Heimsbikarmót í bogfimi er í París Frakklandi er nú í fullum gangi og er haldið á sama leikvangi fyrir undankeppni og úrslitaleiki og verða notaðir á Ólympíuleikunum 2024. Heimsbikarmótið er haldið 14-20 ágúst og þrír keppendur eru frá Íslandi á mótinu af 500+ þátttakendum frá 60 þjóðum í heildina. París er fjórði og síðasti leggur heimsbikarmótaraðarinnar utandyra í bogfimi (Hyundai Archery World Cup 2023 HAWC).
Í liðakeppni voru stelpurnar okkar í 14 sæti í undankeppni heimsbikarmótsins og léku því í 16 liða úrslitum gegn Mexíkó sem var í fjórða sæti í undankeppni. Leikurinn var góður en stelpurnar frá Mexíkó voru „on fire“ skoruðu 234 stig sem er aðeins 6 stigum frá fullkomnu skori. Leikurinn fór 234-214 fyrir Mexíkó, Ísland endaði því í 9 sæti. Mexíkönsku stelpurnar endurtóku svo leikinn tvisvar og lögðu Holland og Suður-Kóreu í fjórðungs- og undanúrslitum með sama frábæra skori 234 og þær munu því leika í gull úrslitaleiknum á laugardaginn á heimsbikarmótsins í París. (Áhugavert er að nefna að Holland og Ísland hafa verið að skiptast á um 7 sætið á Evrópulistanum, Ísland er hærra í dag en líklegt að Holland hoppi yfir Ísland eftir heimsbikarmótið, en það kemur í ljós þegar heims- og Evrópulistar verða uppfærðir næsta mánudag).
Á heimsbikarmótinu komust bæði Anna María Alfreðsdóttir og Eowyn Marie Mamalias áfram í útsláttarkeppni heimsbikarmótsins. Ewa Ploszaj varð fyrir því óhappi að sigtis bracketið hennar var laus í fyrri umferð undankeppninnar, grúppan hennar var alltaf að færast ofar og ofar á skotmarkinu og hún skyldi ekki afhverju. Þegar það fannst hvað var að var hert á því og fyrsta örin fór undir skotskífuna í miss. Ewa tók því ekki eftir því í tæka tíð til þess að geta unnið sig aftur upp í topp 64 sem halda áfram í útsláttarkeppnina, þó að mjög littlu hafi munað að henni hefði tekist það, Ewa lauk því keppni í 65 sæti á heimsbikarmótinu aðeins 9 stigum frá því að komast í útsláttarkeppnina.
Í einstaklingskeppninni mætti Anna María árangursríkustu konu í sögu íþróttarinnar Sara Lopez frá Kólumbíu, ekkert lamb að leika sér við þar. Anna stóð sig samt vel í leiknum með 143 stig, en það var ekki nóg þar sem Sara skoraði fullkomið 150 skor og sló því Önnu út af heimsbikarmótinu. Anna endaði í 33 sæti einstaklinga. Anna er búin að eiga við meiðsl að stríða síðasta árið eða svo. Þó að hún sé ekki komin yfir þau að fullu þá er útlit fyrir að það sé á bata vegi og árangurinn hægt og rólega að hækka aftur.
Eowyn mætti í einstaklingskeppni Tanja Gellethien (áður Jensen) frá Danmörku sem er sterkasta trissuboga kona á Norðurlöndum og hefur verið meðal top 10 bestu kvenna í heiminum um árabil. Tanja vann leikinn þeirra 146-128. Langt frá besta leik Eowyn en hún náði óbeinu markmiði í leiknum sem var að skjóta engin miss. Eowyn hefur verið óheppin með að skjóta a.m.k. eitt miss í hverju einasta landsliðsverkefni á síðustu árum, oftar en ekki með því að skjóta sinni ör á ranga skotskífu.
Heimsbikarmótinu lýkur um helgina með gull og brons úrslitaleikjum sem verða haldnir á úrslitaleikvangi Ólympíuleikana 2024 við Les Invalides örskammt frá Eiffel turninum. Þó að mótinu sé ekki lokið þá hafa Íslensku keppendurnir lokið keppni. Mögulegt er að finna heildarniðurstöður Íslands á mótinu hér fyrir neðan:
Myndir af mótinu er hægt að finna á smugmug BFSÍ hér https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/ og á smugmug alþjóðabogfimisambandsins World Archery hér: https://worldarchery.smugmug.com/WCups/SEASON-2023/4-PARIS
You must be logged in to post a comment.