You are currently viewing Reykhólar slá í gegn á ÍM ungmenna um helgina

Reykhólar slá í gegn á ÍM ungmenna um helgina

ÍM ungmenna voru haldin um helgina þar sem að 31 Íslandsmeistaratitlar voru veittir, 11 Íslandsmet voru slegin og 2 gull voru veitt fyrir keppnisgreinar í þróun. Félög úr öllum landshornum tóku þátt á mótinu sem var gaman að sjá.

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi skaraði framúr á ÍMU með 19 af 31 titlum sem veittir voru og 7 af 11 Íslandsmetum. En það er í samræmi við að félagið er stærsta félag landsins með um 70% af iðkendum í íþróttinni.

UMF Afturelding á Reykhólum kom hinsvegar mikið á óvart og tók þriðja sætið í heildar verðlaunatölu á Íslandsmóti U16/U18 þrátt fyrir að þetta væri í fyrst sinn sem félagið keppir á Íslandsmóti í 100 ára sögu félagsins (eftir því sem best er vitað). Reykhólar er þorp þar sem að aðeins um 140 manns búa. Íslendingar tala mikið um höfðatölu og það er enginn vafi á því að Reykhólar voru með langbestu frammistöðuna og unnu Íslandsmótið miðað við höfðatölu.

Á Íslandsmótum í bogfimi er keppt um þrjá Íslandsmeistaratitla í hverri keppnisgrein og aldursflokki:

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Það voru því nokkrir keppendur sem að unnu til fleiri en eins Íslandsmeistaratitils á mótinu og gaman að taka saman smá lista af þeim sem mætti segja að sköruðu mest fram úr á Íslandsmótum ungmenna innandyra í ár:

  • Fjórfaldir Íslandsmeistarar (Þeir sem unnu til fjögurra titla)
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – Boginn
  • Þrefaldir Íslandsmeistarar (Þeir sem unnu til þriggja titla)
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
    • Eowyn Marie Mamalias – Hrói
    • Baldur Freyr Árnason – Boginn
    • Magnús Darri Markússon – Boginn
  • Tvöfaldir Íslandsmeistarar (Þeir sem unnu til tveggja titla)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Boginn
    • Lóa Margrét Hauksdóttir – Boginn
    • Maria Kozak – SkotÍs
    • Alexandra Kolka Stelly Eydal – Akur
    • Elías Áki Hjaltason – Boginn
    • Ragnheiður Íris Klein – Hrói

Hér fyrir neðan er svo stutt samantekt af þeim sem unnu titla og slógu met á mótinu.

Íslandsmeistarar:

  • Berbogi U16 karla: Ingólfur Birkir Eiríksson – Afturelding
  • Berbogi U16 kvenna: Íris Ragnheiður Klein – Hrói
  • Berbogi U18 karla: Baldur Freyr Árnason – Boginn
  • Berbogi U18 kvenna: Lóa Margrét Hauksdóttir – Boginn
  • Berbogi U21 kvenna: Maria Kozak – Skotís
  • Trissubogi U16 karla: Magnús Darri Markússon – Boginn
  • Trissubogi U16 kvenna: Sóldís Inga Gunnarsdóttir – Boginn
  • Trissubogi U18 kvenna: Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Boginn
  • Trissubogi U21 karla: Ragnar Smári Jónasson – Boginn
  • Trissubogi U21 kvenna: Eowyn Marie Mamalias – Hrói
  • Sveigbogi U16 karla: Elías Áki Hjaltason – Boginn
  • Sveigbogi U16 kvenna: Alexandra Kolka Stelly Eydal – Akur
  • Sveigbogi U18 kvenna: Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – Boginn
  • Sveigbogi U21 karla: Ari Emin Björk – Akur
  • Sveigbogi U21 kvenna: Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Langbogi/Hefðbundnir U18 kvenna*: Kristjana Rögn Andersen – SkotÍs

