You are currently viewing 12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

12 milljónum úthlutað til BFSÍ úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2023

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 12.150.000.kr styrk til BFSÍ til afreksstarfs sambandsins fyrir árið 2023. Þetta er 2.150.000.kr hærra en styrkur sem BFSÍ fékk fyrir árið 2022 sem var 10.000.000.kr og því þróun í rétta átt hjá sambandinu og vel staðað að starfinu. Áætlað er að styrkur flestra sérsambanda hafi lækkað á árinu, m.a. þar sem afgangur myndaðist vegna Covid og uppsöfnun þess hefur þegar verið úthlutað. Því mjög jákvætt að úthlutun til BFSÍ hækkaði á milli ára úr Afrekssjóði ÍSÍ.

BFSÍ sótti um flokkun sem A/Afrekssérsamband og um tvöfalda upphæðina sem fékkst úthlutuð úr Afrekssjóði ÍSÍ 2023. Íþróttastjóri BFSÍ taldi líklegt að BFSÍ hefði þegar náð öllum viðmiðum í reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ fyrir A/Afrekssérsambönd og stjórnarmenn BFSÍ voru sammála því mati Íþróttastjóra eftir yfirferð reglugerðar um Afrekssjóð ÍSÍ og því ákveðið að senda inn umsókn í samræmi við A/Afrekssérsamband til þess að fá það metið. Óljóst var hvort að BFSÍ fengi slíka afreksflokkun innan Afrekssjóðs ÍSÍ, þar sem BFSÍ er ekki matsaðili á slíku.

Afrekssjóður ÍSÍ er ákvörðunar aðili um flokkun sérsambanda í afreksflokka. En vel þess virði fyrir BFSÍ að sýna áhuga á hærri afreksflokkun þegar meirihluta eða öllum viðmiðum reglugerðarinnar er þegar náð. Íþróttastjóri óskaði einnig eftir upplýsingum um forsendur/viðmið sem BFSÍ er mögulega ekki búið að ná fyrir A, en sem komið er, að mati Afrekssjóðs ÍSÍ. Svo að mögulegt verði að vinna að uppbyggingu þeirra atriða afreksstarfs BFSÍ með endanlega flokkun BFSÍ sem A/Afrekssérsamband sem eitt af mörgum markmiðum BFSÍ. Vonast er að þær upplýsingar berist BFSÍ síðar á árinu.

Sem og áður þá er styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ til BFSÍ skipt niður í ákveðnar upphæðir og ákveðin verkefni í afreksstarfi BFSÍ, semsagt ekki er um að ræða frjálsa heimild til þess að nota styrkinn í hvað sem er. Dæmi um verkefni í afreksstarfi sem eru styrkt að hluta eru t.d.

  • Heilbrigðisteymi
  • Hæfileikamótun
  • HM/EM fullorðinna
  • Kostnaður vegna annarra landsliðsverkefna fullorðinna
  • Landsliðsverkefni yngri liða/einstaklinga
  • Laun starfsmanna
  • Menntun þjálfara/dómara
  • o.fl.

Það er gífurlega mikilvægt fyrir BFSÍ að geta sótt um styrki í Afrekssjóð ÍSÍ og Afrekssjóður ÍSÍ er stærsti styrktaraðili BFSÍ í afreksstarfi.

Áætlað er að heildakostnaður afreksstarfs BFSÍ árið 2023 verði um 50 milljónir