You are currently viewing Formaður BFSÍ heiðraður jafnréttisverðlaunum WA á heimsþingi alþjóðabogfimisambandsins í Berlín

Formaður BFSÍ heiðraður jafnréttisverðlaunum WA á heimsþingi alþjóðabogfimisambandsins í Berlín

Gummi Guðjónsson formaður BFSÍ var verðlaunaður af Alþjóðabogfimisambandinu World Archery (WA) á heimsþinginu í Berlín var fyrir störf sín í þágu jafnrétti kynjana (Gender Equity Award 2023). Vert er að geta að þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður fær þessi verðlaun. Aðeins tveir karlmenn hafa fengið þessi verðlaun frá því að þau voru veitt fyrst árið 2009, og báðir þeirra fengu verðlaunin á heimsþinginu í Berlín.

„Ég var ekki látinn vita fyrirfram að ég yrði sæmdur þessum verðlaunum, og vissi það í raun ekki fyrir víst fyrr en nafnið mitt kom upp á skjáinn við lok heimsþingsins. Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alstaðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá. Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel afhverju mér voru veitt þau.“

Verðlaunin voru veitt af formanni World Archery Ugur Erdener sem er m.a. varaformaður ASOIF og er formaður IOC Medical and Scientific Commission.

Mögulegt er að finna frekari fréttir um 55 heimsþing Alþjóðabogfimisambandsins World Archery (WA) sem haldið var 27-28 júlí í Berlín Þýskalandi í fréttinni hér fyrir neðan.