You are currently viewing Íþróttasálfræði fyrirlestur með Helga Val Pálssyni

Íþróttasálfræði fyrirlestur með Helga Val Pálssyni

Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðingur mun halda fyrirlestur fyrir BFSÍ laugardaginn 5 september kl 11:30-13:00. Öllum í aðildarfélögum BFSÍ er velkomið að sitja fyrirlesturinn og ekkert gjald er fyrir að taka þátt í fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn er miðaður á íþróttafólk og þjálfara en er einnig frábær til upplýsinga fyrir stjórnendur félaga og foreldra yngri iðkenda. Fyrirlesturinn er um 2×40 mínútur með 10 mínútna pásu á milli og endar á umræðu og spurningum. Meðal annars verður fjallað um eðli vísindagreininarinnar, hvað íþróttasálfræði er, hvað íþróttasálfræðingur gerir, hverjir þurfa á íþróttasálfræðingi að halda og hvaða menntun þarf til þess að starfa sem íþróttasálfræðingur. Þetta er þekking sem allir tengdir íþróttum þurfa að vita 😉

Helgi vill helst halda fyrirlesturinn í persónu og fá að hitta fólkið, því er áætlað að halda fyrirlesturinn í Bogfimisetrinu, ef Covid leyfir. Annars verður fyrirlesturinn færður yfir í fjarfundarkerfi ef það er ekki mögulegt.

Helgi er einnig nýbakaður og rígmontinn faðir stúlku, en hann eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skömmu.

Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga. Hlökkum til að sjá ykkur.

Photo: https://baysidesportsblog.wordpress.com/2017/07/18/understanding-the-role-of-sports-psychology/