You are currently viewing Marín með flott start á Evrópuleikunum, fánaberi ÍSÍ, dó ekki úr hita, vann doping prófið og varð ekki fyrir eldingu

Marín með flott start á Evrópuleikunum, fánaberi ÍSÍ, dó ekki úr hita, vann doping prófið og varð ekki fyrir eldingu

Marín Aníta Hilmarsdóttir stóð sig býsna vel í undankeppni Evrópuleikana með 613 stig og 38 sæti í undankeppni.

Það er þrem stigum yfir lágmörkum fyrir Ólympíuleika (610), 13 stigum yfir lágmörkum fyrir Evrópuleika (600) og aðeins 4 stigum frá núverandi Íslandsmeti sveigboga kvenna sem er 616 stig sem Marín á einnig sjálf.

Áhugavert er að geta að aðeins tvær smáþjóðir unnu þátttökurétt á Evrópuleikana í sveigboga kvenna að þessu sinni, Kýpur og Ísland. Stelpan frá Kýpur og Marín eru á mjög svipuðu „level-i“ þannig að það væri hægt að áætla að líkur á gull verðlaunum fyrir Ísland á Smáþjóðaleikum í bogfimi væru góðar. Ef að bogfimi væri keppnisgrein á Smáþjóðaleikunum, sem er því miður ekki reyndin sem stendur.

Seinni umferðin í undankeppni hjá Marín var í raun betri en sú fyrri þó að skorið hafi verið 1 stigi lægra. Þar sem örvarnar grúppuðu betur og skorið var hærra í flestum lotum í seinni umferðinni. En þá var hitinn og smá þreyta farin að segja til sín og komu 2 „úps“ skot sem lentu í fjarka og fimmu. Ef þau tvö skot hefðu verið góð skot þá hefði Marín endað með nýtt Íslandsmet 623. En samt á heildina litið var þetta mjög góðar niðurstöður úr undankeppni og Marín er mjög ánægð með sína frammistöðu (og við öll líka hehe).

Tölfræðin segir að Marín hafi verið með næst minnstan fjölda tía í undankeppninni. Þannig að mjög vel af sér vikið hjá henni að skjóta gott skor þrátt fyrir að heppnin hafi ekki verið að vinna með henni í undankeppninni 😉

Undankeppni Evrópuleikana raðar keppendum upp í útsláttarleiki mótsins. Það er því þegar ljóst að Marín mun mæta Tsiko Putkaradze frá Georgíu í sínum fyrsta leik þriðjudaginn 27.júní.

Marín er „under dog“ í þeim leik en ekki með miklum mun. Tsiko var að skora næst besta skor á 9 ára alþjóðlega ferli sínum í undankeppni Evrópuleikana með 640 stig (641 er hennar hæsta skor á 9 ára ferlinum). Því má áætla að ef þær leika 100 útsláttarleiki að Marín myndi vinna um 30 af þeim leikjum.

En þó að það sé gaman að pæla í alskonar tölfræði og áætla svona þá er best bara að skjóta örvunum bara og spá í því eftir á hvernig leikurinn fór. Tölfræði spáin er allavega að allar líkur er á því að þetta verði spennandi og jafn leikur að meðaltali.

Upprunalega var áætlað að sýnt yrði beint frá öllum útsláttarleikjum á Evrópuleikunum í bogfimi. En því miður ákváðu mótshaldarar degi áður en mótið hófst að sleppa því að sýna frá 64 manna og 32 manna útsláttarleikjum einstaklinga. Því munu þeir sem eru heima ekki geta fylgst með í beinni hvernig gengur 27 júní hjá Marín í 64 manna og 32 manna útsláttarleikjunum. En þeir áætla að sýna beint frá 16 manna/liða úrslitum og hærra (ekki nema eitthvað breytist frá því sem gefið var upp á team manager fundinum). Ástæðan sem gefin var er að lítil sala var á sjónvarpsréttum fyrir þann hluta mótsins. En á sama tíma seldu mótshaldarar upp miða í stúkurnar fyrir útslættina, þannig að þeir munu vera með keppnisfyrirkomulag fyrir sjónvarpaða úrslitaleiki (alternate shooting), en sleppa myndavélunum….

En að sjálfsögðu verður mögulegt að fylgjast með skorunum í leikjunum hennar Marínar live í ianseo. Eitthvað sem flestir ættu að vera vanir, þar sem að venjan á öllum öðrum bogfimi mótum sem við keppum á er að aðeins er sýnt beint frá gull úrslitaleikjum (og stundum brons líka), ef það er sýnt frá þeim yfirhöfuð.

Marín var einnig fánaberi Íslands á opnunarhátið leikana. Níu fánaberar þjóða á Evrópuleikunum voru úr bogfimi og var fjallað um það í fréttagrein heimssambandsins.

https://www.worldarchery.sport/news/201244/pavlova-nespoli-among-nine-archery-flagbearers-2023-european-games

Íþróttamannaþorpið er flottur staður og skemmtilegt að fá að keppa með Íslendingum úr öðrum íþróttum. Þar sem einu fjölíþróttamótin sem bogfimi er partur af eru Ólympíuleikar og Evrópuleikar eru ekki margt bogfimifólk sem fær að upplifa slíkt andrúmsloft.

