You are currently viewing Íslensku stelpurnar í 9 sæti á EM

Íslensku stelpurnar í 9 sæti á EM

Evrópumeistarmótið utandyra var haldið í Essen Þýskalandi 7-12 maí síðastliðinn. 7 keppendur frá Íslandi tóku þátt og voru um 40 þjóðir og 400 þátttakendur að taka þátt á mótinu í heild.

Besta niðurstaða Íslands á mótinu var 9 sæti í trissuboga kvenna. Stelpurnar okkar voru á endanum slegnar út af EM í leik gegn Spáni í 16 liða úrslitum sem endaði 228-215. Stelpurnar okkar voru að skjóta mjög vel í leiknum, en áttu tvö feil skot. Ein af okkar stelpum var búin að vera að eiga við meiðsli og í fyrstu örinni í leiknum gaf öxlin sig og hún skaut framhjá og síðari örin var úps skot hjá öðrum liðsfélaga. Ef við setjum okkur að þessi 2 skot hefðu endaði í 10 þá hefðu stelpurnar okkar unnið leikinn og haldið áfram í 8 liða úrslit (sem hefði vel getað gerst þar sem að meirihluti örva okkar stelpna var í 10).

Spánn endaði á því að taka silfur á EM í liðakeppni og okkar stelpur vermdu 9 sætið.

Allir Íslensku keppendurnir komust áfram í útsláttarkeppni eftir undankeppni EM og hér er samantekt af Íslensku keppendunum og loka niðurstöður þeirra á EM eftir útsláttarleiki í sínum greinum:

 • Einstaklingskeppni
  • Alfreð Birgisson 33 sæti trissubogi karla
  • Anna María Alfreðsdóttir 33 sæti trissuboga kvenna
  • Freyja Dís Benediktsdóttir 33 sæti trissuboga kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir 33 sæti trissuboga kvenna
  • Astrid Daxböck 57 sæti sveigboga kvenna
  • Valgerður Hjaltested 57 sæti sveigboga kvenna
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir 57 sæti sveigboga kvenna
 • Liðakeppni
  • Trissuboga liðakeppni kvenna 9 sæti
  • Trissuboga mixed team 17 sæti
  • Sveigboga liðakeppni kvenna 17 sæti

Hægt er að lesa nánari fréttir um hvern keppanda á archery.is fréttavefnum.