You are currently viewing Fjarfundir með heimssambandinu WorldArchery

Fjarfundir með heimssambandinu WorldArchery

Heimssambandið WorldArchery heldur reglubundið fjarfundi með sambandsaðilum sínum. Viðmiðið er að það sé einn slíkur í mánuði en eftir atvikum eru þeir fleiri eða færri. Hægt er að sjá glærur af fjarfundinum sem haldin var í gær 14 desember hér.

2021-12_online_call_slides_Rulebook_2022

Samantekt af því sem farið var yfir á fundinum:

  • Fjölmiðla árangur á Ólympíuleikum
    • WorldArchery var með hæsta áhorf á youtube Ólympíuleikana af öllum íþróttum.
    • Bogfimi er meðal uppáhalds íþrótta á Ólympíuleikum
  • Unnið að því að stytta mót WorldArchery til að minnka kostnað við þátttöku
    • Stytting Official practise á mótum í 4 klst
    • Unnið að því að hætta með búnaðarskoðunar þjónustu (það má skoða búnað allra hvenær sem er hvort sem er skv reglum)
  • Tryggingar
    • Alþjóðlegt keppnisskírteini byrjar 2022 fyrir alla heimslista viðburði sem BFSÍ skráir keppendur á. 100 EUR per ár sem skyldu. Innifalið í keppnisskírteininu eru ferða og sjúkratryggingar. (komið hafa upp tilfelli þar sem einstaklingar hafa ekki verið tryggðir og þurft að borga 15.000.000.kr vegna sjúkrahúsvistar og því frábært framtak sem er búið að vinna að lengi sem er loksins komið í gang á næsta ári)
  • Reglubreytingar
    • Tíma verður EKKI breytt í 30 sekúndur per ör á Íslenskum mótum, en verður 30 sekúndur á world ranking mótum. Verið er að vinna í því að finna lausnir á ósamræmi á regluni við t.d. fatlaða sem fá lengri tíma til að skjóta hverri ör. Því mun 30 sekúnda regla ekki taka gildi á öðrum viðburðum fyrr en búið er að finna úrlausnir á ósamræminu.
    • Búnaðarbilun verður ekki lengur möguleiki á mótum, hvorki í undankeppni né útsláttarkeppni. Áður var möguleiki á því að fá tíma til að gera við búnað í undankeppni, það verður ekki lengur möguleiki.
    • Heimssambandið hefur breytt aldursflokkum sínum í það sama og er notað á Íslandi. Junior heitir núna U21 og Cadet heitir núna U18 á alþjóðlegum mótum.

Þessar breytingar taka gildi 15 janúar.

Nú er einnig mögulegt að finna glærur af öllum fjarfundum sem haldnir hafa verið með heimssambandinu síðan 2019 á vefsíðu WorldArchery https://extranet.worldarchery.sport/documents/index.php/?dir=669. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með.