You are currently viewing Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Íslendingar unnu samtals 6 gull, 13 silfur og 4 brons á NM ungmenna í Óðinvé Danmörku um helgina 3-8 júlí. Sem er gífurlega góður árangur og mjótt var á mununum að titlarnir yrðu fleiri.

Í tölfræði mótsins var það kannski einna merkilegast að í kjarnagreinunum NM ungmenna í einstaklingskeppni voru Íslendingar að keppa í gull úrslitaleiknum í 8 af 20 tilfellum!!! Sagt í öðrum orðum: 20% af bestu keppendum á Norðurlöndum í bogfimi í dag eru Íslendingar, og það er óháð höfðatölu!!! Íslandi er að fara mjög hratt fram í íþróttinni og greinilegt að næsta kynslóð mun koma sterk inn í framtíðinni.

Áætlað er að fleiri fréttir verði birtar um afrek einstaklinga á NM ungmenna á næstu dögum/vikum á archery.is fréttavefnum. Þar sem að um mjög margar niðurstöður, keppendur og mörg afrek er um að ræða er aldrei hægt að koma þeim öllum fyrir í einni frétt með góðu móti. En hér fyrir neðan er helsta samantekt af úrslitum og nokkrar staðreyndir um NM ungmenna.

Samantekt af Íslendingum sem unnu til Norðurlandameistaratitla á NM ungmenna 2024:

 • Baldur Freyr Árnason BFB (Tvöfaldur Norðurlandameistari vann bæði í liða og einstaklingskeppni)
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
 • Patrek Hall Einarsson BFB
 • Kristjana Rögn Andersen SFÍ

Listi af Íslendingum sem unnu til einstaklingsverðlauna á NUM 2024 (4 gull, 5 silfur og 1 brons):

 • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 – Norðurlandameistari
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Norðurlandameistari
 • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 – Norðurlandmeistari
 • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi karla U18 – Norðurlandameistari
 • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi karla U21 – Silfur
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi kvenna U18 – Silfur
 • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 – Silfur
 • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 – Silfur
 • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – Berbogi karla U21 – Silfur
 • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open – Brons

Listi af Íslendingum sem unnu til verðlauna í liðakeppni á NUM (2 gull, 8 silfur og 3 brons):

 • Baldur Freyr Árnason BFB – Berbogi U18 liðakeppni – Norðurlandameistari
 • Kristjana Rögn Anderssen SFÍ – Berbogi U18 liðakeppni – Norðurlandameistari
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
 • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
 • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – Sveigbogi U21 Open – Silfur
 • Ragnar Smári Jónasson BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
 • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
 • Eowyn Marie Mamalias BFHH – Trissubogi U21 liðakeppni – Silfur
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – Trissubogi U18 liðakeppni – Silfur
 • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi/hefðbundnir bogar U21 liðakeppni – Silfur
 • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 liðakeppni – Brons
 • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – Berbogi U21 liðakeppni – Brons
 • Maria Kozak SFÍ – Berbogi U21 liðakeppni – Brons

Liðakeppni á NM ungmenna er með óvenjulegu sniði miðað við flest alþjóðleg mót. Lið eru óháð kyni, geta stundum verið óháð landi og hvert land getur skipað fleiri en einu liði í hverjum flokk. Þetta er bæði til þess að tryggja hámarks samkeppni í liðakeppni og svo að allir keppendur á NUM fái að spreyta sig í liðakeppni. Hver keppandi getur bara verið í einu liði. Því er auðveldast að tala um hvern einstaklings sem vann til verðlauna í liðakeppni á NM ungmenna heldur en að telja upp fjölda liða sem unnu til verðlauna. (Patrek vantar á mynd af verðlaunahöfum úr úrslitaleikjum í liðkeppni á sunnudeginum)

Íslendingar settu 5 Norðurlandamet á mótinu:

 • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi kvenna U21 528 stig. Metið var áður 516 (met sem Sænsk stelpa átti)
 • Patrek Hall Einarsson BFB – Langbogi karla U18 488 stig. Metið var áður 414 (met sem Patrek átti frá NUM 2023)
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig. Metið var áður 0 (nýr flokkur)
 • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – Trissubogi kvenna U16 útsláttarkeppni – 134 stig. Metið var áður 0 (Fyrsta sinn á nýrri WA fjarlægð og Sóldís skoraði hæsta leik á NM og hreppir því metið)
 • Sveigbogi U21 Open liðakeppni 1248 stig. Metið var áður 0 stig (nýr flokkur)
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

8 Íslandsmet sem slegin voru á NM:

