You are currently viewing „Bogfimi“ verður hluti af Olympic E-sport week á vegum IOC

„Bogfimi“ verður hluti af Olympic E-sport week á vegum IOC

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðaíþróttasambönd og leikjaframleiðendur.

Keppt verður í eftirfarandi leikjum:

 • Bogfimi (World Archery Federation, Tic Tac Bow),
 • Hafnabolti (World Baseball Softball Confederation, WBSC eBASEBALL™: POWER PROS),
 • Skák (International Chess Federation, Chess.com),
 • Hjólreiðar (UCI, Zwift),
 • Dans (World DanceSport Federation, JustDance)
 • Aksturíþróttir (Fédération Internationale de l’Automobile, Gran Turismo).
 • Siglingar (World Sailing, Virtual Regatta),
 • Taekwondo (World Taekwondo, Virtual Taekwondo)
 • Tennis (International Tennis Federation, Tennis Clash),

Skilgreining IOC á rafíþróttum er m.a. grunnurinn að þeirri skilgreiningu íþróttahreyfingarinnar sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2021 og er:

75. Íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að innan íþróttahreyfingarinnar verði hugtakið rafíþróttir notað um rafræna íþróttaleiki, bæði sýndaríþróttaleiki (hermileiki) og aðra íþróttaleiki sem byggja á viðurkenndum íþróttagreinum innan íþróttahreyfingarinnar.

Í þeim tilfellum sem rafíþróttir eru skilgreindar innan viðkomandi alþjóðasérsambanda eru það viðkomandi sérsambönd ÍSÍ sem fara með forræði þeirra hér á landi, enda byggja þær á viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ.

Aðilar innan vébanda ÍSÍ eru hvattir til að virða útgefin aldursmörk þeirra leikja sem spilaðir eru á vettvangi þeirra, auk þess að tryggja að inntak leikjanna sé í samræmi við siðareglur og gildi viðkomandi félags og þeirra samtaka sem þau tilheyra.

Formaður BFSÍ Gummi Guðjónsson sagði um málið:

Þó að Tic-Tac-Bow leikurinn sé á vegum World Archery (WA) í Olympic eSports series er ekkert fjallað um rafíþróttir eða um leikinn í reglum WA.

Farsímaleikurinn Tic-Tac-Bow er ekki líkur íþróttinni á neinn hátt, hefur ekkert fræðslugildi um íþróttina sjálfa og er í raun bara lakur tölvuleikur sem var sérstaklega skapaður fyrir Olympic eSports series fyrir World Archery af tölvuleikjaframleiðandanum Refract.

Í flestum íþróttunum sem eru hluti af Olympic eSports series voru valdir þekktir íþróttaleikir sem er komin mikil reynsla af og hafa mikla alþjóðlega ástundun og góða tengingu við raunverulegu íþróttirnar, en svo er ekki í bogfimi. Ókosturinn við að skapa sérstakan leik fyrir eSports series er að upp hafa komið ýmis öryggis vandamál tengd leiknum s.s. tengt öryggi persónu upplýsinga og hagræðingu úrslita í leiknum af óprúttnum aðilum.

Tölvuleikurinn Tic-Tac-Bow er í raun ekki tengdur BFSÍ á nokkurn hátt þar sem keppni er opin almenningi og fer að öllu leiti framhjá BFSÍ. Keppni í leiknum telst því ekki til formlegrar keppni innan vébanda BFSÍ og er ekki formleg keppni milli þjóða eða slíkt.

Iðkendur fá meiri hreyfingu á sínum þumli á því að skoða instagram-ið sitt en þeir fá af því að spila þenna farsímaleik.

Þessi fyrsta útgáfa af bogfimi sem „rafíþrótt“ veldur töluverðum vonbrigðum og fær algera fall einkun í minni bók. En þetta eru fyrstu skrefin í að skapa eitthvað nýtt og því hægt að gera ráð fyrir að feilsport verði tekin í þróun bogfimi rafíþrótta.

