You are currently viewing Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús
Alfreð Birgisson og Freyja Dís Benediktsdóttir í blandaðri liðakeppni (mixed team)

Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús

Níu keppendur frá Íslandi kepptu á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) sem haldið var af Evrópska bogfimisambandinu (World Archery Europe – WAE) í Lillshall national sports center í Bretlandi 2-8 apríl.

Síðasta undankeppnis mót Evrópuleika – EL (European Games – EG) var einnig haldið í þessari viku á sama stað sem sér mót til hliðar við Evrópubikarmótið.

Trissuboga kvenna liðið í undankeppni mótsins að skrá skorin úr einni af umferðunum

Niðurstöðulistinn er langur enda margt að gerast í viku keppni. Því er aldrei hægt að fjalla um allar niðurstöður í einni frétt. En til að gera mjög grófa samantekt af báðum mótunum þá var gengi okkar keppenda mjög gott á mótunum.

Tvennt er helst vert að nefna sem helsta árangur af mótunum:
1.Sveigboga konurnar okkar stóðu sig frábærlega og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested vann einn þátttökurétt fyrir Ísland í sveigboga kvenna á Evrópuleikana 2023 – EL (European Games – EG). Þó er ekki búið að ákveða hver verður sendur á leikana fyrir Ísland í sumar og formleg staðfesting mun koma síðar á þátttökuréttinum frá EOC og ÍSÍ. Annað hvort Valgerður eða Marín Aníta Hilmarsdóttir munu keppa fyrir Ísland a leikunum.

Sveigboga kvenna liðið á Evrópubikarmótinu. Frá vinstri: Marín Aníta Hilmarsdóttir, Valgerður E. Hjaltested og Astrid Daxböck

2. Óheppni elti Ísland í trissuboga keppnum. Þar var trissuboga kvenna liðið ekki langt frá því að slá lið Þýskalands út af mótinu í 8 liða úrslitum og komast í verðlaunaleikina, Ísland leiddi leikinn í „hálfleik“ en Þýskalandi náði að snúa leiknum við í „fjórða fjórðungi“. Óheppnis örvar komu líka á röngum tímum í einstaklings útsláttarkeppnum. Sem dæmi voru fjórir Íslenskir keppendur slegnir út með einni ólukku ör í síðustu umferð, í fyrsta útslætti mótsins. Þrátt fyrir að hafa leitt leikina sína oftar en ekki í stigum þar til í síðustu umferð og voru svo slegnir út með 1 stigi (138-137, 136-135, 137-136 og slíkt)

Trissuboga kvenna liðið leiðir 52-50 gegn Þýskalandi eftir fyrstu umferð af fjórum. Frá vinstri: Freyja Dís Benediktsdóttir, Anna María Alfreðsdóttir og Eowyn Marie Mamalias. Eins og sjá má á myndum var verðrið mjög mismunandi á milli daga og þennan dag var sérstaklega kalt, blautt og vindasamt

Gert er ráð fyrir því að árangurinn muni einnig hækka Íslensk lið og keppendur í sínum keppnisgreinum vel á heims- og Evrópulista. Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með hve hátt trissuboga kvenna liðið fer á afrekslistum, þar sem þær voru í 5 sæti á Evrópubikarmótinu. Trissuboga kvenna liðið var í 10 sæti á Evrópulista og 26 sæti á heimslista áður en Evrópubikamótið hófst, en heims- og Evrópulistar eru uppfærðir um viku eftir að slíkum mótum líkur.

Trissuboga kvenna liðið í 8 liða úrslitum Evrópubikarmótsins

Keppt er í tveim keppnisgreinum á Evrópubikarmótum, trissuboga og sveigboga. Til að gefa samhengi úr öðrum íþróttum er hægt að hugsa um sveigboga sem handbolta og trissuboga sem körfubolta. Handbolti og körfubolti er í raun nákvæmlega sama íþróttin, íþróttin að drippla og kasta bolta, eini munurinn er stærðin á boltanum og einn gerir það í ferkanntað mark en hinn í kringlótt mark. En samt eru handbolti og körfubolti í raun engan vegin sama íþróttin fyrir boltaíþrótta aðdáendum… þessi samlíking væri góð fyrir muninn á milli sveigboga og trissuboga í bogfimiíþróttum… líkar greinar en engan veginn líkar greinar. Keppt er í einstaklingskeppni, liðakeppni (3 manna lið) og blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk í liði) í hvorri keppnisgrein.