Íslandsmeistarar óháð kyni:

  • Berbogi U16: Íris Ragnheiður Klein – Hrói
  • Berbogi U18: Baldur Freyr Árnason – Boginn
  • Berbogi U21: Maria Kozak – Skotís
  • Trissubogi U16: Magnús Darri Markússon – Boginn
  • Trissubogi U18: Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Boginn
  • Trissubogi U21: Eowyn Marie Mamalias – Hrói
  • Sveigbogi U16: Elías Áki Hjaltason – Boginn
  • Sveigbogi U18: Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – Boginn
  • Sveigbogi U21: Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Langbogi/Hefðbundnir U18*: Kristjana Rögn Andersen – SkotÍs

Íslandsmeistarar félagsliða:

  • Berbogi U16: Afturelding Reykhólum (Ásborg/Svanur)
  • Berbogi U18: Boginn Kópavogi (Baldur/Lóa)
  • Sveigbogi U16: Akur Akureyri (Emilía/Alexandra)
  • Sveigbogi U18: Boginn Kópavogi (Anna/Stella)
  • Sveigbogi U21: Boginn Kópavogi (Anna/Marín)
  • Trissubogi U16: Boginn Kópavogi (Magnús/Eydís)
  • Trissubogi U21: Hrói Hafnarfirði (Eowyn/Kaewmungkorn)

Íslandsmet sem slegin voru á Íslandsmótum ungmenna:

  • Berbogi U18 karla – 503 stig metið var áður 494 stig
    • Baldur Freyr Árnason Boginn
  • Trissubogi U16 karla útsláttarkeppni – 142 stig metið var áður 141
    • Magnús Darri Markússon Boginn
  • Trissubogi U18 WA útsláttarkeppni – 143 stig metið var áður 141 stig (Þórdís jafnaði það svo aftur síðar á mótinu)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir Boginn
  • Trissubogi U16 félagslið – Boginn 1124 stig metið var áður 1112 stig
    • Magnús Darri Markússon
    • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori
  • Berbogi U16 félagslið – Afturelding 905 stig metið var áður 439 stig
    • Ásborg Styrmisdóttir
    • Svanur Gilsfjörð Bjarkason
  • Sveigbogi U16 félagslið – Akur 919 stig
    • Emilía Eir Valgeirsdóttir
    • Alexandra Kolka Stelly Eydal
  • Berbogi U18 félagslið – Boginn 971 stig
    • Lóa Margrét Hauksdóttir
    • Baldur Freyr Árnason
  • Sveigbogi U18 félagslið – Boginn 996 stig
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
    • Stella Wedholm Albertsdóttir
  • Trissuboga U21 félagslið – Hrói 1129 stig
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Kaewmungkorn Yuangthong
  • Trissuboga U21 félagslið útsláttarkeppni – Hrói 150 stig
    • Eowyn Marie Mamalias
    • Kaewmungkorn Yuangthong
  • Sveigboga U21 félagslið – Boginn 1062 stig
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir jafnaði einnig trissuboga U18 kvenna útsláttarmetið með 142 í skor.

Við minnum einstaklinga og félög á að tilkynna metin sín ef þeir vilja fá þau staðfest.

BFSÍ óskar öllum til hamingju með árangurinn.

Íslandsmót ungmenna voru haldin 9-10 mars í Bogfimisetrinu. Mótin eru tvískipt í tvö ótengd mót, Íslandsmót U16/U18 á laugardegi og Íslandsmót U21 á sunnudegi. Mögulegt er að finna niðurstöður mótsins í mótakerfi BFSÍ og á ianseo.net. Myndir á Smugmug, streymi og myndbönd á Archery TV Iceland. Einnig er hægt að finna nánari fréttir á archery.is.

https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams

https://bogfimi.smugmug.com/

https://www.ianseo.net/TourList.php?Year=2024&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc

https://mot.bogfimi.is/Event/Finished

https://archery.is/