You are currently viewing Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022

Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson Íþróttafólk ársins hjá BFSÍ 2022

Akureyringarnir og feðginin Anna María Alfreðsdóttir og Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri voru valin Íþróttafólk ársins hjá Bogfimisambandi Íslands 2022.

Anna María eftir sigur í bronsúrslitaleik á heimslistamóti í Slóveníu 2022

Anna átti mjög árangursríkt ár í sinni keppnisgrein trissuboga kvenna. Anna var ekki langt frá því að vinna til verðlaun á Evrópumeistaramóti á árinu, en hún keppti fimm sinnum til úrslita á Evrópumeistaramótum á árinu. Til viðbótar við það vann Anna til nokkurra verðlauna í B/C landsliðsverkefnum. Anna vann þrjá Íslandsmeistaratitla á árinu og sló 18 Íslandsmet. Anna var í 8 sæti á Indoor World Series Open heimslista heimssambandsins eftir 2021-2022 tímabilið. Anna var annar hæsti Norðurlandabúi á heimslista trissuboga kvenna og komst í top 30 á Evrópulista og top 60 á heimslista á árinu. Sem telst nokkuð gott m.v. að aðeins eru gefin stig á heimslista fyrir alþjóðleg stórmót í Opnum flokki (fullorðinna) og engin stig fyrir U21 mót, flest mót sem Önnu á árinu gáfu því engin stig á heimslista. Anna vann fyrstu verðlaun Íslands í einstaklings keppni á heimslista móti á árinu á Veronicas Cup. Því nokkuð öruggt að Anna á eftir að hækka mikið á heims-/Evrópulista í framtíðinni. Trissuboga kvenna liðið sem hún er hluti af er nú í 11 sæti á Evrópulista og 23 sæti á heimslista.

Alfreð á EM utandyra í Munich 2022

Alfreð keppti til úrslita á Evrópumeistaramótinu innandyra í febrúar í Slóveníu ásamt trissuboga karla liðinu. Þar voru þeir slegnir út af Frakklandi í 8 liða úrslitum og enduðu í 8 sæti. Á EM utandyra í Munch komust strákarnir í 24 liða lokakeppni en voru slegnir þar út af Hollandi og enduðu í 17 sæti. Alfreð keppti einnig á Heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna þar sem hann vann silfur. Alfreð vann Íslandsmeistaratitilinn innandyra og utandyra í trissuboga á árinu í fyrsta sinn, ásamt góðu gengi á öðrum innlendum mótum á árinu. Alfreð sló þrjú Íslandsmet á árinu, einstaklings Íslandsmetið utandyra með skorið 683, ásamt því að slá eitt Íslandsmet í liðakeppni landsliða og eitt félagsliðamet. Alfreð er sem stendur í 169 sæti á Evrópulista og 400 á heimslista.

Anna og Alfreð í mixed team lokakeppni á EM utandyra Munich 2022

BFSÍ veitir einnig viðurkenningu til íþróttafólks sem stóð sig best í sinni keppnisgrein þar sem Anna og Alfreð hreppa einnig titilinn trissubogakona og trissuboga karla ársins. Viðurkenningu í öðrum keppnisgreinum fengu:

Sveigbogamaður ársins: Haraldur Gústafsson SkAust

Haraldur á EM innandyra 2022

Sveigbogakona ársins: Marín Aníta Hilmarsdóttir BF Boginn

Marín á EM utandyra í Munich 2022

Berbogamaður ársins: Izaar Arnar Þorsteinsson ÍF Akur

Izaar á Íslandsmeistaramóti innandyra 2022

Berbogakona ársins: Guðbjörg Reynisdóttir BF Hrói Höttur

Guðbjörg á EM innandyra í Slóveníu 2022. Tók 5 sæti á mótinu

Íþróttafólk ársins var valið út frá tölfræðilegum útreikningi á heildar getustigi þeirra á árinu í samræmi við reglugerð BFSÍ um íþróttafólk ársins.

Verðlaunagripir fyrir Íþróttafólk ársins verða afhentir af ÍSÍ við lok árs á hátíð íþróttamanna ársins. Verðlaunagripir fyrir bogfimifólk ársins í hverri keppnisgrein verða afhent viðkomandi íþróttamönnum af BFSÍ á Bikarmótum BFSÍ í nóvember og desember.