You are currently viewing Fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna á EM, með 1 gull, 2 silfur og 2 brons. Níu unnu til verðlaunanna á EM og mörg tímamót
Flott mynd af Marín Anítu Hilmarsdóttir í brons úrslitum í meistaraflokki sveigboga kvenna liða

Fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna á EM, með 1 gull, 2 silfur og 2 brons. Níu unnu til verðlaunanna á EM og mörg tímamót

Ísland vann til 5 verðlauna á EM í Króatíu og það munaði tveim bráðabönum að verðlaunin væru 7.

Þar sem að sum verðlaunin eru fyrir árangur í liðakeppni þá eru samtals 9 keppendur sem unnu til verðlauna fyrir hönd Íslands á EM en 5 verðlaun samtals og tveir keppendur sem unnu til verðlauna bæði í einstaklingskeppni og í liðakeppni. Eftirfarandi unnu verðlaun á EM fyrir Ísland:

 • Silfur verðlaun berboga U21 kvenna (einstaklingskeppni)
  • Lóa Margrét Hauksdóttir
 • Brons verðlaun berboga U21 karla (einstaklingskeppni)
  • Baldur Freyr Árnason
 • Gull verðlaun berbogi karla liða U21
  • Baldur Freyr Árnason
  • Ragnar Smári Jónasson
  • Auðunn Andri Jóhannesson
 • Silfur verðlaun berbogi kvenna liða U21
  • Heba Róbertsdóttir
  • Maria Kozak
  • Lóa Margrét Hauksdóttir
 • Brons verðlaun trissuboga kvenna liða (meistaraflokkur)
  • Anna María Alfreðsdóttir
  • Matthildur Magnúsdóttir
  • Ewa Plozaj
Trissuboga kvenna liðið að taka við brons verðlaunum, Bretland tók gullið og Ítalía silfur

Ísland var einnig að keppa í þrem öðrum brons úrslitaleikjum á EM þar sem ekki náðist sigur. Tveir af þeim þremur leikjum um bronsið enduðu jafnir og þurfti að ákvarða sigurvegara í bráðabana sem voru svo hryllilega tæpir að það var í raun hlutkesti hvort liðið myndi vinna.

 • Sveigboga kvenna lið (meistaraflokkur) brons úrslitaleikur gegn Moldóvu endaði jafn 4-4 og Moldóva vann svo bronsið í spennandi bráðabana.
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
  • Astrid Daxböck
 • Berboga karla lið (meistaraflokkur) brons úrslitaleikur gegn Serbíu sem endaði jafn 4-4 og Serbía vann svo bronsið í spennandi bráðabana.
  • Sveinn Sveinbjörnsson
  • Sölvi Óskarsson
  • Izaar Arnar Þorsteinsson
 • Berboga kvenna lið (meistaraflokkur) brons úrslitaleikur gegn Serbíu endaði með 5-1 sigri Serbíu, en stelpurnar okkar byrjuðu illa og náðu sér ekki á strik nægilega fljótt í leiknum eftir óhapp í fyrstu umferð leiksins.
  • Guðbjörg Reynisdóttir
  • Astrid Daxböck
  • Rakel Arnþórsdóttir
 • Ef að þessir þrír leikir hefðu unnist þá hefði helmingur keppenda Íslands á EM unnið til a.m.k. einna verðlauna.
Ísland vs Moldóva brons úrslitaleikurinn að hefjast

Með þetta mikið af úrslitum og árangri til að fjalla um þá er aldrei hægt að gefa öllu nægilega umfjöllun í einni stuttri frétt sem sæmir árangri þeirra, en til þess að reyna að taka saman einhvern stuttann lista af þeim sem sköruðu fram úr þeim frammúrskarandi (sem er algerlega hlutlægur listi):

 • Lóa Margrét Hauksdóttir sem vann 2 silfur á mótinu, silfur í einstaklingskeppni berboga kvenna U21 með naumu tapi gegn Breta í síðustu umferð leiksins og vann annað silfur með berboga U21 kvenna liðinu í liðakeppni á EM.
 • Baldur Freyr Árnason sem vann brons úrslitaleikinn í einstaklingskeppni berboga U21 karla með algjörum yfirburðum 6-0 gegn Frakkanum og vann einnig gull í liðakeppni á EM.
 • Guðbjörg Reynisdóttir sem endaði í 6 sæti í berboga kvenna og var hæst Íslendinga á EM í meistarflokki, en Guðbjörg var í 5 sæti á EM 2022 og var að vonast eftir verðlaunum í þetta sinn.
 • Sveigboga kvenna lið meistaraflokks, af því að við erum súr, ánægð og stolt yfir að tapa bronsinu gegn Moldóvu í frábærum leik.
 • Berboga karla lið meistaraflokks, af því að við erum súr, ánægð og stolt yfir að tapa bronsinu gegn Serbíu í frábærum leik.
 • Trissuboga kvenna liðið sem vann fyrstu liða verðlaun Íslands í meistaraflokki á EM
 • Í raun eru íþróttafólk og lið sem er ekki verið að fjalla um sem myndi fá góða umfjöllun fyrir góðan árangur venjulega. T.d. trissuboga U21 lið kvenna og karla sem voru bæði mjög nálægt því að komast í gull/brons úrslitaleiki eftir naum töp í 8 liða úrslitum 219-221 gegn Króatíu og 220-223 gegn Rúmeníu. Margur annar árangur yfirgnæfir það bara að þessu sinni. Enginn af okkar keppendum stóð sig illa og eiga hrós skilið.
Lóa Margrét Hauksdóttir að skjóta á úrslitavellinum um Evrópumeistaratitilinn í berboga kvenna U21 liða

