You are currently viewing Sex keppendur á leið á European Youth Cup

Sex keppendur á leið á European Youth Cup

Sex keppendur eru á leið á Evrópubikarmót ungmenna 1-6 maí sem haldið verður í Catez Slóveníu.

Eftirfarandi keppendur eru skráðir á mótið:

  • Anna María Alfreðsdóttir í trissuboga U21 kvenna
  • Freyja Dís Benediktsdóttir í trissuboga U21 kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir í trissuboga U21 kvenna
  • Ragnar Smári Jónasson í trissuboga U21 karla
  • Ísar Logi Þorsteinsson í trissuboga U18 karla
  • Aríanna Rakel Almarsdóttir í trissuboga U18 kvenna

Þetta er aðeins í annað sinn sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti ungmenna. Íslenskir keppendur kepptu í fyrsta sinn á Evrópubikarmóti ungmenna á Ítalíu árið 2018

Góðar líkur eru taldar að Íslensku keppendurnir komi heim með allavega ein verðlaun af Evrópubikarmótinu og verður því spennandi að fylgjast með. Eftir að mótinu lýkur munum við að sjálfsögðu birta fréttir um mótið og gengi okkar fólks. En fyrir þá sem vilja fylgjast með viku löngu mótinu live er hægt að gera það á úrslita síðu mótsins á ianseo.net.

Fjórir af þessum keppendum verða svo lengur í Slóveníu til þess að taka þátt í Veronicas Cup World Ranking Event (V-Cup) sem er haldið  11-15 maí um klukkutíma akstur frá í Kamnik Slóveníu. Ásamt því eru 2 aðrir keppendur sem fljúga út að taka aðeins þátt í V-Cup og hitta hina keppendurna út í Slóveníu. Einnig eru taldar góðar líkur á því að Ísland taki verðlaun á V-Cup þar sem Ísland tók gull í liðakeppni trissuboga kvenna og brons í einstaklingskeppni trissuboga kvenna árið 2022.