You are currently viewing Marín og Valgerður í æfingabúðum í Tyrklandi á vegum Ólympíusamhjálparinnar

Marín og Valgerður í æfingabúðum í Tyrklandi á vegum Ólympíusamhjálparinnar

Marín Aníta Hilmarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested tóku þátt í viku æfingabúðum 5-11 febrúar. Æfingabúðirnar voru haldnar í Tyrklandi og stelpurnar voru að æfa með Tyrkneska landsliðinu. En Tyrkir unnu m.a. einstaklings gull verðlaun karla á síðustu Ólympíuleikum.

Verkefnið heitir Continental Youth Training Camp, og er eitt slíkt haldið í hverri heimsálfu fyrir hverja Ólympíuleika fyrir íþróttafólk 23 ára og yngra sem hefur náð lágmarks kröfum til þátttöku og er líklegt til að verða Ólymíufarar í framtíðinni.

Verkefnið er á vegum World Archery (alþjóðabogfimisambandsins) og Olympic Solidarity (Ólympíusamhjálparinnar) og er fyrir þjóðir sem eru smærri til miðlungs stærðar þjóðir (m.v. þátttökufjölda á Ólympíuleikum). ÍSÍ studdi umsókn BFSÍ til Ólympíusamhjálparinnar tengt þátttöku í verkefninu.

17 þjóðir voru hlutgengar til þátttöku í verkefninu og gátu sent einn strák, eina stelpu sem höfðu náð viðmiðum WA og einn þjálfara: Albania, Andorra, Armenia, Bulgaria, Cyprus, Estonia, Georgia, Iceland, Kosovo, Liechtenstein, Luxembourg, Moldova, North Macedonia, Malta, Montenegro*, Monaco and San Marino.

7 þeirra 17 þjóða voru með íþróttafólk sem höfðu náð lágmörkum til þátttöku og fengu styrk frá Ólympíusamhjálpinni, sem greiddi allan kostnað nema flugið að hluta. Samtals voru 12 þátttakendur frá þeim 7 þjóðum sem mættu viðmiðunum, til viðbótar við 5 aðra einstaklinga sem fengu að taka þátt án styrks frá Ólympíusamhjálpinni, frá Chad, Guinea og Búlgaríu. En íþróttamennirnir frá Chad og Guinea eru frá Afríku á öðrum styrkjum frá Ólympíusamhjálpinni. Þátttakenda listi æfingabúðana: Continental Training Camp Tyrkland 2024

Marín fór út sem íþróttamaður en Valgerður fór út sem þjálfari, þó að Valgerður hafi einnig verið að skjóta á milli námskeiða sem hún sat úti sem þjálfari hjá þjálfurum Tyrkneska landsliðsins. Valgerður er einnig íþróttamaður á réttum aldri fyrir verkefnið og hafði náð lágmörkum þess, ásamt því að vera þjálfari og starfsmaður BFSÍ, en formlega var hún þjálfari í þessari ferð.

Marín jafnaði besta árangur sem hún hefur náð 619 stig á fyrstu utandyra æfingu þessa árs í Tyrklandi og áður en æfingabúðirnar hófustu formlega. Sem er ansi gott start á tímabilinu, þrátt fyrir að hafa ekki skotið utandyra í 5 mánuði.

Á síðasta degi æfingabúðana var haldið mót þar sem að útlit var eftir fyrstu umferðina að Marín væri flottur kandidat í Tyrkneska landsliðið með 309 stig og 5 sæti.

En verið var að æfa meira í æfingabúðunum í vikunni en Marín gerir að staðaldri heima og það tók sinn kvóta af styrknum og þolinu í seinni umferðinni sem var 290 stig og Marín endaði með 599 stig, sem er samt fín frammistaða.

Ef að aðstæður á Íslandi væru þær sömu og eru fyrir landsliðsfólk í Tyrklandi, sem stundar íþróttina sem megin atvinnu og býr við betri aðstæður og veður, að Marín gæti náð en lengra í íþróttinni.

Svo týndust töskurnar þeirra á leiðinni heim í flugunum. En við vonum að töskurnar finnist og verði komnar heim til Íslands fyrir Evrópumeistaramótið innandyra eftir viku. Þar munu Marín og Valgerður keppa ásamt 32 öðrum Íslenskum þátttakendum keppa um Evrópumeistaratitla og talið líklegt að Ísland komi með einhver verðlaun heim af því móti.

Ýmsar myndir úr æfingabúðunum er mögulegt að finna hér https://bogfimi.smugmug.com/%C3%86fingab%C3%BA%C3%B0ir-2024