Valgerður E. Hjaltested mundar bogann í einstaklingskeppni. Valgerður vann þátttökurétt fyrir Íslands hönd á Evrópuleikana 2023. Valgerður vann sig upp í brons verðlaunaleikinn European Games Qualification Tournament, en náði því miður ekki einstaklings verðlaunum í þetta sinn. En að þátttökurétturinn sé meira en nægur árangur þar sem ekki margir Íslendingar geta sagst hafa unnið þátttökurétt á Evrópuleika eða Ólympíuleika. Valgerður var búin að tryggja þátttökuréttinn fyrir Ísland þegar hún komst í 8 manna úrslit).

Mót í bogfimi eru almennt um 7-10 daga löng og byrja á undankeppni sem er á fyrsta degi mótsins. Eftir að skor úr undankeppni eru ljós halda ákveðið margir einstaklingar og lið áfram í útsláttarkeppni. Þeim sem komast í útsláttarkeppni er raðað upp byggt á niðurstöðum þeirra úr undankeppni mótsins, þannig að þeir sem voru með hæstu skor í undankeppni keppi á móti þeim sem voru með lægstu skor í undankeppni mótsins. Í útsláttarkeppni er helmingur keppenda sleginn út í hverjum útslætti (50% er sleginn út og 50% halda áfram í næsta útsláttarleik) og þannig leikir eru endurteknir þar til að allir hafa verið slegnir út af mótinu nema einn sem stendur eftir sem sigurvegari mótsins.

Í liðakeppni sveigboga kvenna skiptast keppendur á að skjóta örvum. Þar sem tíminn er takmarkaður þarf að koma sér fljótt af línu til þess að geta gefið sé sem mestan tíma til þess að skjóta góðum skotum

Hvað eru Evrópuleikar?

Upprunalega hugsunin með Evrópuleikunum var í raun eitthvað í átt að Ólympíuleikar fyrir Evrópuþjóðir. Til þess að gefa samhengi til þeirra sem ekki þekkja til. Flestir þekkja líklega til eftirfarandi móta á heimsvísu og myndu raða þeim upp svona:

  • Ólympíuleikar – ÓL (á vegum International Olympic Commitee)
  • Heimsmeistaramót – HM
  • Heimsbikarmót – HB

Sama fyrirkomulag er í raun til í flestum íþróttum meðal Evrópuþjóða:

  • Evrópuleikar – EL (á vegum European Olympic Committe)
  • Evrópumeistaramót – EM
  • Evrópubikarmót – EB
Frá vinstri: Michelle Kroppen (nr. 6 á heimslista) og Marín Aníta Hilmarsdóttir. Úr 16 liða úrslitum Evrópubikarmótsins

Evrópuleikarnir eru hins vegar mun minna þekktir en Ólympíuleikarnir, enda eru Evrópuleikar nýlegir. Fyrstu Evrópuleikar voru haldnir 2015 og Evrópuleikarnir í Póllandi 2023 eru því þriðju Evrópuleikarnir sem hafa verið haldnir af European Olympic Committee. Keppendur í bogfimi frá Íslandi hafa komist inn á alla þrjá Evrópuleikana 2015, 2019 og nú 2023. Ísland á almennt fáa keppendur á Evrópuleikum í þeim 26 íþróttagreinum sem keppt er í á leiknum og enginn Íslendingur hefur unnið til verðlauna á Evrópuleikum hingað til. Kannski verður fyrsti Íslendingur sem vinnur til verðlauna á Evrópuleikum í bogfimi?

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um Evrópubikarmótið og European Games Qualification Tournament hér:

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi. Keppendum er skipt niður í nokkra hópa yfir daginn og vikuna svo að mögulegt sé að koma þeim öllum fyrir á sama velli

Heildar niðurstöður allar hluta keppninnar er hægt að finna á myndinni hér fyrir neðan.

Frétt frá Evrópska Bogfimisambandinu um þátttökurétti á Evrópuleikana sem úthlutað var á mótinu