Til að nefna nokkur tímamót/sögulegt sem gerðust á EM fyrir Ísland:

 • Fyrstu verðlaun Íslands í bogfimi á EM. (Ísland hefur aðeins keppt um 2 verðlaun áður á EM 2019 og EM 2022 í báðum tilfellum í U21 flokkum en endaði í 4 sæti í báðum tilfellum.)
  • Fyrstu einstaklings verðlaun Íslands í U21 flokki á EM
  • Fyrstu liða verðlaun Íslands í meistaraflokki á EM
  • Fyrstu liða verðlaun Íslands í U21 flokki á EM
 • Fyrsta sinn sem allir Íslensku keppendurnir og liðin komast áfram eftir undankeppni EM.
 • Fyrsta sinn sem Ísland leikur til úrslita í liðakeppni á EM U21 (besta niðurstaða áður var 5 sæti 2022)
 • Fyrsta sinn sem Ísland leikur í gull úrslitaleik á EM (besta niðurstaða áður var 4 sæti)
 • Stærsta lið Íslands á EM til dags 34 (stærsta lið áður var 2022 20 manns. Hámarks þátttaka þjóðar í undankeppni EM er 36 keppendur)
 • Elsti keppandi Íslands á EM 79 ára (03.05.1945) og elsti keppandi mótsins (einn Daninn var næst elstur 74 ára)
 • Yngsti keppandi Íslands á EM 13 ára (29.01.2011) og þriðji yngsti keppandi á mótinu
 • Og svo væri lengi hægt að telja upp tímamót og árangur, þar sem að Ísland bætti sinni besta árangur á EM í næstum öllum greinum.
Guðbjörg Reynisdóttir að skjóta á gull/brons úrslitavellinum í brons úrslitum berboga kvenna liða í meistaraflokki

Reynt verður að birta eins mikið af fréttum á næstu dögum og mögulegt er á bogfimi fréttavefnum archery.is (þegar að Gummi er búinn að sofa og jafna sig hehe) til þess að lýsa ljósi á margan af þeim árangri sem náðist á mótinu hjá okkar keppendum og liðum, og svo að allir fái einhverja umfjöllun. BFSÍ er mjög stolt af sínu fólki og vonar að Íslendingar séu það allir líka.

Evrópumeistaramótið innandyra (European Indoor Championships) er haldið í Varazdin Króatíu dagana 19-24 febrúar. Keppt er í einstaklingskeppni og liðakeppni í:

 • 3 keppnisgreinum (berboga, trissuboga og sveigboga)
 • 2 kynjum (karla og kvenna)
 • 2 aldursflokkum (Meistaraflokki og U21 flokki)
Baldur Freyr Árnason í undanúrslitum gegn Ítölskum keppanda

Um 300 þátttakendur tóku þátt í undankeppni EM innandyra að þessu sinni og 24 þjóðir, sem er óvenju lág þátttaka þjóða en er þriðja mesta þátttaka keppenda á EM innandyra síðustu 16 ár. Venjulega eru á milli 30-35 þjóðir og um 250 keppendur að meðaltali. Ólympíuleikar (sem eru utandyra) hafa þar einhver áhrif, ásamt því að þátttaka á mótinu var ein sú dýrasta í manna minnum sem fældi marga frá.

Heilt á litið er útlitið gott í dag og Íslendingar geta vænt fleiri verðlauna á Evrópumeistaramótinu innandyra í framtíðinni. Okkar keppendur eru að fara að fljúga heim og lenda í Keflavík 15:25 25 feb.

Verðlaunahafar Íslands á EM. Frá vinstri: Efsta röð: Anna María Alfreðsdóttir, Matthildur Magnúsdóttir, Ewa Plozsaj, Mið röð: Baldur Freyr Árnason, Ragnar Smári Jónasson, Auðunn Andri Jóhannesson, Neðsta röð: Maria Kozak, Heba Róbertsdóttir og Lóa Margrét Hauksdóttir