You are currently viewing Íslandsmet félagsliða í ungmenna og öldunga flokkum breytt í 2 manna liðakeppni

Íslandsmet félagsliða í ungmenna og öldunga flokkum breytt í 2 manna liðakeppni

Íslandsmet félagsliða var breytt fyrir skömmu á eftirfarandi veg.

Liðakeppni í Ungmenna og öldunga flokkum var breytt úr 3 manna liðakeppni í 2 mann liðakeppni.

Innandyra parakeppni var einnig bætt við í öllum aldursflokkum.

Breytingarnar eru að hluta til að koma á móts við minni íþróttafélög í bogfimi og að hluta til þess að reyna skapa grundvöll fyrir útsláttarkeppni liða á Íslandsmótum í ungmenna og öldunga flokkum. Það er auðveldara að finna/skapa t.d. tvær stelpur í trissuboga kvenna U18 til þess að búa til lið heldur en að finna/skapa þrjár. Parakeppni var einnig bætt við innandyra þar sem félagslið er eitthvað sem fellur ekki undir WA reglur og þar með hægt að aðlaga það betur að Íslenskum aðstæðum.

Þriggja manna liðakeppni mun halda áfram í opnum flokki í samræmi við reglur WA, þar sem engar hömlur eru á aldri í þeim flokki ætti ekki að reynast mjög erfitt fyrir minni íþróttafélög að skapa sér í lið í þeim flokkum.

Tveggja manna liðakeppni á sér hliðstæðu hjá heimssambandinu, en það er bæði keppt í tveggja manna liðakeppni á háskóla meistaramótinu (University Championships – Universiade) og það verður tekin 2 manna liðakeppni á Ólympíuleikum ungmenna 2022 (sem voru færðir til 2026).

Íslandsmetaskrá hefur verið uppfærð í samræmi við þessar breytingar.

Einnig er líklegt að á Íslandsmótum verði hverju félagi heimilt að hafa mörg lið í sama flokki, s.s. í sveigboga karla ef félag sendir 6 keppendur væru þeir með 3 lið (lið sett saman eftir skori). En það er en í hugsunarferli og einhverjar tilraunir verða gerðar á mótum til þess að finna bestu lausnina sem hentar best.

Fyrsta mótið sem þetta á við um er Bogfimisetrid Indoor Series í febrúar, en þar er ekki liðkeppni ungmenna eða öldunga en hægt að setja parakeppnismetið.