Íþróttamannaþorpið er skóla heimavist (school campus) sem er búið að loka af og er bara opin fyrir íþróttafólk og staff tengt Evrópuleikunum. Það er mjög heitt og ekkert air conditioning í herbergjunum á heimavistinni, en ÍSÍ reddaði málinu með því að kaupa littlar borð viftur til að gera lífið bærilegra á heitustu dögunum. Oftast er best að vera ekki í herberginu yfir daginn ef það er sól og mikill hiti. Fínt til að nota tækfærið og skoða sig um íþróttamanna þorpið ef maður er ekki í keppni (og fara í margar kaldar sturtur hehe).

Íþróttafólk á öllum aldri er mikið fyrir að skipta um pinna á leikunum. Þar er Íslenski pinninn sérstaklega eftirsóttur þar sem Ísland er meðal 5 þátttöku minnstu þjóða á leikunum og því erfitt að fá pinna.

Ísland er á 5 hæð (fyrsta hæð er 0) í húsi með nokkrum öðrum löndum t.d. Kosovo, Bosnia Herzegovina, Armenia, Danmörku, Noregi, semsagt mest minni þjóðir og Norðurlandaþjóðir saman í einu húsi. Það er engin lyfta í húsinu þannig að smá puð í hitanum að labba upp og niður stigann stundum. Wifi á svæðinu hefur ekki virkað þann tíma sem við höfum verið, en ÍSÍ fjárfesti í þráðlausum simcard router sem var settur upp til að auðvelda aðgengi að interneti og er router sem er hægt að nota á framtíðar mótum ÍSÍ líka og búið að setja hann upp fyrir það.

Allur maturinn er á sama staðnum við hliðin á íþróttamanna þorpinu. En það þýðir einnig að taka þarf rútu til að fara í hádegismat frá keppnisvellinum, sem er ekki alltaf mögulegt alla keppendur og þjálfara. Enda sér maður liðin með pizza kassa og ýmiskonar aðkeyptan mat á keppnisvellinum þar sem það hentar oft betur.

Matarsalurinn á mótinu er samt risa stór, myndi henta glæsilega sem innandyra æfingasvæði fyrir bogfimi lol. Það er gífurlega mikið úrval af mat og réttum og hann er opinn allan daginn frá 5:00 til 24:00. Allur matur og drykkir í matarsalunum fríir, einnig er á keppnisvellinum svæði fyrir íþróttafólk þar sem eru fríir drykkir, ávextir og smá kaffi/kökur.

Veðrið í Póllandi er búið að vera mjög heitt. Um morguninn sem undankeppni hófst eftir æfingarumferðir sveigboga karla og áður en keppni þeirra hófst voru allir keppendur beðnir um að víkja af keppnisvellinum og keppni frestað um 45 mínútur vegna þrumuveðurs sem var í nánd við keppnisvöllinn. Slíkt er gífurlega sjaldgæft og að sögn reyndasta landsliðsmanns BFSÍ sem skráður hefur verið til keppni yfir 50 sinnum í landsliðsverkefni „Ég hef heyrt sögur um þetta gerast á mótum, en það er gífurlega sjaldgæft. Ég hef aldrei lent í móti þar sem þeir tæma völlinn til öryggis vegna eldingar hættu. En það er mjög skiljanlegt, við erum nánast að halda á „lightning rod“ standandi á sléttum velli sem eru aðlaðandi aðstæður fyrir eldingar.“

Sem betur fer var veðrið svo til friðs allan daginn á undankeppnis deginum, skýjað og ekki crazy heitt, mjög lítill vindur, en mjög hátt rakastig, þannig að svona sticky heitt. Marín var samt oftast að stikna þrátt fyrir það, af því að hún var að reyna á sig að skjóta og labba allan tímann. En viftan og poki af ísmolum gerði mikið í svona veðri til að gera það bærilegt hehe.

Marín og Valgerður (sem fór með sem þjálfari) voru teknar í WADA doping próf. Eða meira próf um WADA og doping control. Þar sem spurt var að 10 spurningum og þeir sem náðu 8+ rétt fengu bol WADA bol í verðlaun. Marín endaði með 10 af 10, en Valgerður 8 af 10. Að sjálfsögðu var þetta keppni á milli þeirra og Marín var sniðug og gaf Valgerði rangt svar við einni spurningunni 😂

Núna næstu daga er verið að klára útsláttar leiki fyrir ýmsa aðra hluta af keppninni t.d. liðakeppni. Þar sem aðeins er einn leikur í einu og þeim leikjum er öllum sjónvarpað þá taka mót eins og Evrópuleikar/Ólympíuleikar alltaf meiri tíma en við erum vön á „venjulegum“ bogfimimótum. Marín er því í pásu til 27 júní. Hún ætlar að kíkja smá á æfingavöllinn á hverjum degi, og nota svo restina af tímanum til að hvíla sig og skoða sig um svæðið, mögulega fara í Tívolí sem við sáum í rútunni á leiðinni á völlinn.

Mögulegt verður að fylgjast með á marga vegu:

(Upprunalega var fréttin aðeins um Marín og gengi hennar íþróttalega séð. En ég ákvað að bæta við fleiri almennum upplýsingum um leikana, þar sem fáir Íslendingar fá að upplifa hvernig það er að taka þátt í stærsta íþróttaviðburði í Evrópu og öðrum slíkum stórum leikum (t.d. Ólympíuleikum. Ég mæli með því að prófa það, bara byrja á því að æfa og vinna þátttökurétt 😉)