You are currently viewing Bikarmeistarar BFSÍ árið 2024 eru ….

Bikarmeistarar BFSÍ árið 2024 eru ….

Íslandsbikarmótaröð BFSÍ innandyra var að ljúka í dag með síðasta Bikarmóti tímabilsins.

Bikarmótaröðin stóð saman af fjórum mótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í október, nóvember, desember og lokamótið í janúar 2024.

Bikarmeistarar BFSÍ innandyra voru krýndir í annað sinn og fengu einnig 50.000.kr í verðlaunafé.

Eftirfarandi urðu Bikarmeistarar árið 2024:

Bikarmeistari Trissubogaflokkur Alfreð Birgisson ÍFA Akureyri

Fjórir efstu í trissubogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:

  1. Alfreð Birgisson 1716 stig ÍFA Akureyri
  2. Freyja Dís Benediktsdóttir 1707 stig BFB Kópavogur
  3. Eowyn Marie Mamalias 1700 stig BFHH Hafnarfjörður
  4. Þórdís Unnur Bjarkadóttir 1683 stig BFB Kópavogur

Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum mun með 1716 með Freyju Dís Benediktsdóttir í öðru sæti með 1707 stig. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð hreppir titilinn.

Bikarmeistari Berbogaflokkur Heba Róbertsdóttir BFB Kópavogur

Fjórir efstu í berbogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:

  1. Heba Róbertsdóttir 1475 stig BFB Kópavogur
  2. Baldur Freyr Árnason 1387 stig BFB Kópavogur
  3. Sveinn Sveinbjörnsson 1379 stig BFB Kópavogur
  4. Guðbjörg Reynisdóttir 1340 stig BFHH Hafnarfjörður

Heba Róbertsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í berboga 2024 með góðum mun 1475 með Baldur Freyr Árnason í  1387. Heba sló einnig Íslandsmetið í berboga kvenna í meistaraflokki og U21 flokki á síðasta Bikarmóti tímabilsins í janúar með skorið 504 sem er aðeins 10 stigum frá Evrópumetinu í U21 kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem Heba hreppir titilinn.

Bikarmeistari Sveigbogaflokkur Marín Aníta Hilmarsdóttir BFB Kópavogur

Marín var þegar búin að tryggja sér titilinn á Bikarmótinu í desember og þurfti því ekki að mæta á lokamótið í janúar. Sem var heppilegt þar sem Marín var föst í vinnu og komst ekki á Bikarmótið í janúar, því náðist ekki að afhenda henni verðlaungripinn og taka mynd, því er hér mynd frá árinu 2023 þar sem Marín varð einnig Bikarmeistari.

Fjórir efstu í sveigbogaflokki í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2024 voru:

  1. Marín Aníta Hilmarsdóttir 1641 stig BFB Kópavogur
  2. Valgerður E. Hjaltested 1491 stig BFB Kópavogur
  3. Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 1488 stig BFB Kópavogur
  4. Marcin Bylica 1421 stig BFB Kópavogur

Marín Aníta Hilmarsdóttir varð Bikarmeistari BFSÍ í sveigboga 2024 með yfirburðum 1641 stig með Valgerði E. Hjaltested í öðru sæti með 1491 stig. Þetta er annað árið í röð sem Marín Aníta hreppir titilinn.

BFSÍ óskar Alfreð, Marín og Hebu til hamingjum með árangurinn og titlana.

BFSÍ óskar einnig öllum keppendunum sem bættu Íslandsmet, personal best og/eða náðu öðrum árangri á Bikarmótaraðar tímabilinu til hamingjum með árangurinn.