You are currently viewing Valgerður var lærlingur heimssambandsins í bogfimi í 6 vikur með Ólympíustyrk

Valgerður var lærlingur heimssambandsins í bogfimi í 6 vikur með Ólympíustyrk

Starfsmaður BFSÍ Valgerður E. Hjaltested er nýlega komin heim aftur á klakann eftir að hafa verið í rúmar 6 vikur sem lærlingur í afreksíþróttamiðstöð alþjóðabogfimisambandsins (World Archery Excellence Centre – WAEC) í Ólympíuborginni Lausanne Sviss. Verkefnið var styrkt af þróunarsjóði International Olympic Commitee sem heitir Olypmic Solidarity (Ólympíusamhjálpin).

Valgerður fyrir utan innganginn á WAEC

Valgerður fór til Sviss í október og kom heim aftur í byrjun desember. Hún bjó í heimavist í hásskóla nálægt afreksíþróttamiðstöðinni og á þessum 6 vikum tók Valgerður meðal annars þátt í:

  • World Archery Coach Level 2 námskeiði
  • World Archery Coach Level 3 námskeiði
  • Skipulagningu og haldi World Series móts
  • Heimsókn í afreksíþróttamiðstöð Beiter í Þýskalandi
  • Heimsókn á skrifstofur International Olympic Commitee og Ólympíusafnið
  • Heimsókn á skrifstofur World Archery
  • Að þjálfa á námskeiðum og æfingum sem boðið er upp á af World Archery í afreksíþróttamiðstöðinni
  • Að læra af þjálfurunum sem vinna í afreksíþróttamiðstöðinni hvernig þeir skipuleggja og sinna sínum æfingum og íþróttafólki frá byrjenda stigi upp á afreksstig

World Archery þjálfarastig 3 er hæsta þjálfarstig hjá heimssambandinu og aðeins einn annar þjálfari er með þau réttindi á Íslandi.

Valgerður h/m ásamt þjálfurum í lærlings prógramminu og einum íþróttamanni á OS styrk í WAEC. Þau eru í starfsmannabolum tengt World Series mótinu í október

Valgerður sagðist hafa haft mjög gaman af þessari ferð og tengslunum sem hún myndaði í íþróttinni við fólk alstaðar af úr heiminum. World Archery tekur aðeins inn takmarkaðan fjölda lærlinga á hverju ári í afreksíþróttamiðstöðina og Valgerður var í hóp lengra kominna með fjórum öðrum þjálfurum sem voru frá Brasilíu, Kyrgystan, Bútan og Kýpur.

Mynd af lærlinga hópnum í heimsókn á skrifstofur IOC. Frá vinstri Daniel Kockel frá Þýskalandi (kennari), Valgerður frá Íslandi, Eliza Tynalieva frá Kyrgystan, Marina Canetta frá Brasílíu, Karma Tshering frá Bútan og Christoforos Pharmakas frá Kýpur.

Þrátt fyrir að Valgerður hafi setið meira en 180 klukkustundir af kennslu sagði hún að hún hafi verið mun betur undirbúin fyrir þetta en hún gerði sér grein fyrir með öllu því sem hún hefur lært á Íslandi, sérstaklega frá samstarfsfólki sínu hjá BFSÍ og hafi þegar kunnað nánst allt sem var kennt. En að hún hafi safnað sér mikilli reynslu og sjálfsöryggi sem þjálfara í ferðinni.

Ásamt því nefndi Valgerður að það hafi verið áhugavert að sjá hvernig námskeiðahald, aðferðafræði þjálfara og skipulag getur verið mismunandi á mismunandi stöðum í heiminum. Þetta víkkaði út reynslu, þekkingu, sjóndeildarhring og sjálfstraust hennar á eigin getu sem þjálfara, ásamt því að vera gífurlega mikilvæg reynsla sem á eftir að hjálpa henni mikið í starfi.

Valgerður h/m einbeitt að þjálfa á þjálfaranámskeiði að greina tækni íþróttamanns

Valgerður sagði að á meðan á námskeiðinu stóð hafi BFSÍ/Ísland verið nefnt reglubundið af kennurum á báðum þjálfaranámskeiðunum sem jákvætt dæmi fyrir aðra til að fylgja í skipulagi, þjálfaramenntun og þátttöku. Einnig var Ísland notað sem dæmi af starfsfólki World Archery þegar fjallað var um jákvæð dæmi um uppsetningu á regluverki, landsliðsvali og skipulagi landsambanda.

Valgerður hafði gert ráð fyrir því að starf annarra landssambanda væri mun skipulagðara eða skilvirkara en það var, en eftir að hafa heyrt reynslusögur frá öðrum þjálfurum þá er Ísland eiginlega óvenjulega vel skipulagt landssamsband á heimsvísu. Oftast þegar að þjálfarar í lærlinga hópnum voru spurðir um hvort að þeir þekktu til ákveðinna atriða í starfi World Archery var Valgerður sú eina sem rétti upp hönd og Valgerður var nokkrum sinnum fengin til þess að kynna þau atriði fyrir hinum lærlingunum.