 • Ragnheiður Íris Klein BFHH – Berbogi U16 kvenna – 510 stig. Metið var áður 461
 • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi U21 kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
 • Heba Róbertsdóttir BFB – Berbogi Meistaraflokkur kvenna – 528 stig. Metið var áður 511 stig
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – Sveigbogi kvenna U21 Open 499 stig.
 • Berboga U21 NUM landsliðsmet – 1121 stig
  • Heba Róbertsdóttir BFB
  • Maria Kozak SFÍ
  • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH
 • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet undankeppni – 1647 stig
  • Eydís Elide Sæmunds Sartori BFB
  • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
  • Magnús Darri Markússon BFB
 • Trissuboga U16 NUM landsliðsmet útsláttarkeppni – 185 stig
  • Eyrún Eva Arnardóttir BFB
  • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB
  • Birkir Björnsson BFB
 • Sveigboga U21 Open NUM landsliðsmet – 1248 stig
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
  • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Eitt sérstaklega markvert met var slegið á NM ungmenna og það er Íslandsmet Hebu Róbertsdóttir í Meistaraflokki og U21 flokki sem er einnig Norðurlandamet. Guðbjörg Reynisdóttir átti Íslandsmetið áður frá árinu 2019. Vert er að nefna að Jenný Magnúsdóttir var einnig ekki langt frá Íslandsmetinu í U16 kvenna með skorið 562 en metið er 573, ásamt því voru margir sem slógu „personal best skor“ á mótinu.

Aðildarfélög BFSÍ sem áttu keppendur á mótinu:

 • BFB – Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi
 • BFHH – Bogfimifélagið Hrói Höttur í Hafnarfirði
 • SFÍ – Skotíþróttafélag Ísafjarðar
 • ÍFA – Íþróttafélagið Akur á Akureyri

Rétt undir helmingur aðildarfélaga BFSÍ tóku þátt á NUM og keppendum Íslands á NUM fjölgaði um sirka 10% milli ára.

Fjöldi keppenda eftir þjóð NUM 2024:

 • Danmörk 81 (heimaþjóð)
 • Ísland 35
 • Svíþjóð 46
 • Noregur 48
 • Finnland 8
 • Færeyjar 6

Ísland tók fyrst þátt á NM ungmenna 2018 og mætti í raun segja að þróun skipulags ungmenna afreksstarfs í íþróttinni hafi ekki hafist af krafti fyrr en árið 2016. Því er nokkuð ótrúlegt að í dag standi Ísland næstum jafnfætis við mun íbúafleiri þjóðir óháð höfðatölu, og útlit fyrir að Ísland gæti orðið stærsta þjóðin í þátttöku og árangri á NM ungmenna í langtíma framtíðinni miðað við þróunina. Við Íslendingar elskum höfðatölu, en ef við værum að miða við höfðatölu í þessu samhengi hefði t.d. Noregur þurft að vera með 550 keppendur á NM ungmenna. Því má segja að það sé langt síðan að við unnum „höfðatölu leikinn“ og nú er ekki langt í að við vinnum óháð höfðatölu.

Veðrið:

Það má vægast sagt segja að keppendur hafi fengið að upplifa allt veður sem Danmörk bíður upp á. Mótinu var frestað stutta stund nokkrum sinnum vegna þrumu veðurs, það var hellidemba, væg rigning, sól, skýjað, heit, kalt, blautt, þurrt allt til skiptis á sama degi. Eina sem lék ekki mikið á keppendur var vindur sem var til staðar en almennt vægur (sérstaklega m.v. Íslenska vindinn)

 

Mental Training seminar:

Mótshaldarar græjuðu einnig þekktan Danskan fyrirlesara/þjálfara/höfund til þess að halda námskeið um andlegu hlið íþróttarinnar fyrir krakkana. Ásamt nokkrum öðrum viðburðum/uppákomum  s.s. H.C. Andersen kíkti í heimsókn.