Vonast er eftir því að í framtíðinni þróist „rafíþróttir“ í bogfimi á betri veg t.d. í átt að íþrótta hermum eins og er reyndin í akstursíþróttum og hjólreiðum í eSports series. Þar sem er í raun verið að stunda raunverulegu íþróttina en keppni fer fram á rafrænan hátt. Eða ef haldið verður áfram með farsímaleiki að leikurinn svipi þá eitthvað til íþróttarinnar sjálfrar og/eða hafi eitthvað fræðslu gildi um íþrótttina.

En óháð þessu öllu þá er það reyndin að þessi leikur og mótaröð IOC eru til og er opin öllum sem hafa áhuga á henni. Og útlit er fyrir að keppt verði á Olympic eSports series í þessari „útgáfu“? af bogfimi á vegum World Archery.

Formaður BFSÍ dæmir það ekki nema þekkja þar sem en hann er í top 100 á „heimslista“ leiksins undir eigin nafni og hefur því kynnt sér leikinn ítarlega.

Haldið verður heimsmeistaramót í Tic-Tac-Bow farsímaleiknum í maí.

 • Seinni part apríl til byrjun maí verður undankeppni HM í Tic-Tac-Bow farsímaleiknum sem er opin öllum í heiminum.
 • Top 32 keppendur í undankeppni HM í TTB verður boðin þátttaka á HM í TTB.
 • Top 6 á HM í TTB verður svo boðin þátttaka á Olympic eSports series í Singapore í júní.

Vert er að geta að þetta er líklega óformlegt HM þar sem ekkert er um það í reglum WA og engar upplýsingar hafa borist til BFSÍ tengt Olympic eSports series eða HM í TTB frá WA eða ÍSÍ. Aðeins er verið að hafa eftir það sem hefur fundist í fréttum hjá WA, IOC og upplýsingum í leiknum sjálfum.

Hér er hægt að finna upplýsingar af discord rás Tic-Tac-Bow farsímaleiksins, sem er eini staður þar sem hægt er að finna eða nálgast upplýsingar um keppnisfyrirkomulag á HM í TTB og Olympic eSports series í Singapore að svo stöddu.

World Archery TTB Qualifiers (Late-April to Early-May) – Skill-based in-game event available to all players for free. – Qualifiers will not include monetization features. – All participants will be issued a standard tournament bow and preset list of attachments to allow a variety of playstyles while ensuring fairness. – The tournament bow is usable in regular modes and will be a gift to every player who took part in the qualifier. – The World Archery TTB Qualifiers will have its own event leaderboard separate from the rest of the game.

World Archery TTB Championship (May) – Championship organizers will be reaching out to the top 32 players in the event leaderboard at the conclusion of the Qualifiers. – Top 32 players will compete online to be the 2023 World Archery TTB Champion. – Further details on Championship format and prizes will be announced in good time.

Olympic Esports Week (June) – The top 6 competitors, including the winner of the World Archery TTB Championships, will also be invited to Singapore to compete again during Olympic Esports Week. – Flights and accommodations will be provided for the competitors. – There will be a 1-month period between the conclusion of the Championship and the event in Singapore. – All participants are strongly recommended to make the appropriate arrangements and checks in advance and in preparation for the possibility of such travel. – Reserve competitors may also be contacted should problems arise that prevent the initial 6 from participating in the Olympic Esports Week. Any contestant found to have engaged in cheating, manipulating or exploiting the game will be subject to disqualification at the organizer’s discretion. The aim is to ensure integrity and fairness for all participants, and run an event that everybody can enjoy, so we strongly encourage everyone to adhere to the rules and spirit of the competition.

Sem stendur er farsímaleikurinn aðeins til fyrir Android stýrikerfið, en verið er að vinna í IOS útgáfu en óljóst hvenær hún kemur út.

Frekari upplýsingar er hægt að finna í þessum fréttum:

https://olympics.com/en/esports/

https://olympics.com/ioc/news/ioc-announces-olympic-esports-series-2023

https://www.worldarchery.sport/news/201096/archery-joins-olympic-esports-series-mobile-game-tic-tac-bow

https://www.worldarchery.sport/news/200887/world-archery-partners-refract-mass-participation-esport

https://www.worldarchery.sport/news/178459/world-archery-joins-global-esports-federation

https://esportsadvocate.net/2023/03/tic-toc-bow-hacked/