You are currently viewing Íslensku keppendur hafa lokið keppni á Veronicas Cup

Íslensku keppendur hafa lokið keppni á Veronicas Cup

Þrír keppendur kepptu fyrir Íslands hönd á Veronicas Cup World Ranking Event í Kamnik Slóveníu sem haldið var um helgina 29 maí – 2 júní.

Heilt á litið var fínn árangur hjá okkar stelpum sem unnu marga leiki, lokaniðurstöður þeirra voru:

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – 5 sæti – Trissuboga kvenna U21
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – 33 sæti – Sveigboga kvenna
  • Valgerður Hjaltested – 17 sæti – Sveigboga kvenna

Mögulegt er að lesa nánari fréttir um árangur hvers einstaklings á fréttavefnum archery.is