 

 

Lokaniðurstöður allra Íslensku keppenda í einstaklingskeppni:

 • Ragnheiður Íris Klein BFHH – 6 sæti berboga kvenna U16
 • Dagur Ómarsson BFB – 9 sæti berboga karla U16
 • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga karla U16
 • Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 9 sæti berboga kvenna U18
 • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga karla U21
 • Heba Róbertsdóttir BFB – 2 sæti berboga kvenna U21
 • Maria Kozak SFÍ – 6 sæti berboga kvenna U21
 • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – 2 sæti berboga karla U21
 • Patrek Hall Einarsson BFB – 1 sæti langboga karla U18
 • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U16
 • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga kvenna U16
 • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 8 sæti trissuboga kvenna U16
 • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 9 sæti trissuboga kvenna U16
 • Magnús Darri Markússon BFB – 8 sæti trissuboga karla U16
 • Birkir Björnsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
 • Sævar Sindri Jóhannesson BFHH – 9 sæti trissuboga karla U16
 • Bergur Freyr Geirsson BFB – 9 sæti trissuboga karla U16
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga kvenna U18
 • Bríana Birta Ásmundsdóttir BFHH – 7 sæti trissuboga kvenna U18
 • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 5 sæti trissuboga kvenna U21
 • Eowyn Marie Mamalias BFHH – 6 sæti trissuboga kvenna U21
 • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga karla U21
 • Jóhannes Karl Klein BFHH – 5 sæti trissuboga karla U21
 • Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – 8 sæti trissuboga karla U21
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga U21 Open kvenna
 • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 3 sæti sveigboga U21 Open kvenna
 • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U21 Open kvenna
 • Jenný Magnúsdóttir BFB – 7 sæti sveigboga kvenna U16
 • Alexandra Kolka Stelly Eydal ÍFA- 17 sæti sveigboga kvenna U16
 • Þórir Steingrímsson ÍFA – 9 sæti sveigboga karla U16
 • Elías Áki Hjaltason BFB – 9 sæti sveigboga karla U16
 • Dagur Logi Rist Björgvinsson BFHH – 17 sæti sveigboga karla U16
 • Nanna Líf Gautadóttir Presburg ÍFA – 9 sæti sveigboga kvenna U18
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 1 sæti sveigboga kvenna U21
 • Ari Emin Björk ÍFA – 9 sæti sveigboga karla U21

Fróðleiksmoli, fyrir þá sem þekkja ekki til, allir sem tapa í t.d. 32 manna úrslitum enda í 17 sæti, og allir sem tapa 16 manna úrslitum enda í 9 sæti á viðkomandi móti. 5-8 sæti er raðað eftir skori í leiknum sem keppandi tapaði í 8 manna úrslitum. Evrópu þjóðir hafa margar falast eftir því að 9-16 sæti sé raðað með sama veg og gert er með 5-8 sæti (eftir skori úr leiknum sem keppandi var sleginn út í). En heimssambandið hefur almennt borið fyrir sig að í mörgum þjóðum t.d. í Asíu sé miðað við „topp 10“ sem árangur en ekki topp 16, og því sé ekki sanngjarnt að nota óbeinan samanburð milli leikja keppenda sem slengir voru út í 16 manna úrslitum. Því eru þeir allir í 9 sæti og ekki gert upp á milli þeirra á mótinu. Það á bæði við í einstaklingskeppni og liðakeppni.

Lokaniðurstöður allra Íslensku keppendana í liðakeppni:

 • Ragnheiður Íris Klein BFHH – 7 sæti berboga U16
 • Dagur Ómarsson BFB – 7 sæti berboga U16
 • Henry Snæbjörn Johnston BFB – 7 sæti berboga U16
 • Kristjana Rögn Andersen SFÍ – 1 sæti berboga U18
 • Baldur Freyr Árnason BFB – 1 sæti berboga U21
 • Heba Róbertsdóttir BFB – 3 sæti berboga U21
 • Maria Kozak SFÍ – 3 sæti berboga U21
 • Auðunn Andri Jóhannesson BFHH – 3 sæti berboga U21
 • Patrek Hall Einarsson BFB – 2 sæti langboga/hefðbundnir U21 (sameinaður)
 • Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB – 7 sæti trissuboga U16
 • Elísabet Fjóla Björnsdóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
 • Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori BFB – 7 sæti trissuboga U16
 • Eyrún Eva Arnardóttir BFB – 6 sæti trissuboga U16
 • Magnús Darri Markússon BFB – 7 sæti trissuboga U16
 • Birkir Björnsson BFB – 6 sæti trissuboga U16
 • Sævar Sindri Jóhannesson BFHH – 8 sæti trissuboga U16
 • Bergur Freyr Geirsson BFB – 8 sæti trissuboga U16
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB – 2 sæti trissuboga U18
 • Bríana Birta Ásmundsdóttir BFHH – 5 sæti trissuboga U18
 • Freyja Dís Benediktsdóttir BFB – 2 sæti trissuboga U21
 • Eowyn Marie Mamalias BFHH – 2 sæti trissuboga U21
 • Ragnar Smári Jónasson BFB – 2 sæti trissuboga U21
 • Jóhannes Karl Klein BFHH – 4 sæti trissuboga U21
 • Kaewmungkorn Yuangthong BFHH – 4 sæti trissuboga U21
 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
 • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
 • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB – 2 sæti sveigboga U21 Open
 • Jenný Magnúsdóttir BFB – 6 sæti sveigboga U16
 • Alexandra Kolka Stelly Eydal ÍFA- 9 sæti sveigboga U16
 • Þórir Steingrímsson ÍFA – 6 sæti sveigbogaU16
 • Elías Áki Hjaltason BFB – 6 sæti sveigboga U16
 • Dagur Logi Rist Björgvinsson BFHH – 9 sæti sveigboga U16
 • Nanna Líf Gautadóttir Presburg ÍFA – 9 sæti sveigboga U18
 • Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB – 5 sæti sveigboga U21
 • Ari Emin Björk ÍFA – 6 sæti sveigboga U21