Valgerður v/m að skjóta í Beiter archery center í Þýskalandi

Verkefnið hjá afreksíþróttamiðstöð World Archery heitir Resident Coach Programme (þjálfara lærlings prógram) og var fjármagnað af Ólympíustyrk fyrir þjálfara (Olympic Scholarship for Coaches) sem er styrkur á vegum Ólympíusamhjálparinnar (Olympic Solidarity – OS). Aðeins er mögulegt fyrir Ólympíunefnd hvers lands að sækja um einn slíkan styrk á hverju ári og fáir þjálfarar á Íslandi hafi fengið Ólympíustyrk fyrir þjálfara á Íslandi og Valgerður er fyrsta á vegum BFSÍ sem sækir slíkt námskeið. En partur af því að hljóta þann styrk er að viðkomandi heiti því að beiti þeirri þekkingu til uppbyggingar íþróttarinnar í viðkomandi landi og hentar því mjög vel sem starfsþjálfun fyrir starfsfólk BFSÍ. BFSÍ leggur mikla áherslu á starfsmannahald og menntun/endurmenntun starfsfólks sambandsins.

Já það er stafsetningarvilla í þessu, það er beðið eftir nýju skírteini 😉

BFSÍ sendi inn umsókn til World Archery (WA) og afreksíþróttamiðstöð þeirra (WAEC) í prógrammið fyrir Valgerði með mjög góðum fyrirvara, en það var gert í samráði við WA og ÍSÍ. Eftir að Valgerður var valin af WA og WAEC sendu þau samtök meðmæli á Valgerði fyrir Ólympíustyrk fyrir þjálfara (Olympic Scholarship for Coaches) til Olympic Solidarity (OS) tengt umsókn Valgerðar. OS hafði svo samband við ÍSÍ að leita að stuðningi ÍSÍ við slíka umsókn. Þar sem BFSÍ var þegar búið að vera í samskiptum við ÍSÍ og upplýsa þá um umsóknina og fá vilyrði fyrir slíkum stuðningi þá studdi ÍSÍ við umsókn Valgerðar með því að sækja formlega um styrk frá OS fyrir verkefninu (aðeins Ólympíunefnd viðkomandi lands getur sótt um styrki til OS). Að lokum samþykktu OS umsókn ÍSÍ að Ólympíustyrk fyrir þjálfara og sendu staðfestingu þess efnis til WA og WAEC. WA og WAEC staðfestu svo þátttöku Valgerðar við hana og BFSÍ. Þetta er smá ferli tengt þessu en það mikilvægasta í öllu þessu ferli voru góð samskipti milli starfsmanna allra samtakana, BFSÍ, WA, ÍSÍ, WAEC og OS.

Heildarstyrkurinn sem fékkst frá Ólympíusamhjálpinni fyrir verkefninu er ekki þekktur þar sem að styrkurinn er að mestu greiddur til afreksíþróttamiðstöðvar World Archery (WAEC) vegna kostnaðar við lærlingana s.s. húsnæðiskostnaðar, þjálfara, upphaldi, flugi o.sv.frv. þar sem að þetta er verkefni á vegum WAEC. En áætlað er að styrkurinn hafi verið á eða yfir aðra milljón fyrir verkefninu.

Þetta eru mörg stór orð, nöfn, verkefni og samtök sem er fjallað um sem ekki allir þekkja til og þetta er stórt verkefni. Því settum við hér fyrir neðan smá orðaskýringa og hugtaka lista ásamt frekari upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér það frekar:

Ólympíusamhjálpin : Olympic Solidarity (OS)

The aim of Olympic Solidarity is to provide assistance to all National Olympic Committees (NOCs) for athlete development programmes, in particular those with the greatest needs of it. This assistance is achieved through multi-faceted programmes prioritising athlete development, but also training of coaches and sports administrators, and promoting the Olympic values (Olympic charter, rule 5).

https://olympics.com/ioc/olympic-solidarity

https://stillmed.olympics.com/media/Document%20Library/OlympicOrg/IOC/Who-We-Are/Commissions/Olympic-Solidarity/2021/2021-2024-Olympic-Solidarity-Plan-Brochure.pdf?_ga=2.96060636.1387840387.1701716844-1173033847.1701553700

Ólympíustyrkur fyrir þjálfara : Olympic Scholarship for Coaches (á vegum OS)

To allow coaches officially recognised by their National Federation (NF) and active in their country to benefit from continuous high-level training and acquire experience and know-how, which they will then be responsible for placing at the service of their national sports system.

Click to access Olympic_Solidarity_Paris2024_Scholarships_for_Coaches.pdf

Lærlings þjálfara prógram : Resident Coach program (á vegum WA/WAEC)

World Archery and the World Archery Excellence Centre in Lausanne, Switzerland, present a six week education programme targeted to archery coaches interested in upgrading their knowledge, skills, and coaching competencies.

Afreksíþróttamiðstöð alþjóða bogfimisambandsins : World Archery Excellence Center (WAEC)

The World Archery Excellence Centre is a world-class archery training, competition and education facility dedicated to the sport of archery in the Olympic Capital of Lausanne, Switzerland.

https://www.worldarcherycentre.org/

Alþjóðabogfimisambandið (heimssambandið) : World Archery (WA)

World Archery is the international federation for the Olympic and Paralympic sport of archery. The organisation was founded in 1931 and is responsible for regulating and promoting archery around the world.

World Archery has five continental member associations 168 national member associations that regulate, promote and develop the sport in their respective regions.

World Archery organises international events, including world championships in various disciplines, runs education and development projects, and creates content to market the sport to a global audience on television and through digital media platforms.

The federation is recognised by the International Olympic Committee, International Paralympic Committee, International World Games Association and many other reputable organisations.