
 • Íslandsmeistaramót utandyra – Hafnarfjörður 15-16 júlí

Evrópuleikar 20 júní – 30 júní

Marín Aníta Hilmarsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleikunum í sveigboga kvenna. Marín er fyrsta sveigboga kona til þess að keppa á Evrópuleikum í bogfimi fyrir Ísland. Starfsmenn BFSÍ fara út sem fylgdarmenn (Gummi og Vala). Mótið er stærsti íþróttaviðburður í Evrópu.

https://isi.is/frettir/frett/2023/06/15/Thatttakendur-a-Evropuleikum-2023/

Sjö keppendur úr ýmsum íþróttum munu keppa á Evrópuleikunum á vegum ÍSÍ að þessu sinni.

Áður hafa keppt á Evrópuleikum frá Íslandi í bogfimi:

 • Sigurjón Atli Sigurðsson í sveigboga karla – Baku 2015
 • Eowyn Marie Mamalias í trissuboga kvenna – Minsk 2019

Marín, Vala og Gummi fljúga svo einum degi áður en Evrópuleikunum lýkur til Osló á Norðurlandameistaramót ungmenna í Larvik í Noregi að hitta næstum 60 aðra Íslendinga sem eru að leggja för sína á NUM.

NM Ungmenna (NUM) 29 júní – 3 júlí

Met þátttaka er frá Íslandi á Norðurlandameistaramóti ungmenna. Fjöldi keppenda per þjóð á NUM að þessu sinni:

 • Ísland – 32
 • Svíþjóð – 27
 • Danmörk – 37
 • Finnland – 5
 • Færeyjar – 4
 • Noregur – 52 (heimaþjóðin)

Als eru um 59 Íslendingar að leggja för sína út tengt mótinu ef taldir eru með s.s. þjálfarar, liðsstjórar og annað stuðningsfólk.

Eins og áður gerum við ráð fyrir góðum árangri á NUM og nokkrum Norðurlandameistaratitlum heim á klakann. Helmingur aðildarfélaga BFSÍ á keppendur á NM ungmenna að þessu sinni.

Þátttaka Íslands á NM ungmenna til dags hefur vaxið hægt í tölum. En sá vöxtur ungmennastarfsins á Íslandi hefur hulist að hluta vegna ýmissa þátta. Því er útlitið núna eins og mikil sprenging hafi gerst í ungmennastarfi allt í einu þegar að í raun er um að ræða jafnan og þéttann vöxt íþróttarinnar og ungmennastarfs yfir langt skeið.

 • 2018 – 15 keppendur (fyrsta sinn sem Ísland tók þátt á NUM)
 • 2019 – 18 keppendur (eðlilegt ár)
 • 2020 – Aflýst vegna Covid
 • 2021 – 18 keppendur (furðulegt keppnis fyrirkomulag vegna Covid og ferðatakmarkana)
 • 2022 – 15 keppendur (haldið á stað sem var sérstaklega dýrt að ferðast til sem fækkaði þeim sem höfðu efni á því að fara)
 • 2023 – 32 keppendur (eðlilegt ár)

Starfsmenn og stjórnarmenn BFSÍ verða einnig á NM ungmenna í Noregi að sjá um beina útsendingu frá NUM og á sama tíma að kenna Norðmönnum hvernig þeir geta streymt beint frá sínum mótum og úrslitaleikjum landsmóta í framtíðinni. Þetta verður í fyrsta sinn þar sem sýnt verður beint frá úrslitaleikjum NM ungmenna.

European Master Games (Evrópuleikar Öldunga) 25 júní – 2 júlí

Á sama tíma og Evrópuleikarnir (European Games) eru í gangi í Póllandi og NM ungmenna er í gangi í Noregi eru Evrópuleikar öldunga (European Master Games) haldnir í Tampere í Finnlandi. Leikarnir eru haldnir á 4 ára fresti og voru síðast haldnir í Tórínó Ítalíu 2019, þar sem Íslenskir keppendur komu heim með nokkur verðlaun.

3 keppendur frá Íslandi munu keppa þar í 50+/60+ flokkum. Albert Ólafsson, Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir og Þorsteinn Halldórsson öll í trissuboga. En því miður lögðu færri för sína á mótið sumir þeirra eru þegar úti á NM ungmenna á þessum tímam að styðja krakkana í fyrstu skrefunum á sínum afreks pathway.

Vert er að geta að nú verða afhentir í fyrsta sinn formlegir Evrópumeistaratitlar í + flokkum á Evrópuleikum Öldunga. Sú breyting kom að hluta til vegna tillögu og þrýstings frá BFSÍ á Evrópusambandið að gera það að veruleika.

Heimsmeistaramót ungmenna 1 júlí – 9 júlí

Einn keppandi mun keppa fyrir Íslands hönd á HM ungmenna í Limerick Írlandi, Anna María Alfreðsdóttir. Alfreð Birgisson fer með sem fylgdarmaður á vegum BFSÍ. Anna hefur verið að eiga við meiðsl og því óljóst hvernig staðan verður á henni þegar kemur að mótinu.

Áætlað var að þátttaka Íslands á HM ungmenna yrði hærri í ár. En þar sem svo mörg verkefni stangasta á við hvert annað upp á tíma og HM ungmenna í ár var óvenju dýrt mót þá er skiljanlegt að færri hafi lagt för sína þanngað. Á síðasta HM ungmenna í Póllandi (sem var einnig fyrsta sem Ísland tók þátt í) voru 5 keppendur frá Íslandi.

World Archery Coach Level 2 Seminar 3 júlí – 12 júlí

Alþjóðlegt þjálfaranámskeið verður haldið af BFSÍ á Íslandi af þjálfarakennara frá heimssambandinu World Archery og með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity)

Upprunalega var áætlað að halda námskeiðið í ágúst en þar sem þjálfarakennari heimssambandsins var aðeins laus á þessum tíma var ekki hjá því komist að halda námskeiðið í þessari viku.

Tim Swane frá Bretlandi sem verður þjálfarakennari alþjóðabogfimisambandsins á námskeiðinu, mun lenda á Íslandi sama dag og starfsmenn BFSÍ og meiri hluta þeirra Íslendinga sem sitja námskeiðið sem eru að koma frá NM ungmenna í Noregi.

Vert að nefna eitt sem er ný staðfest: World Archery Resident Coaches Program 20 október – 30 nóvember

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested var valin til þátttöku í 6 vikna landsliðsþjálfara lærlings programmi af heimssambandinu World Archery með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity).

Prógrammið mun fara fram í World Archery Excellence Centre í Ólympíuborginni Lausanne Sviss 20 október til 30 nóvember. Valgerður mun búa úti í Sviss og m.a. vera lærlingur Marc Dellenbach sem er að hefja störf í afreksmiðstöð heimssambandsins. Marc er fyrrum þjálfari Þýska sveigboga kvenna landsliðsins, sem hefur náð miklum árangri og var efst á heimslista þegar hann hefur störf hjá heimssambandinu og hættir sem landsliðsþjálfari Þýskalands.

Undirbúningurinn fyrir þetta allt hefur verið slatti vinna og verður töluvert álag á starfsmenn BFSÍ næstu vikur, sem eru einnig nýkomnir heim með hóp af Evrópubikarmóti ungmenna í Sviss. Því biðjum við um þolinmæði, skilning og biðlund ef starfsmenn BFSÍ eru seinir að svara, skrifa fréttir eða klára önnur verkefni á meðan törnin gengur yfir 😊

(Svo eftir það er en eftir að nefna HM í Berlín, heimsbikarmót í París og ….. endalaust af verkefnum hehe)