Þetta er orðinn ansi myndarlegur listi af niðurstöðum. Það er að sjálfsögðu miklu sleppt hérna s.s. erum við að sleppa niðurstöðum úr öllum leikjum og úr undankeppni mótsins, en nokkrir Íslendingar sem voru í topp 3 í undankeppni mótsins voru slegnir út í einstaklingsleikjunum fyrr en áætlað var t.d. Jenný Magnúsdóttir sem var 2 í undankeppni en endaði í 7 sæti eftir leikina og Kaewmungkorn Yuangthong sem var í 2 sæti í undankeppni en endaði í 8 sæti eftir leikina.

Hvernig virkar liðakeppni á NUM?

Í lokin til að nördast smá og útskýra óþarflega ítarlega hvernig liðakeppni virkar á Norðurlandameistaramótum í bogfimi:

 • Hvert lið er skipað af 3 hæstu keppendum viðkomandi lands óháð kyni í undankeppni mótsins.
 • Engin takmörkun er á fjölda liða frá sömu þjóð (semsagt 4, 5, og 6 hæstu keppendur frá þjóðinni væri lið 2 þeirrar þjóðar, 7, 8 og 9 hæstu keppendur væru lið 3 þeirrar þjóðar o.sv.frv.)
 • Þeir keppendur sem verða afgangs, eftir að búið er að raða bestu keppendum viðkomandi lands í „landsliðin“ eru settir í „Norðurlandalið, þeim er svo raðað eins og það sé sér land, 3 efstu eru lið 1, 4-6 eru lið 2 o.sv.frv.

Sem dæmi, ef Ísland væri með 7 keppendur þá yrði til „Ísland“ með 3 bestu Íslendingum, „Ísland 2“ með 4-6 bestu Íslendingum og svo 1 lægst skorandi keppandi Íslands sem færi í „Norðurlandalið“ í þeirri keppnisgrein. Þetta er meðal annars gert til þess að gefa þeim sem eru á lægra stigi í íþróttinni möguleika á því að upplifa að fá að taka þátt í liðakeppni á NM ungmenna og til að hámarka samkeppni í liðakeppni á NM ungmenna. Liðsstjóri landsins getur svo breytt einni persónu í liðinu, t.d. á NUM núna voru keppendur á leið á EM ungmenna og miðað við skipulagið gætu þau þurft að sleppa liðakeppninni til að ná fluginu, einn keppandi fékk því að velja hvort að hann vildi vera í „Ísland“ liðinu og taka séns á því að liðsfélagarnir þyrftu að fara og hann gæti því ekki keppt, eða að færa sig í „Nordic lið“

En af og til gerist það þannig að sameinaða „Norðurlandaliðið“ er með sterkustu liðum mótsins. Það getur t.d. komið upp þegar að tvær þjóðir eru með mjög sterka keppendur í ákveðinni grein en eru ekki með mjög marga keppendur í þeirri grein. Blönduð þjóða lið eru einnig þekkt fyrirbæri á Ólympíuleikum ungmenna, þar sem að blönduð landa liðakeppni var í bogfimi á leikunum 2014 og 2018.

Næsta NM ungmenna verður haldið í Svíþjóð 2025 rétt hjá Gautaborg og við vonum að árangurinn verði jafngóður þar og var í Danmörku. (En ef ég þekki Íslendinga rétt verður markmiðið sett á að ná en meiri árangri en í þetta sinn)

Næst á dagskrá hjá BFSÍ er EM ungmenna utandyra. Fimm af keppendunum á NM ungmenna fljúga beint frá Danmörku til Rúmeníu til að keppa þar. Áfram Ísland!!!