You are currently viewing Fínt gengi á seinna Evrópubikarmót ungmenna í Sviss

Fínt gengi á seinna Evrópubikarmót ungmenna í Sviss

Ísland var ekki langt frá því að tryggja sér verðlaun aftur á seinna Evrópubikarmóti ungmenna sem var haldið í Sion Sviss í þessari viku (3-10 júní). Keppt var í U21 og U18 flokkum á mótinu í trissuboga og sveigboga.

Ísland keppti um tvö brons í liðakeppni á seinna Evrópubikarmótinu en náði því miður ekki sigrinum að þessu sinni. Ísland vann silfur í liðakeppni trissuboga kvenna á fyrra Evrópubikarmótinu í Catez í Slóveníu í maí og keppti um eitt einstaklings brons. Íslensku keppendurnir voru samt sigursælir með 5 einstaklings verðlaun á opnu landsmóti sem haldið var í Sviss degi fyrir Evrópubikarmótið.

Norðurlandaþjóðir og Smáþjóðaleika þjóðir (GSSE) komust samtals í 3 verðlaunaleiki á Evrópubikarmótinu í Sviss.

  1. Ísland í trissuboga U21 mixed team bronsleik
  2. Ísland í trissuboga U21 kvenna liða bronsleik
  3. Danmörk í trissuboga U21 karla einstaklings bronsleik
Kýpur, Ísland og Danmörk á bekknum að styðja Íslendingana í brons verðlaunaleikjunum á laugardags morguninn. Alltaf gaman þegar að vinaþjóðirnar sýna hvort öðru stuðning.

Í bronsleik trissuboga kvenna liða (3kvk) mætti Ísland Ítalska liðinu. Stelpurnar okkar stóðu sig ágætlega en þurftu að láta sér nægja fjórða sætið eftir 221-212 tap í bronsleiknum.

Í bronsleik blandaðra liða (mixed team 1kk+1kvk) mætti Ísland Frakklandi. Ísland átti ekki mjög sterkan leik en Frakkarnir voru on fire og voru aðeins fjórum stigum frá heimsmetinu í U21 mixed team. Frakkland tók því verðskuldað brons og Ísland þurfti að láta sér nægja fjórða sæti.

Ísland yfir Ítalíu í „hálfleik“ í undanúrslitum

Árlega eru haldin tvö Evrópubikarmót ungmenna og sameiginlega niðurstöður úr mótunum teljast til Evrópubikarmótaröðar ungmenna. Í mótaröðinni kom Ísland vel út og var í 11 sæti í heildarniðurstöðum mótaraðarinnar af yfir 30 löndum sem tóku þátt. Ásamt því voru nokkrir Íslendingar í top 10 á lista einstaklinga í mótaröðinni.

  • Ragnar Smári Jónasson var í 4 sæti trissuboga karla U21
  • Freyja Dís Benediktsdóttir var í 5 sæti trissuboga kvenna U21
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir var í 6 sæti trissuboga kvenna U21
  • Aríanna Rakel Almarsdóttir var í 7 sæti trissuboga kvenna U18

Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að finna heildar niðurstöður Íslands á Evrópubikarmótinu, allir leikir og niðurstöður af seinna Evrópubikarmóti ungmenna í Sviss:

Veðrið á mótinu var almennt gott, sól og heitt meirihluta tímans fyrir utan vindinn sem var oft töluverður. Það kom reglubundið töluverður vindur á meðan á mótinu stóð og sérstaklega sterkar vindhviður sem hrærðu vel í keppendum og skorum. Þrjár sólhlífar sem skýldu dómurum fuku lausar og skullu af miklum krafti í keppendum og búnað sumra keppenda, þó að engann hafi sakað nema sólhlífarnar sem brotnuðu allar og eru ónýtar. Kíkjar og bogar fuku einnig um koll og einn kíkir sem fauk af slíku afli í jörðina að ál bygging þess brotnaði og það mölvaðist í fjóra parta. Hitinn og sólin á mótinu var einnig töluverður og leið yfir fjóra keppendur á vikunni sem mótið stóð yfir, sem er gífurlega óvenjulegt að gerist yfirhöfðu. Þannig að þetta var viðburðarríkt mót á ýmsa vegu.

Heildarniðurstöður mótsins er hægt að finna á ianseo.net, myndir af mótinu er hægt að finna á Smugmug BFSÍ  og beint streymi frá úrslitaleikjum Íslands er hægt að finna á youtube rás Evrópska bogfimisambandsins