You are currently viewing 17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023

17 Íslendingar í top 16 sætum á World Series Open heimslista 2023

Yfir 5000 keppendur um allan heim kepptu í World Series, innandyra heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery tímabilið 2022-2023. Mótaröðin var haldin frá byrjun nóvember til byrjun febrúar og árangur Íslendinga var gífurlega góður á tímabilinu.

Sex Íslendingar voru í top 16 á heimslistanum í fullorðins flokkum 2022-2023 tímabilið og 11 Íslendingar í top 16 heimslistum í U21 flokki.

Til að segja tölurnar á annan veg 13 Íslendingar voru í top 10 á World Series Open heimslista 2023 (5 í fullorðnir keppendur, 8 í U21 keppendur)

Eða til að segja tölurnar á en annan veg 10 Íslendingar voru í top 5 á innandyra heimslistanum (4 fullorðnir keppendur og 6 U21 keppendur).

Þetta er mikill árangur hjá mörgum keppendum af mörgum mótum til að fjalla um og erfitt að velja hvernig er best að framsetja upplýsingarnar svo að allir keppendur fái umfjöllun við hæfi. Það er nánast eins og að reyna að fjalla um heimsbikarmótaröð karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta á sama tíma í sömu frétt og ætla sér að ná að fjalla almennilega um allt sem gerðist í stuttu máli. Ég held að allir sjái að það sé ekki alveg mögulegt.

Til að gera samantektina auðveldari listum við bara upp þann Íslending sem var hæstur í sinni keppnisgrein á heimslistanum hér fyrir neðan. Nema til viðbótar tökum sérstaklega fram alla sem voru í top 16 líka (top 16 telst til úrslita í World Series innandyra mótaröðinni).

Þar sem keppnisgreinarnar eru mis mikið stundaðar á heimsvísu listum við einnig heildar fjölda keppenda í heiminum sem kepptu í World Series mótaröð World Archery á 2022-2023 tímabilinu í hverri keppnisgrein til samanburðar og gamans.

Staða Íslendinga á World Series Open heimslista eftir 2022-2023 keppnistímabilið:

Í opnum flokki (fullorðinna):

  • Sveigbogi karla (1098 keppendur)
    • Oliver Ormar Ingvarsson 48 sæti (Boginn Kópavogur)
  • Sveigbogi kvenna (635 keppendur)
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir 12 sæti (Boginn Kópavogur)
  • Trissubogi karla (2145 keppendur)
    • Alfreð Birgisson 40 sæti (Akur Akureyri)
  • Trissubogi kvenna (776 keppendur)
    • Anna María Alfreðsdóttir 24 sæti (Akur Akureyri)
  • Berbogi karla (373 keppendur)
    • Sveinn Sveinbjörnsson 5 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Sölvi Óskarsson 7 sæti (Boginn Kópavogur)
  • Berbogi kvenna (201 keppendur)
    • Guðbjörg Reynisdóttir 2 sæti berboga kvenna (Hrói Höttur Hafnarfirði)
    • Birna Magnúsdóttir 3 sæti berboga kvenna (Boginn Kópavogur)
    • Heba Róbertsdóttir 4 sæti berboga kvenna (Boginn Kópavogur)

Íslensku keppendurnir í U21 flokki stóðu sig líka frábærlega og margir enduðu hátt á lista:

  • Sveigbogi U21 karla (135 keppendur)
    • Máni Gautason 5 sæti (Akur Akureyri)
  • Sveigbogi U21 kvenna (96 keppendur)
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir 3 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 12 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir 13 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Melissa Tanja Pampoulie 15 sæti (Boginn Kópavogur)
  • Trissubogi U21 karla (76 keppendur)
    • Ragnar Smári Jónasson 2 sæti (Boginn Kópavogur)
  • Trissubogi U21 kvenna (51 keppendur)
    • Anna María Alfreðsdóttir 1 sæti (Akur Akureyri)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir 2 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Aríanna Rakel Almarsdóttir 3 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Freyja Dís Benediktsdóttir 7 sæti (Boginn Kópavogur)
    • Eowyn Mamalias 8 sæti (Hrói Höttur Hafnarfjörður)

World Series Open heimslistinn virkar þannig að bestu þrjú skor íþróttamanna úr undankeppni móta sem eru tengd við mótaröð World Archery eru lögð saman og íþróttamönnum er svo raðað upp eftir því skori á heimslistann.

Keppt var í þrem keppnisgreinum, sveigboga (recurve), trissuboga (compound) og berboga (barebow) og keppt í karla og kvenna flokkum. Heimssambandið bætti við U21 heimslista í fyrsta sinn á þessu tímabili, en aðeins fyrir sveigboga og trissuboga til að byrja með.

22 mót voru haldin um allan heim sem giltu til stig á World Series Open heimslistann til viðbótar við fjögur „aðalmótin“ sem haldin voru í Taipei, Nimes, Las Vegas og Lúxemborg, semsagt 26 samtals. Á „aðalmótunum“ giltu skor bæði til Open Ranking heimslista og lokaniðurstaða íþróttamanna eftir útsláttarkeppni á fjórum „aðalmótunum“ gilti svo til viðbótar stiga til þess að komast á World Series finals (top 16 íþróttamenn í hverjum flokki vinna þátttökurétt, en verða að hafa tekið þátt í ákveðnum „aðalmótum“).

Enginn Íslendingur tók þátt á „aðalmóti“ U21 í Nimes Frakklandi eða „aðalmóti“ fullorðinna í Las Vegas USA til að komast í World Series Finals. En þar sem niðurstaða á World Series Open heimslista gilti einnig til stiga inn á úrslitamótið eru 100% líkur á því að þó nokkrir Íslendingar hefðu komist inn á World Series Finals meðal top 16, með þeim stigum sem þeir söfnuðu sér á Open Ranking heimslistanum yfir tímabilið (við reiknuðum það út). En því miður hafði enginn af þeim Íslensku keppendum efni á ferðalaginu til þess að taka þátt í mótunum.

Einnig er vert er að geta að 4 af 6 mótum í Íslandsbikarmótaröð BFSÍ innandyra voru tengd við World Series Open heimsmótaröð World Archery og Ísland átti flest mót allra landa sem tengd voru við World Series Open mótaröðina. Meirihluti niðurstaðna Íslensku keppendana kom út frá góðu og skipulögðu mótahaldi BFSÍ á Íslandi.

Íslendingar stóðu sig gífurlega vel í trissuboga kvenna U21 þar sem Íslenskar stelpur tóku 5 af top 10 sætunum og áttu top 3 sætin á heimslistanum!!! Íslendingar komu einnig sterkir út í berboga kvenna fullorðinna þar sem Íslenskir keppendur tóku 2, 3 og 4 sæti á heimslistanum!!! Þetta eru meðal þeirra greina sem áætlað var að væri líklegast að Ísland myndi vinna til verðlauna á Evrópumeistaramótinu innandyra í Tyrklandi sem átti að halda í febrúar 2023. En EM var því miður aflýst vegna harmleiksins í Tyrklandi eftir að jarðskjálfta hrina reið yfir landið sem byrjaði á jarðskjálfta upp á 7.8 á richter 6 febrúar. Jarðskjálfta hrinan er en í gangi með reglubundnum skjálftum upp á 4-6 á richter og hefur valdið samtals 15 milljarða króna tjóni og yfir 50.000 dauðsföllum til dags.

Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að Íslendingar skili betri niðurstöðum í innandyra markbogfimi heldur en utandyra markbogfimi, þar sem að næstum þrefalt meiri ástundun er í íþróttinni innandyra en utandyra. Sem er að miklu hægt að rekja til veðurfars í landinu, og er sambærilegt hlutfall og í öðrum Norðurlöndum á innandyra á móts við utandyra ástundun.

Árangur Íslenskra keppenda í World Series Open mótaröð heimssambandins og staða þeirra á heimslista er ansi vel ef sér vikið fyrir smáþjóð. Bæði þegar horft er til árangurs keppenda, þátttöku og mótaskipulag. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að Bogfimisamband Íslands er aðeins 3 ára gamalt sérsamband og er meðal minni íþróttasamböndum innan ÍSÍ m.v. iðkendatölur.

Vert er að geta að Frost Ás Þórðarson (Boginn Kópavogi) var einnig fyrsti kynsegin keppandi til þess að taka þátt í World Series mótaröðinni og eftir því sem best er vitað er þá fyrsti kynsegin keppandi til þess að keppa innan alþjóða bogfimisambandsins og fyrsti kynsegin keppandi til þess að keppa á alþjóðlegum mótum í íþróttum fyrir Íslands hönd. En þar sem ekki er boðið upp á kynsegin flokk eða unisex flokk innan World Archery þá þurfti hán að velja hvort að hán vildi keppa í karla eða kvenna flokki og hán valdi að keppa í karla flokki. Þar endaði hán í 345 sæti á heimslista berboga karla. Í samræmi við leiðbeiningar frá starfsmönnum World Archery til BFSÍ þá mun World Archery ekki skylda ákveðið kyn fyrir þá sem skráðir eru kynsegin tengt mótaskráningum, en kynsegin einstaklingar verða að velja hvort að þeir vilji keppa meðal kvenna eða karla sem stendur.

World Series Open heimslistann er hægt að finna á vefsíðu alþjóða bogfimisambandsins (World Archery) hér:

https://www.worldarchery.sport/events/indoor/open-ranking?category=Barebow%20Women